Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 38
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Margir Íslendingar á ferð um miðborg Lundúna reka upp stór augu þegar leið þeirra liggur framhjá versluninni H&M á Oxford Street, aðalverslunargötu borgarinnar. Þar má nú sjá risastórt veggspjald af fyrirsætunni Tinnu Bergsdóttur en hún hefur verið að gera það gott sem fyrirsæta í borginni eftir að hún flutti þangað frá Indlandi í lok janúar. „Ég hafði ekki hugmynd um að þetta yrði svona stórt,“ segir Tinna en hún er nýkomin frá Grikklandi þangað sem hún var send af umboðsskrifstofu sinni. „Ég fór til Aþenu til þess að vinna. Það var fínt að vera þarna, mjög fallegt og maturinn yndislegur. Besti matur sem ég hef fengið.“ Tinna var í Aþenu í aðeins þrjár vikur en tókst að landa myndatökum fyrir bæði Cosmopolitan og Marie Claire, tvö þekktustu tímarit heims. Myndatakan fyrir það fyrrnefnda fór fram á Kýpur. „Ég var bara að koma aftur til London fyrir nokkrum dögum síðan og sá þá þetta skilti. Reyndar voru vinir mínir búnir að segja mér frá þessu. Þetta er svo oft svona. Maður fær eitt- hvert verkefni og sér svo allt í einu myndirnar þar sem maður átti alls ekki von á þeim. Þessi mynd átti til dæmis bara að vera í ELLE að því er ég vissi.“ Tinna er sem fyrr segir nýkomin aftur til London en mætti beint í myndatöku fyrir verslunina Urban Outfitters. „Ég fékk bara einn dag í frí til þess að sofa enda fór ég beint í flugið eftir langan vinnudag á Grikklandi. Ég var alveg búin,“ segir Tinna, sem ætlar að taka sér langt jólafrí. „Ég verð heima í heilan mánuð. Ætla að vera með vinum og fjölskyldu og borða góðan mat.“ Risavaxin Tinna á Oxfordstræti „Alltaf þegar eitthvað þykir hafa gengið helst til of vel eru myndir og sögur af þessum gleraugum dregnar upp í minni fjölskyldu. Þau eru ekki vinsæl í eftirtíð, en ég man ekki betur en að þetta hafi þótt sérlega glæsilegt and- litsskart á þessum tíma.“ „Paul er með íslenskt vegabréf. Og þess vegna hefði átt að gera íslenskum stjórnvöldum viðvart þegar Paul var handtekinn,“ segir stjörnulögfræðingurinn Giovanni Di Stefano sem fer með mál hins hálfíslenska Paul Adalsteinsson. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær er Paul sakaður um að hafa í félagi við annan mann ætlað að kúga fé út úr meðlimi bresku kon- ungsfjölskyldunnar. „Ég undrast afskiptaleysi íslenskra stjórnvalda í þessu máli. Þeirra þegn hefur nú setið í gæsluvarðhaldi frá 12. sept- ember,“ segir Di Stefano sem er í mikilli fjölmiðlaherferð gegn breskum stjórnvöldum og segir þau vera að gera úlfalda úr mýflugu. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, segir að bráðabirgðaniðurstaða sendiráðsins bendi til þess að Paul Adalsteinsson sé ekki með íslenskt vegabréf né íslenskan ríkisborg- ararétt. Sendiráðinu hafi ekki bor- ist nein tilkynning um handtöku Paul. Mál Paul Adalsteinsson hefur vakið gríðarlega athygli og allt hefur verið morandi í fréttum um þennan þrítuga hálfíslenska strák. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær hugðist hann í samstarfi við annan mann kúga fé út úr meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar vegna kynlífsmyndbandsupptöku í síma. Dagblaðið Daily Mail hafði upp á föður Paul, Aðalsteini Aðal- steinsson, sem gengur undir nafn- inu Charlie, en hann vildi ekkert tjá sig um son sinn eða handtöku hans. „Ég hef ekki séð hann í mörg ár,“ hafði Charlie áður sagt við The Daily Mail. Fréttablaðið hafði sam- band við vinnustað Charlie, A. Thompson Jr., sem framleiðir fisk- meti í smábænum Fraserburgh í Aberdeen-skíri en var tjáð að Charlie myndi ekkert tjá sig frek- ar við fjölmiðla. Samkvæmt bresk- um fjölmiðlum býr Charlie nú með eiginkonu sinni, Susan, ásamt þremur börnum þeirra. Paul, öðru nafni Ian Strachan, er mikill huldumaður í bresku þjóð- lífi. Hann virðist hafa talið mörg- um trú um að hann væri sterkefn- aður, faðir hans væri auðugur athafnamaður og að hann hefði erft háar fjárhæðir eftir ömmu sína, Svönu Valdimarsdóttur, sem lést 1998. Ættingjar hans í Skot- landi segja hann hins vegar vera hálfgerðan hrapp og einn frændi hans í Aberdeen leyfir sér að efast um að hann hafi nokkurn tímann átt skyrtuna sem hann klæðist. Starfsstúlka í húsnæði sem skráð er á nafn Ians segir í samtali við Daily Mail að lánadrottnar hafi verið á eftir honum í nokkur ár. Mikið hefur verið fjallað um málið í bresku pressunni en hún má ekki birta nafn hins aðalborna á prenti. Bandarískir fjölmiðlar telja hins vegar að um sé að ræða David Linley, stjórnarformann uppboðshússins Christie’s, en hann er sonur Margrétar prinsessu, systur Elísabetar. „Íslenska þjóðin hefur sýnt og sannað að hún er móttækileg fyrir tækninýjungum þannig að við búumst við því að HD VMD eigi eftir að slá í gegn þar,“ segir yfirmaður Bandaríkjadeildar NME en fyrirtækið skrifaði undir samning við tvö af stærstu dreif- ingarfyrirtækjum Íslands, Senu og Myndform, um að selja HD VMD-spilara hér á landi frá fyrir- tækinu. HD VMD er þriðja kyn- slóð mynddiska og Íslendingar verða því með þeim fyrstu til að taka í notkun þessa tækni en því hefur verið spáð að hún eigi eftir að gjörbylta heimabíó-menning- unni. Ættu spilararnir að verða komnir í verslanir fyrir þessi jól. Í pakkanum frá NME verður HD-spilari ásamt fimm kvik- myndum og mun pakkinn kosta rúmar sextán þús- und krónur samkvæmt vefsíðu cnnmoney.com. Í pakkanum frá Mynd- formi verða kvikmynd- irnar Lucky Number Slevin, fyrstu tvær Saw- myndirnar og Butterfly Effect 2 á HD-VMD en frá Senu verða það hins vegar Apo- caypto, We Were Soldiers, The Hit- cher, Spy Kids og Scary Movie. Gunnar Gunnars- son, framkvæmda- stjóri Myndforms, sagði í samtali við Frétta- blaðið að þessir samn- ingur hefði verið undir- ritaður í júní á þessu ári. „Íslendingar hafa alltaf verið móttæki- legir fyrir nýrri tækni,“ segir Gunnar sem kvaðst ánægður með að þjóðin yrði í fararbroddi fyrir að innleiða þessa nýju tækni í Evrópu „HD VMD býður auðvitað upp á bestu hugs- anlegu myndgæð- in,“ bætir Gunnar við. Ísland hentar vel til að kynna nýja tækniGnoðarvogi 44, s. 588 8686. Opið 10-18:15 laugardaga 11-14. Þú færð aðeins það besta hjá okkur úrv sk, kinnar, gellur signa grásleppu, reykt ýsa og mar eira

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.