Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 8
 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR HEILL LÍTRI AF FERSKUM FRISSA FRÍSKA Hvernig getum við tryggt svo góð lífskjör á Íslandi, að ungt og framtakssamt fólk vilji vera hér um kyrrt? Hvaða áhrif hafa skattalækkanir á verðmætasköpun þjóðarinnar? Getur Ísland orðið að fjármálamiðstöð með því að lækka skatta á fyrirtæki? Geta skatttekjur ríkisins hækkað, þótt skattar lækki? Dagskrá: Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra: Setningarávarp Prófessor Arthur Laffer: The Benefits of Tax Cuts Prófessor Guðmundur Magnússon: Umsögn Spurningar og svör Ágúst Ólafur Ágústsson, varaform. Samfylkingarinnar: Lokaorð Öllum opið – ókeypis aðgangur Nánari upplýsingar: www.skattamal.is, www.sa.is Guðmundur Magnússon Ágúst Ólafur Ágútsson Árni M. Mathiesen Arthur Laffer Íslenska efnahagsundrið? Hvernig verður því haldið áfram? Hádegiserindi Samtaka atvinnulífsins og Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands með einum frægasta hagfræðingi heims, Arthur Laffer, sem Laffer-boginn er kenndur við, í Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 16. nóvember kl. 12.00 Sjálfsmyndin skiptir máli. Þú nærð aldrei að uppfylla drauma þína ef þú byrjar að drekka of snemma. Það er töff að segja nei. DÓMSMÁL „Það er viðvarandi vandamál að sakborningar mæti ekki fyrir dóm þegar á að birta þeim ákærur og þingfesta mál. En það er ekki að færast í vöxt.“ Þetta segir Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og sak- sóknari hjá lögreglustjóraemb- ættinu á höfuðborgarsvæðinu. „Stundum eru fleiri mál, heldur en í annan tíma, sem erfiðlega gengur að þingfesta af því að sak- borningar mæta ekki,“ útskýrir Jón. „Þar er miklu fremur um sveiflur að ræða heldur en fjölgun.“ Spurður hvaða úrræði séu fyrir hendi til að fá sakborninga til að mæta fyrir dóm segir Jón að í þeim tilvikum gefi dómari út handtökuskipun. Lögreglu sé þá skylt að handtaka viðkomandi og færa hann í dómsal. „Það er talsvert um að dómari grípi til þessa ráðs,“ segir Jón. Hann bætir við að þegar um minni háttar afbrot sé að ræða sé hægt að dæma í máli sakborn- ings að honum fjarstöddum. Þá gangi svokallaður útivistar- dómur. „Hafi manni verið birt fyrir- kall um það að búið sé að gefa út ákæru, hann eigi að mæta fyrir dóm og dómari telur fyrirliggj- andi gögn í málinu nægjanleg, þá getur dómari dæmt manninn, þótt hann hafi aldrei komið fyrir dóminn. En brotin mega þá ekki varða þyngri viðurlögum en sekt, upptöku eigna eða sviptingu öku- réttar.“ - jss Viðvarandi vandamál Talsvert er um að dómarar þurfi að gefa út hand- tökuskipanir á sakborninga sem mæta ekki fyrir dóm þegar birta á þeim ákærur, segir saksóknari. DÓMSTÓLAR Hægt er að dæma sakborning til refsingar að honum fjarstöddum. Brotin mega þá ekki varða þyngri viðurlögum en sekt, upptöku eigna eða sviptingu ökuréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ORKUMÁL Landsvirkjun og Þeista- reykir ehf. hafa samið við Jarð- boranir hf. um að bora fimm nýjar rannsóknarholur á Norð- austurlandi á næsta ári. Boran- irnar munu hefjast í janúar og verður borað á Kröflusvæðinu, í Bjarnarflagi og Gjástykki fyrir Landsvirkjun. Fyrir Þeistareyki verður boruð rannsóknarhola á jarðhitasvæðinu við Þeistareyki. Gert er ráð fyrir að holurnar verði allar stefnuboraðar og hver um sig verður um 2.300 metrar að dýpt. Boranirnar eru liður í könnun á stærð þessara jarðhita- svæða og miða að orkuöflun fyrir mögulega stóriðju við Húsavík. Stefnt er að því að hefja sölu á rafmagni frá háhitasvæðum á Norðausturlandi 2012-2015, segir í tilkynningu frá fyrirtækjunum. - ghs Orka á Norðausturlandi: Fimm nýjar holur boraðar ÞEISTAREYKIR Rannsóknarhola verður boruð á jarðhitasvæðinu við Þeistareyki á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN FRAKKLAND, AP Mestöll umferð járnbrautarlesta í Frakklandi var í lamasessi í gær, annan daginn í röð. Útlit var fyrir að verkfallið héldi áfram í dag eftir að starfs- menn jarðlestanna í París sam- þykktu að halda því áfram. En útlit var þó fyrir að hlé yrði síðan gert á aðgerðum eftir að Nicolas Sarkozy forseti féllst á til- boð verkalýðsfélaga um viðræður. Sarkozy lýsti því þó yfir um leið að hann myndi ekki bakka með hin umdeildu áform sín um að afnema viss sérréttindi opinberra starfs- manna. Í Þýskalandi varð einnig mikil truflun á lestarsamgöngum vegna verkfalls lestarstjóra í gær. - aa Verkföll í Frakklandi: Samgöngur enn í lamasessi ALLT STOPP Milljónir Frakka áttu í miklum erfiðleikum með að komast í og úr vinnu vegna verkfallsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JÓN H. B. SNORRASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.