Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 18
Ferðafélagið Patrekur geymir tvær hugrakkar snótir með ferðaþrá til framandi landa, en báðar settust við sömu tölvu í Laos þar sem örlagavefur flækti spor þeirra saman. „Ég var ein að ferðast um Laos á leið til Víetnam og Kambódíu þegar ég skaust inn á internetkaffi þar sem nafn mitt og bloggsíða vistaðist á einni tölvunni. Þremur vikum síðar fer svo Sigríður Víðis Jónsdóttir inn á þetta sama kaffi- hús, í sömu tölvu, þar sem nafn mitt poppar upp; fer inn á bloggið mitt og sér að ég er ein að ferðast um sömu slóðir og hún,“ segir Halla Gunnarsdóttir blaðamaður um þessa sérstæðu samfundi. „Sigga hafði strax samband og við ákváðum að mæla okkur mót á Happy Guesthouse númer 10 í Kambódíu. Strax tókst með okkur mikill vinskapur og í kjölfarið stofnuðum við Ferðafélagið Patr- ek á degi heilags Patreks,“ segir Halla þegar hún rifjar upp tilurð Ferðafélagsins Patreks. „Ég efast ekki um mátt örlaga og veit að þarna voru æðri máttar- völd að leiða okkur saman. Þótt báðar værum íslenskar, á sama aldri og með svipuð áhugamál viss- um við ekki hvor af annarri, en kom í ljós að báðar voru blaða- menn fyrir Morgunblaðið,“ segir Halla um þau ótrúlegu örlög sem fundu henni svo óvæntan ferðafé- laga í sex vikna framhaldsför sem endaði í Malasíu. „Tilefni örlaganna var ekkert sérstakt, því báðum finnst gott að ferðast einar og ekkert sérstakt kom upp á sem þarfnaðist samfé- lags. Sigga er reyndar sérfræðing- ur í að pikka upp sýkingar og vön að koma sér sjálf á sjúkrahús, en auðvitað er ekki hægt að syngja „Á Sprengisandi“ raddað í helli nema vera tvær,“ segir Halla hláturmild, en verður svo alvarleg í bragði: „Það er líka mikilvægt að eiga minningar með öðrum. Mér finnst stundum dapurlegt að hafa engan til að rifja upp það sem á daga mína hefur drifið á ferðalögum.“ Og þegar heim úr ferðalaginu kom gerðust þær stöllur sambýl- ingar í Reykjavík. „Við deilum ekki íbúð lengur en erum enn bestu vinir, vinnum á Mogganum og þvælumst um í nafni Patreks. Síðast fór ég ein til Írans og Sigga til Súdan, Úganda og Kenýa. Við erum með píla- grímsferð til Patreksfjarðar á prjónunum í tilefni fjögurra ára afmælis Patreks í mars. Ég efast ekki um að það verður gert með stæl, eins og annað sem Patrekur tekur sér fyrir hendur,“ segir Halla hlæjandi, þar sem hún veif- ar til Siggu sem enn á ný heldur af stað út í heim. Örlagaflækjur í Laos W W W. I C E L A N DA I R . I S Ferðaávísun gildir HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ Það er stutt til Manchester og jólanna SPENNANDI TILBOÐSVERÐ FRÁ 39.900* KR. Á MANN Í FJÓRAR NÆTUR ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 97 33 10 /0 7 * Innifalið: Flug fram og til baka, flugvallarskattar og gisting í 4 nætur á Thistle Manchester Hotel með morgunverði. Prófaðu eitthvað nýtt fyrir jólin. Jólaskapið í Manchester gerir þessa líflegu borg ennþá skemmtilegri. Það er ensk hátíðarstemning á pöbbunum, fjör í tónlistinni, góður matur á fyrsta flokks veitingastöðum og hagstætt að líta inn í verslunarhúsin og búðirnar. Jólamarkaðir í Manchester eru á fjórum stöðum í miðborginni, á Albert Square og St Ann's Square og í Exchange Street, New Cathedral Street, Brazennose Street. Hugsaðu gott til Manchester og jólanna. Nýttu þér þetta einstaka tilboð sem gildir á tilteknum brottfarardögum í nóvember og desember. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ Ferðaskrifstofa Barcelona í nóvember frá kr. 39.990 5. nóv. 12. nóv. 19. nóv. Einstakt lúxustilboð! Aðeins örfá herbergi í boði! Barcelona er einstök perla sem íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta lífsins og dekra við þig í aðbúnaði í þessari einstaklega fögru borg á frábærum kjörum. Bjóðum frábært sértilboð á einu af vinsælustu hótelum okkar, Hotel Barcelona Plaza ****. Bjóðum einnig ótrúlegt lúxustilboð á hinu glæsilega Hotel Granados 83 ****+ hóteli, sem býður frábæra staðsetningu í hjarta Barcelona. Einstaklega glæsilegt fjögurra stjörnu “superior” hótel með frábærum aðbúnaði og þjónustu. Ath. aðeins örfá herbergi eru í boði á þessum kjörum. Frá kr. 49.990 M.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Grana- dos 83 ****+ með morgunverði, 5., 12. eða 19. nóvember. Netverð á mann. Frá kr. 39.990 M.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Barce- lona Plaza **** með morgunverði, 5., 12. eða 19. nóvember. Netverð á mann. frá18.400 Vika í Þýskalandi kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. VW Fox eða sambærilegur 522 44 00 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 69 19 0 4/ 07

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.