Fréttablaðið - 16.11.2007, Qupperneq 6
6 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Fulltrúar Samkeppnis-
eftirlitsins með húsleitarheimild
frá Héraðsdómi Reykjavíkur og í
lögreglufylgd gerðu í gærmorgun
húsleit á skrifstofum Haga, þar á
meðal Bónuss, og Krónunnar.
„Þetta er sú rannsókn sem við
óskuðum eftir að yrði gerð. Þetta
er bara það sem þurfti,“ sagði Guð-
mundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, á skrifstofu
sinni í Skútuvogi um klukkan ell-
efu í gærmorgun.
Hálfum öðrum tíma fyrr höfðu
starfsmenn samkeppniseftirlitsins
mætt á skrifstofuna. Einn þeirra
var enn að störfum þegar Frétta-
blaðið bar að garði en aðrir voru
farnir.
„Hér fóru þeir út með hálfan
pappakassa af gögnum auk afrita
af tölvugögnum. Þetta eru við-
skiptasamningar og tölvupóstar,“
sagði Guðmundur.
Starfsmenn eftirlitsins gerðu
einnig húsleit á skrifstofum Haga
við Hagasmára í Kópavogi.
Eysteinn Helgason, forstjóri
Kaupáss sem rekur Krónuna, sagð-
ist taka rannsókn samkeppniseftir-
litsins fagnandi. Rætt var við hann
laust fyrir klukkan tólf á hádegi í
skrifstofum Kaupáss í Húsgagna-
höllinni.
Þá voru enn að minnsta kosti þrír
starfsmenn samkeppniseftirlitsins
á staðnum og einn lögreglumaður.
„Þegar þessi umræða fór í gang
og það komu fram rakalausar
dylgjur um við höfðum samráð af
einhverju tagi við okkar keppi-
nauta og samráð við birgja þá höfn-
uðum við því og hvöttum til opin-
berrar rannsóknar. Þetta er partur
af þeirri rannsókn,“ sagði Eysteinn
sem kvað samkeppniseftirlitið fá
allt sem um væri beðið.
„Við höfum lagt áherslu á við
okkar starfsmenn að sýna sam-
vinnu með rannsóknarmönnum og
láti þá hafa öll gögn sem þeir biðja
um,“ sagði Eysteinn sem kvað
engin gögn mundu finnast hjá
Kaupási um samskipti Bónuss og
Krónunnar. „Samskiptin eru engin
þannig að það er ekki nein hætta á
því,“ sagði hann.
Guðmundur Marteinsson sagðist
engar upplýsingar hafa fengið um
það hvenær niðurstöðu rannsóknar
samkeppniseftirlitsins væri að
vænta. Hann væri hins vegar alveg
viss um það hver útkoman yrði.
„Þetta hefur engin áhrif á Bónus.
Við höfum ekkert að fela. Það er
bara þannig,“ sagði framkvæmda-
stjóri Bónuss.
gar@frettabladid.is
Húsleit vel fagnað í
Bónus og Krónunni
Samkeppniseftirlitið gerði í gær húsleit á skrifstofum Haga, Bónuss og Krónunn-
ar í leit að gögnum um hugsanlegt ólöglegt samráð um verð. Forsvarsmenn Bón-
uss og Krónunnar sögðu húsleitina þátt í rannsókn sem þeir sjálfir hafi hvatt til.
EYSTEINN HELGASON Forstjóri Kaupáss segir fullyrðingar um verðsamráð Krónunnar
og Bónuss vera rakalausar dylgjur. Á skrifstofunni aftan við forstjórann eru starfs-
menn Samkeppniseftirlitsins í lögreglufylgd að afla gagna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
GUÐMUNDUR MARTEINSSON
Framkvæmdastjóri Bónuss á
skrifstofu sinni þar sem starfsmenn
samkeppniseftirlitsins lögðu hald á
ýmsa pappíra og tölvugögn. Hann
segir Bónus ekkert hafa að fela.
LÖGREGLUMÁL Samkeppniseftirlitið
(SE) segir húsleitir í gær hjá fyrir-
tækjum á matvörumarkaði byggj-
ast á upplýsingum frá einstakling-
um og fyrirtækjum. Allmargir
hafi brugðist við því þegar SE
hvatti í byrjun nóvember þá sem
töldu sig hafa upplýsingar um
samkeppnislagabrot að koma þeim
á framfæri við eftirlitið. Aðrar
athuganir á þessum markaði standi
einnig yfir.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
SE, segir að í húsleitunum hjá birgj-
unum þremur hafi ekki einungis
verið lagt hald á gögn sem tengjast
smásöluverslununum, heldur hafi
verið farið í hús-
leitirnar á grund-
velli hugsanlegs
samráðs verslana
sem og birgja.
