Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 12
12 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Virði hávaðatakmarkanir Bæjarráð Árborgar kveðst vera jákvætt gagnvart starfsleyfi fyrir Sel- fossflugvöll en vill takmarkanir til að fyrirbyggja hávaða frá starfseminni. Slíkar takmarkanir hafi verið í gildi en ekki verið virtar. Lögð væri áhersla á að það yrði gert. SELFOSS REYKJANESBÆR „Ég tók vel í þessa hugmynd þeirra, en þetta er ennþá fyrst og fremst bara hugmynd,“ segir Eiríkur Hermannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, um áætlanir Hjálpræðishersins um að opna frístundaskóla á Miðnesheiði. Enn á eftir að bera upp formlegt erindi. „Þau eru að safna fyrir húsnæði upp frá, en ég lít á þetta sem heppilegan valkost. Í frístundaskólum bæjarfélagsins eru æfinga- gjöld fyrir eina grein hjá íþróttafélagi inni- falin. Ég lít á hugmyndir Hjálpræðishersins sem valmöguleika fyrir foreldra barna sem hafa ekki áhuga á íþróttaiðkun,“ segir Eiríkur. Leikskóli Hjallastefnunnar sem starfræktur er á Vellinum fær einnig að ráðstafa fé sem eyrnamerkt er frístundum að eigin vild. Markmið Hjálpræðishersins er að starf- rækja frístundaskóla þar sem eru færri börn á hvern starfsmann og hægt að sinna hverjum einstaklingi betur. „Þau vilja ekki skilgreina skólann sem úrræði fyrir börn með sértæk vandamál, heldur verður þetta almennur frístundaskóla og framlög bæjarins yrðu þau sömu og annars staðar. Það getur vel verið að það sé eftirspurn eftir því.“ Þetta yrði líklega í fyrsta sinn á Íslandi sem frístundaskóli yrði rekinn af trúfélagi. Eiríkur hefur litlar áhyggjur af trúarlegri tengingu heimilisins. „Hjálpræðisherinn starfar á línu Þjóðkirkj- unnar og ég sé ekkert að því. Hann setur ekki fyrir sig trú fólks, litarhátt eða kyn. Ég lít á hann sem hjálparsamtök, sem vinna sam- kvæmt kristilegu siðgæði og umburðarlyndi.“ - eb Fræðslustjóra Reykjanesbæjar líst vel á hugmynd Hjálpræðishersins um frístundaskóla: Fyrir þá sem hafa ekki áhuga á íþróttum HJÁLPRÆÐISHERINN Fólk á vegum hans vill opna frístundaskóla á Miðnesheiði. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR LÖGREGLUMÁL Íslendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi í Þórshöfn í Færeyjum vegna stóra fíkni- efnamálsins sem upp kom á Fáskrúðsfirði í september, geymdi tæp tvö kíló af fíkni efnum í skottinu á bíl sínum. Þar fann lögreglan efnin, samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. Gæsluvarðhald mannsins, sem er 24 ára, rennur út 30. nóvem- ber. Samkvæmt upplýsingum frá Berglev Brimvik, yfirmanni rannsóknardeildar lögreglunnar í Þórshöfn, verður lögð fram krafa um áframhaldandi gæslu- varðhald. Efnin sem lögreglan fann í bíl mannsins voru tæpt kíló af e- töfludufti og um það bil 800 grömm af amfetamíni, en rann- sókn málsins er að mestu lokið, að sögn Brimvik. Maðurinn er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e- töflum til landsins í september. Skúta þeirra var tekin í Fáskrúðs- fjarðarhöfn eins og kunnugt er, en á leiðinni hingað til lands kom skútan við í Færeyjum. Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki. „Þetta er langstærsta fíkniefna- mál sem upp hefur komið í Fær- eyjum,“ segir Berglev Brimvik, yfirmaður rannsóknardeildar. Fjórir sitja enn í fangelsi hér á landi vegna málsins. jss@frettabladid.is Með tvö kíló af fíkni- efnum í bílskottinu Rúmlega tvítugur Íslendingur sem situr í gæsluvarðhaldi í Færeyjum vegna Pólstjörnumálsins var tekinn með tæp tvö kíló af fíkniefnum í skottinu á bíl sínum. Rannsókninni er að mestu lokið, að sögn yfirmanns lögreglunnar. ÞÓRSHÖFN Í FÆREYJUM Rúmlega tvítugur Íslendingur situr enn í gæsluvarðhaldi í Þórshöfn vegna Pólstjörnumálsins svonefnda. Rannsókn á þætti mannsins í málinu er að mestu lokið. NORDICPHOTOS/AFP Tvítug stúlka hefur verið ákærð fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra vegna aksturs undir áhrifum amfet- amíns. Hún gat ekki stjórnað bifreið- inni örugglega. Lögregla stöðvaði för hennar. LÖGREGLUMÁL Ók undir áhrifum amfetamíns GIRNILEGIR VEISLUBAKKAR MEÐ LITLUM FYRIRVARA 5554 6999 | www.jumbo.is BLANDAÐUR BAKKI 3.580 kr. SAMLOKU- BAKKI 2.890 kr. TORTILLA & PÓLARBRAUÐ 3.480 kr. FONDU SÚKKULAÐIBAKKI 2.950 kr. 32 BITAR 10 MANNS 36 BITAR 36 BITAR Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu Engin útborgun, engin fjárbinding, aðeins mánaðarlegar greiðslur. TASKI Swingo 1250 B RV U N IQ U E 10 07 01 Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B TASKI swingo gólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV ERKIKLERKS MINNST Íraskur maður kyssir gröf erkiklerksins Mohammeds Sadiq Al-Sadr í borginni Najaf, sem er heilög í hugum sjía-múslima. Fylgismenn hans komu saman í Najaf í gær til að minnast þess að átta ár voru liðin frá því að hann var myrtur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.