Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 2
2 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR VINNUMARKAÐUR Til þess að hægt sé að ætlast til þess að fyrir tækin beri þann launakostnað sem atvinnulífið hefur tekið á sig og mun taka á sig er nauðsynlegt að breyta samkomulagi ríkis stjórnar- innar við Seðlabanka Íslands um verðbólgumarkmið, segir Vil- hjálmur Egilsson, formaður Sam- taka atvinnulífsins (SA). Það hefur lengi verið krafa sam- takanna að þessu fyrirkomulagi verði breytt og hafa samtökin sagt hátt vaxtastig standa atvinnulíf- inu fyrir þrifum. Nú setja þau þessa kröfu sína fram í tengslum við komandi kjarasamninga. „Stemningin hér [innan SA] er sú að það verði ekki samið nema þetta sé komið í lag,“ segir Vil- hjálmur. Spurður hvort það muni setja kjarasamninga í uppnám bregðist stjórnvöld ekki við þess- um óskum segir Vilhjálmur að það myndi setja „verulegt strik í reikninginn“ fyrir SA. „Seðlabankinn hefur verið að reiða mjög hátt til höggs á mjög veikum grunni,“ segir Vilhjálmur. „Við sjáum ekki að vaxtatækið hafi áhrif á verðbólguna, en ofbeiting þess hefur valdið miklum skaða í atvinnulífinu.“ Hann tekur fram að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun innan SA um að gera þessar kröfur, en eins og staðan sé í dag sé afar líklegt að það verði. SA sendu forsætisráðherra tvö bréf með svipuðum óskum í sumar, en Vilhjálmur segir ekk- ert hafa gerst í kjölfar þeirra og viðbrögð Seðlabankans verið afar neikvæð. „Ég sé ekki hvernig mönnum dettur í hug að Alþýðusambandið eða verkalýðshreyfingin muni samþykkja þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, sem sagðist í gær ekki hafa heyrt af þessum kröfum SA. Hann segir þessa kröfu atvinnurekenda um verðbólgu- markmiðið leiða af sér vaxta- lækkun, sem aftur muni leiða af sér gengisfellingu með tilheyr- andi verðbólgu í kjölfarið. Sér sé fyrirmunað að átta sig á því hvernig verkalýðshreyfingin eigi að sætta sig við þetta nema launahækkanir vegi upp á móti þessu. brjann@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Rúmlega tvítug stúlka kærði í gær nauðgun til kynferðisbrotadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var stúlkan, sem er rúmlega tvítug, á leið heim af skemmtistað aðfaranótt laugar- dagsins þegar maður réðst að henni í Grófinni í Reykjavík og nauðgaði henni. Hún hlaut nokkra áverka við ofbeldið. Hún hefur gefið nokkuð greinargóða lýsingu á gerandanum, sem lögreglan leitar nú. Meðal annars er verið að fara í gegnum gögn úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. - jss Stúlka kærir nauðgun: Lögregla leitar að nauðgara FJÖLMIÐLAR Ræða hefði átt samning Ríkisútvarpsins við Björgólf Guðmundsson um styrki við innlenda dagskrárgerð í stjórn RÚV áður en hann var undirrit- aður, segir Svanhildur Kaaber, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn RÚV. Málið verður á dagskrá stjórnarfundar í dag og mun Páll Magnússon útvarpsstjóri kynna samninginn. Svanhildur segir það óeðlilegt að stjórnarmenn hafi ekki fengið upplýsingar um samninginn fyrr. „Ég hef mjög miklar efasemdir um þetta samkomu- lag,“ segir Svanhildur. Hún tekur fram að hún hafi ekki fengið að sjá samninginn en byggi skoðun sína að svo komnu máli á því sem komið hafi fram í fjölmiðl- um. „Ég tel hættu á að hér sé auðmaðurinn að skapa sér aðstöðu innan Ríkisútvarpsins, en ég endurtek að ég hef ekki séð þetta samkomulag,“ segir Svanhildur. „Ég hef mjög miklar efasemdir um það að einn auðmaður eða eitt fyrirtæki leggi fram svo mikið fé. Ég veit að það er sagt að þetta eigi ekki að hafa áhrif á dagskrá og að það hefur verið sagt að það fari ekki króna af þessu til Sjónvarpsins, en ég hef samt efasemdir,“ segir Svanhildur. Ekki náðist í Ómar Benediktsson, formann stjórnar RÚV, við vinnslu fréttarinnar í gær. - bj Ræða hefði átt samning við Björgólf Guðmundsson í stjórn RÚV segir fulltrúi VG: Auðmaður skapar sér aðstöðu RÍKISÚTVARPIÐ Vika er síðan samningur Ríkisútvarpsins við Björgólf Guðmundsson var kynntur. Í honum felst að Björg- ólfur mun jafna þá upphæð sem RÚV ver til leikins íslensks sjónvarpsefnis á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Grétar, hver er sætasti þing- maðurinn? „Ég er á þeirri skoðun að það sé ég en hins vegar mældist lítill blóð- sykur í mér.