Fréttablaðið - 16.11.2007, Page 4

Fréttablaðið - 16.11.2007, Page 4
4 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR VÍN, AP Í nýrri skýrslu Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, IAEA, um kjarnorkumál Írans, segir að írönsk stjórnvöld hafi að mestu verið samvinnuþýð varðandi upplýsingagjöf. Þó er varað við því að vitneskja stofnunarinnar um framvindu áætlunarinnar sé að minnka. Stofnunin staðfestir jafnframt að Íransstjórn þverskallist enn við að fara að kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hætta auðgun úrans. SÞ-erindreki sagði skýrsluna vera „hálffullt eða hálftómt glas“. - aa Kjarnorkumál Írans: Gagnrýni í skýrslu IAEA SPÁNN, AP Spænsk stjórnvöld freistuðu þess í gær að binda enda á harða deilu við valdhafa í Venesúela, sem upphófst með reiðilegum orðaskiptum á leiðtogafundi spænskumælandi ríkja um síðustu helgi. Þá sagði Spánarkonungur Hugo Chavez Venesúelaforseta að „halda kjafti“. Spænski utanríkisráðherrann Miguel Angel Moratinos sagði að „færri stóryrða og meiri athafna“ væri þörf til að draga úr spennu. Áður hafði Chavez sagt í hótunar- tón að hann fylgdist grannt með athöfnum spænskra fyrirtækja í landi sínu. - aa Spænsk-venesúelsk deila: Reynt að bera klæði á vopnin REYKJAVÍK „Þessir lögfræðingar komast bara upp með þetta því það þorir enginn að mótmæla,“ segir Elías Rúnar Sveinsson, skuldarinn sem í blaðinu í gær vakti athygli á miklum kostnaði við innheimtu vangoldinna fasteignagjalda. Elías samdi að lokum við borg- ina um að með því að greiða sam- dægurs fengi hann að komast hjá innheimtukostnaði. „Þetta var alls sextíu þúsund króna skuld sem lögfræðingarnir voru búnir að hækka í hundrað þúsund krónur með öllum þessum bréfum,“ segir Elías. Hann samdi um að greiða 69.000 krónur beint til borgarinnar. „Það er alltaf samningsmögu- leiki, til dæmis ef fólk greiðir upp skuldir sínar samdægurs,“ segir Helgi Þór Jónasson, innheimtu- stjóri fjármálaskrifstofu Reykja- víkurborgar. Betra sé að fá gjöldin strax en að bíða og auka kostnað. Elías sá fram á að þurfa að greiða um 55 prósentum meira í fasteignagjöld en hann skuldaði, að mestu vegna innheimtukostnað- ar einkafyrirtækis. Upphæðin sem hann samdi um er hins vegar svipuð þeirri og hann hefði greitt Tollstjóranum, sem áður sá um innheimtu fasteigna- gjalda fyrir borgina, með höfuð- stóli og dráttarvöxtum. - kóþ Skuldari hvetur Reykvíkinga til að mótmæla dýrri innheimtu einkafyrirtækja: Samdi framhjá lögfræðingum Í BANKANUM Með því að semja beint við lánardrottin má komast hjá því að greiða innheimtukostnað einkafyrir- tækja, í það minnsta í sumum tilfellum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNIR Bæjarfulltrúar á Akranesi segja forsvarsmenn knattspyrnufélagsins ÍA hafa brotið reglur bæjarins með því að halda almennan dansleik með vín- veitingum í íþróttahúsinu á Jaðars bökkum. Árleg uppskeruhátíð knatt- spyrnudeilda ÍA var haldin á Jaðars bökkum 6. október síðast- liðinn. Selt var í mat og á dansleik og voru vínveitingar í boði. Í sam- þykkt bæjarstjórnar er kveðið á um að öll notkun íþróttamann- virkja til almenns dansleikja- halds þar sem áfengi sé haft um hönd sé bönnuð. „Auglýsingar varðandi umrædda hátíð fóru í bága við reglur og framkvæmdin einnig þar sem framkvæmdin var sem um almennan dansleik væri að ræða,“ segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri í bréfi sem hann rit- aði rekstrarfélagi ÍA með óskum um skýringar. Formaður Rekstrarfélags Knattspyrnufélags ÍA er fyrrver- andi bæjarstjóri á Akranesi, Gísli Gíslason. Í svari til bæjarstjórans segir formaðurinn að þegar ÍA hafi sótt um leyfi fyrir lokahófinu hafi verið fullljóst með hvað hætti það yrði haldið. Bæjarráði hefði verið í lófa