Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 29
Sýningin Handan um höf – þýðingar og frumsam- in ritverk Helga Hálf- danarsonar verður opnuð almenningi í Þjóð- menningarhúsinu á morgun kl. 11. Helgi Hálfdanarson er einn afkastamesti bók- menntaþýðandi Íslend- inga fyrr og síðar. Hann hefur ekki aðeins þýtt öll leikrit Shakespeares á bundið mál á íslensku, heldur einnig hartnær alla grísku harmleikina eftir Æski- los, Evripídes og Sófókles, ljóð- leiki eftir Calderón de la Barca, Corneille, Racine, Dantas, svo og Pétur Gaut eftir Ibsen. Helgi hefur þýtt Kóraninn og auk þess fjölda ljóða hvaðanæva úr heiminum. Í ritstörfum sínum hefur Helgi leitað víða fanga. Hann er afar vel að sér um íslenskar forn- bókmenntir og hefur verið einn helsti mál- ræktarmaður þjóðarinn- ar í áratugi. Eftir hann liggja bækur um íslenskt mál og málrækt á okkar dögum. Má þar nefna bækurnar Skynsamleg orð og skætingur og Gætum tungunnar. Íslenska þjóðin á Helga Hálf- danarsyni að þakka, að hún getur notið ýmissa helstu leikverka og jafnframt margra merkustu ljóða heimsbókmenntanna á móðurmáli sínu. Sýningin stendur til 17. júní 2008. Þýðandi þjóðarinnar Tríó Snorra Sigurðarsonar leikur á DOMO í kvöld kl. 21. Tríóið ætlar að heiðra minningu Chet Baker trompetleikara, sem sótti Ísland heim á áttunda áratug síðustu aldar. Á tónleikunum mun tríóið spila lög af hljómplötum sem Chet lék inn á með tveimur Íslandsvinum, þeim Niels-Henning Örsted Pedersen bassaleikara og Doug Raney gítar- leikara. Tríó Snorra Sigurðarsonar er skipað þeim Snorra Sigurðarsyni trompetleikara, Gunnari Hrafns- syni bassaleikara og Ásgeiri Ásgeirssyni gítarleikara. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr. Til heiðurs Baker Gildir til 5. nóvember eða á meðan birgðir endast. Úrval af sófum á frábæru verði Einungis fáanlegt í Smáralind og á markaði Hagkaupa Akureyri Relax Sófasett 8188 Hægindarsett 8066 Relax Sófasett M87 249.000kr GOTT VERÐ 3ja sæta 179.900kr. 2ja sæta 143.900kr. Stakur stóll 77.800kr. 3ja sæta 179.900kr. 2ja sæta 143.900kr. Stakur stóll 84.900kr. FFRÁBÆRT VERÐ FFRÁBÆRT VERÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.