“ Alþingismenn og starfsmenn Alþingis fóru í sykurmælingu á miðvikudag og létu mæla blóðsykur sinn. Grétar Mar Jónsson er þingmaður Frjálslynda flokksins. SELTJARNARNES Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að kennarar og ófaglært starfsfólk sem sinnir kennslu í leik-, grunn- og tónlistarskólum í bænum fái fartölvu og háhraða nettengingu. Í tilkynningu frá bænum segir að notkun tölva í skólastarfi hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Þar segir enn fremur að rík áhersla sé lögð á nýtingu upplýs- ingatækni í bæjarfélaginu; skjávarpar og smarttöflur séu staðalbúnaður í stofum. Mark- miðið sé að auðvelda kennurum faglega vinnu heima og að heiman. - bj Kennarar á Seltjarnarnesi: Fá fartölvur og nettengingu Ekki samið nema stjórnvöld gefi eftir Samtök atvinnulífsins krefjast breytinga á samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans um verðbólgumarkmið í komandi kjarasamningum. Óskiljanlegt að mönnum detti í hug að verkalýðshreyfingin samþykki þetta, segir ASÍ. GYLFI ARN- BJÖRNSSON Ég sé ekki hvernig mönnum dettur í hug að Alþýðusambandið eða verkalýðshreyfingin muni samþykkja þetta. GYLFI ARNBJÖRNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ASÍ ORKUMÁL Lagt var til að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fengi umboð til að staðfesta ákvarðanir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á eigendafundi Orkuveitunn- ar á fundi borgarráðs í gær. Eig- endafundurinn fer fram í dag. Um er að ræða þá ákvörðun borgarráðs og síðar stjórnar OR að hafna samruna Reykjavik Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy (GGE). Borgarráð frestaði tillögunni, en hún verður rædd á aukafundi ráðsins í dag. Svandís Svavarsdóttir, for- maður stýrihóps sem kannað hefur samruna REI og GGE, segir að borgarstjóri muni fara með fyrir fram skilgreint umboð inn á eigendafund OR í dag. Í bókun Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita Sjálf stæðis flokksins í borgar stjórn, óskar hann eftir því að „tillaga um niðurstöðu í REI/GGE málum, sem lögð hefur verið fyrir stýrihóp um málefni OR“, verði lögð fram á aukafundi borgarráðs í dag. Svandís segir enga slíka tillögu fram komna, þó stýrihópurinn sé vonandi að færast nær lausn. Hún gerir ekki ráð fyrir því að slík nið- urstaða náist á fundum í dag. Til stendur að veita borgar stjóra umboð til að leita sátta í dómsmáli sem Svandís höfðaði til að ógilda eigendafund OR. Svandís segir að með nýjum eig- endafundi og ógildingu ákvarðana fyrri fundar sé dómsmálið óþarft. Þá verður borgarstjóra falið að beita sér fyrir viðræðum ríkis, sveitarfélaga og meðeig- enda í Hitaveitu Suðurnesja til að tryggja að auðlindir og almenn- ingsveitur verði í eigu almenn- ings. - bj Rætt um að veita borgarstjóra umboð fyrir eigendafund Orkuveitunnar í dag: Stýrihópur færist nær lausn SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR FÓLK Framleiðslufyrirtækið Zik Zak hefur keypt kvikmyndarétt- inn að fyrstu glæpasögu Óttars M. Norðfjörð, „Hnífur Abra- hams“, sem kom út í byrjun mánaðarins. Sögusvið bókarinnar er New York og myndin verður að líkindum á ensku. „Við höfum fulla trú á því að kvikmyndin verði einn af sumarsmellum kvikmyndahúsanna innan nokkurra ára,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak. Myndin er fyrst og fremst ætluð fyrir erlendan markað. - sók/ sjá síðu 58 Bók Óttars M. Norðfjörð: Hnífurinn á hvíta tjaldið ATVINNULÍFIÐ Krafa SA mun leiða af sér gengisfellingu og verðbólgu sem verka- lýðshreyfingin getur ekki sætt sig við, segir framkvæmdastjóri ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VILHJÁLMUR EGILSSON REYKJAVÍK Útsvar, holræsagjald og fasteignagjöld verða óbreytt í Reykjavík á næsta ári. Tillaga Dags B. Eggertssonar borgar- stjóra þessa efnis var samþykkt í borgarráði í gær, og vísað til lokaafgreiðslu borgarstjórnar. Útsvarið verður áfram það hæsta sem heimilt er, 13,03 prósent. Holræsagjaldið verður 0,105 prósent eins og verið hefur. Lóðaleiga fyrir íbúðarhúsnæði verður áfram 0,08 prósent af fasteignamatsverði, en lóðaleiga fyrir verslunar- og iðnaðarhús- næði verður 1 prósent. Fasteigna- gjöld á íbúðarhús verða áfram 0,225 prósent og önnur fasteigna- gjöld 1,32 prósent. - bj Óbreytt gjöld í Reykjavík: Útsvarið áfram í hámarki ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Fasteignagjöld og lóðaleiga verða óbreytt á næsta ári. BÖRN Geir H. Haarde forsætisráð- herra afhenti í gær börnum í Leikskólanum Laufásborg í Reykjavík og forráðamönnum þeirra segulspjald með tíu heilræðum, undir yfirskriftinni Verndum bernskuna. Karl Sigurbjörnsson biskup var viðstaddur og liðsinnti forsætis- ráðherra við útdeilinguna. Stefnt er að því að gefa foreldrum eða forsjármönnum allra leikskólabarna segulspjöld með heilræðum á næstunni. - sh Verkefnið Verndum börnin: Geir og biskup gáfu heilræði RÁÐIÐ HEILT Börn jafnt sem foreldrar tóku segulspjöldunum fagnandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.