Páll Gunnar
segir að fjölmiðla-
umfjöllun um sam-
ráð matvöruversl-
ana fyrir skömmu
hafi ekki verið
næg forsenda
fyrir húsleit. „Okkur hafa hins
vegar verið að berast upplýsingar
frá einstaklingum og fyrirtækjum
síðustu daga í framhaldinu af fjöl-
miðlaumfjölluninni og þær leiddu
til þess að við töldum óhjákvæmi-
legt að fara í þessar húsleitir.“
Spurður um ummæli fram-
kvæmdastjóra Bónus og forstjóra
Kaupáss segir Páll Gunnar að SE
fari ekki í húsleitir á grundvelli
beiðna frá fyrirtækjum. „Þetta er
vel undirbúin athugun sem er farið
í að okkar frumkvæði, ekki ein-
hverra annarra, og er sniðin að
þeim atriðum sem við teljum nauð-
synlegt að skoða.“
í tilkynningu frá eftirlitinu eru
fyrirtæki hvött til að koma hreint
fram og viðurkenna samráð ef um
það er að ræða. Það geti leitt til
vægari refsinga. - gar/- sh
Samkeppniseftirlit segist hafa fjölda ábendinga um samráð á matvörumarkaði:
Margar heimildir um samráð
PÁLL GUNNAR
PÁLSSON
LÖGREGLUMÁL Heildsölufyrirtækin
Innnes, Ó. Johnson & Kaaber og
Íslensk-Ameríska fengu öll
heimsókn í gær frá Samkeppnis-
eftirlitinu. Gerð var húsleit hjá
fyrirtækjunum vegna meints
samráðs um verðlagningu á
matvörumarkaði.
„Við erum að blandast að
ósekju inn í þetta mál,“ sagði Páll
Hilmarsson, markaðsstjóri
Innnes, sem kveður húsleitina
hafa komið flatt upp á starfsfólk.
Hvorki náðist tal af Ólafi Ó.
Johnson, forstjóra Ó. Johnson og
Kaaber, né Agli Ágústssyni,
framkvæmdastjóra Íslensk-
Ameríska. - gar
Verðsamráð í matvöru:
Þrír birgjar
rannsakaðir
Hin rómaða Þakkargjörðarveisla Hótel Cabin
verður haldin dagana 22. og 23. nóvember.
Í hádeginu 22. og 23. nóvember.
Föstudagskvöldið 23. nóvember.
Verð einungis: 1.850 kr
2.550 kr föstudagskvöld
Léttir djazztónar verða leiknir yfir borðhaldi
á föstudagskvöldinu.
Borðapantanir í síma 511 6030
HOTEL CABIN
ÞAKKARGJÖRÐAR
KALKÚNN
Á HÓTEL CABIN
WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
Týpa: PV70
VERÐLAUNAÐ
SJÓNVARP
189.900-
Glæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni sem
fékk nýlega hin eftirsóttu EISA verðlaun.
HDTV Ready / Upplausn1024x768 / Skerpa: 10.000:1
42” plasma
ORKA „Mér finnst þetta verulega
á mörkunum, svo ekki sé fastar
að orði kveðið,“ segir Svandís
Svavarsdóttir um samning
sveitar félagsins Ölfuss og Orku-
veitunnar, sem greint var frá í
blaðinu í gær.
Í fundargerð um samninginn,
sem fjallar um virkjanir á Hellis-
heiði og Hengilssvæðinu, skrif-
aði bæjarstjórnin að svæðið verði
„skipulagt af sveitarfélaginu til
samræmis við þær framkvæmd-
ir sem fyrirhugaðar eru“. Fyrir-
vari var settur um að byggt
skyldi á lögum um mat á
umhverfis áhrifum.
„Þetta finnst mér orka
tvímælis,“ segir Svandís, sem fer
fyrir stýrihópi um málefni REI
og Orkuveitunnar. Skipulag eigi
ekki að ákveða fyrir fram, eins
og þarna virðist vera gert, heldur
lúta lögbundnu ferli. Það sem hún
hafi heyrt um samninginn virki
illa á sig.
Siðareglur Orkuveitunnar
þurfi að öllum líkindum að herða.
„Og það gefur auga leið að það
þarf að skoða með hvaða hætti
Orkuveitan kemur fram við sína
samningsaðila,“ segir hún en býst
við því að þetta verði tekið fyrir í
stjórnsýsluúttekt á Orkuveitunni,
sem nú stendur yfir.
- kóþ
Svandís Svavarsdóttir telur samning Orkuveitu og Ölfuss vafasaman:
Skipulag lagað að framkvæmd
SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Í samningnum
var meðal annars kveðið á um að Orku-
veitan veitti sveitarfélaginu 45 milljónir
til að mæta auknu álagi á bæjarstjóra
og bæjarstjórn.
Hefur þú verslað í Fríhöfninni
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á
þessu ári?
Já 72%
Nei 28%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu byrjuð/byrjaður að kaupa
jólagjafir?
Segðu skoðun þína á visir.is.
KJÖRKASSINN