lagið að hafna erind- inu teldi það reglur mundu verða brotnar. Gísli Gíslason segist ekki efast um staðfestu og vilja Akranes- kaupstaðar að berjast gegn áfengis notkun með því að banna almennt dansleikjahald í íþrótta- húsum en bendir á að slíkt tíðkist í öllum sveitarfélögum sem hann þekki til. Það sé „lágmarks kurt- eisi“ af hálfu ÍA að halda lokahóf með þeim hætti að leikmenn og stuðningsmenn geti fagnað góðum árangri saman. Engin hús á Akra- nesi dugi undir samkomu af þeirri stærðargráðu nema íþróttahúsin sem fáist afnot af með velvilja bæjaryfirvalda: „Án þess velvilja er um tvennt að ræða: Annað hvort halda mun minni samkomu fyrir leikmenn, stjórn og fáa útvalda velunnara eða halda lokahófið í Borgarnesi, Mosfellsbæ eða Reykjavík,“ segir formaður ÍA sem telur þó hvor- ugan þessara kosta góðan. Hann vilji sátt um að lokahófið fari að ári fram á sama hátt og verið hefur. „Má eflaust velta vöngum yfir gildi þeirrar stefnu að beina ungu fólki almennt til nágrannasveitar- félaganna eða höfuðborgarinnar í leit að dansleik eða skemmtun á meðan blandaðar samkomur ungs fólks og þeirra sem eldri eru ganga prýðilega fyrir sig annars staðar,“ segir Gísli Gíslason. gar@frettabladid.is ÍA-menn brutu reglur með balli á Akranesi Knattspyrnufélagið ÍA braut reglur Akraneskaupstaðar með því að veita vín á almennum dansleik í íþróttahúsi bæjarins. Formaður ÍA segir félagið leita út fyrir bæinn með lokahóf sín fáist ekki áframhaldandi leyfi fyrir samkomunum. FASTEIGNIR Ríkiskaup hafa nú sett á sölu fasteignir fyrrverandi grunnskólans í Nesjum við Hornafjörð. Heildarflatarmál bygginganna er 2.492 femetrar. „Um er að ræða einbýlishús, heimavistarskólahúsnæði, kennslustofur, mötuneyti, fjórar íbúðir og geymslur“, segir á vefsetri Ríkiskaupa, þar sem óskað er eftir tilboðum í Nesja- skóla fyrir klukkan tíu hinn 11. desember næstkomandi. Þess má geta að 7.700 fermetra leigulóð fylgir með Nesjaskóla. Fasteigna- mat skólans er 54 milljónir króna en brunabóta matið sexfalt hærra, eða 325 milljónir. - gar Ríkiskaup óska tilboða: Selja Nesjaskóla við Hornafjörð NESJASKÓLI Seldur ef viðunandi boð fæst. MENNING Menningarráði Vest- fjarða bárust 104 umsóknir um styrki úr menningarsjóði ráðsins, en umsóknarfrestur rann út snemma í nóvembermánuði. Umsóknir voru fjölbreyttar, sem er að mati ráðsins til marks um grósku í uppbyggingu og þróun vestfirsks menningarlífs. Sótt var um styrki að upphæð 72,5 milljónir króna sem er umtalsvert meira en sjóðurinn hefur úr að spila. Menningarráð hefur hafist handa við að skoða umsóknir og mun niðurstöðu að vænta um næstu mánaðamót. - shá Menningarráð Vestfjarða: Sótt var um 104 menningarstyrki BELGÍA, AP Þegar 158 dagar eru liðnir frá þingkosningum án þess að hilli undir að takist að mynda nýja ríkisstjórn gerast kröfur æ háværari um aðskilnað flæmsku- og frönskumælandi hluta Belgíu, Flandurs og Vallóníu. Þegar Filippus krónprins gekk upp tröppurnar á dómkirkjunni í Brussel í gær til að mæta í hátíðarguðsþjónustu í tilefni af konungsdeginum stukku flæmskir aðskilnaðarsinnar að honum og hrópuðu „Niður með Belgíu!“. - aa Stjórnarkreppan í Belgíu: Aðskilnaðaróp á konungsdegi FILIPPUS KRÓNPRINS Flæmskir aðskiln- aðarsinnar gerðu hróp að honum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GÍSLI S. EINARSSON GÍSLI GÍSLASON LOKAHÓF ÍA AUGLÝST Knatt- spyrnumenn á Akranesi máttu ekki halda almennan dansleik með vínveitingum á Jaðarsbökkum. GENGIÐ 15.11.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 117,2779 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 60,45 60,73 123,65 124,25 88,33 88,83 11,85 11,92 11,072 11,138 9,542 9,598 0,5466 0,5498 95,61 96,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.