Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 22

Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 22
22 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR taekni@frettabladid.is TÆKNIHEIMURINN Vefurinn: FlickrVision Skoðaðu á korti hvaða myndir fólk er að senda inn á Flickr- ljósmyndavefinn og hvaðan í heiminum þær koma. www.flickrvision.com Uppfærsla fyrir Tiger-notendur Þó að ný útgáfa stýrikerfisins Mac OS X, Leopard, sé komin út hefur Apple ekki gleymt þeim sem ákváðu að kaupa nýja stýrikerfið ekki. Á miðvikudaginn gaf fyrirtækið út uppfærslu fyrir eldri útgáfu Mac OS X, Tiger, sem inniheldur meðal annars vafrann Safari 3, betri stuðning við utanáliggjandi USB-drif og nýjustu öryggisuppfærslurnar. YouTube eykur gæðin Myndbönd á YouTube-vefnum fræga verður brátt hægt að horfa á í hærri upp- lausn. Einn stofnenda fyrirtækisins, Steve Chen, staðfesti þetta á NewTeeVee- ráðstefnunni í San Francisco í Bandaríkjunum á miðvikudag. Til að byrja með mun vefurinn nema hraða nettengingar notandans og bjóða þeim myndbönd í hærri upplausn sem ráða við að streyma þeim yfir netið. Veiða regnboga í gildru Vísindamenn við Surrey-háskóla í Bretlandi hafa fundið leið til að stöðva ljósgeisla inni í efni sem aðskilur ljósgeislann í grunnliti sína — og búa þannig til regnboga sem veiddur hefur verið í gildru. Til þess að stöðva ljósið nota þeir sérstakt efni sem hefur neikvæðan ljósbrotsstuðul. Það þýðir að í stað þess að ljósið ferðist á nokkurn veginn sama hraða í gegnum efnið hægir það stöðugt á sér þangað til það stöðvast. PlayStation 3 selst betur eftir verðlækkun Sala á PlayStation 3 leikjatölvunni í Bandaríkjunum hefur rúmlega tvöfaldast eftir að útsöluverð tölvunnar var lækkað um sem samsvarar sex þúsund krónum. Eftir að verðið lækkaði18. október hefur vikuleg sala náð yfir hundrað þúsund eintök samkvæmt Sony, sem framleiðir tölvuna. Engin leikjatölva frá Nin- tendo getur verið án við- eigandi Mario-leiks og Wii er engin undantekning. Nýjasti kaflinn í sögunni um feita ítalska píparann og ævintýri hans kemur út í Evrópu í dag, og hefur hann hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda. Tölvuleikirnir um Mario eru meðal þeirra vinsælustu í heimi, og hafa verið það síðan fyrsti leikurinn fyrir sjónvarpsleikjatölvu kom út árið 1983. Grunnurinn í leikjunum hefur haldist nokkurn veginn sá sami í þessi 24 ár — Mario reynir að ná prinsessunni úr klóm Bowser með því að leysa þrautir og drepa óvini á leiðinni — en í hverjum leik hefur einhverju nýju verið bætt við. Í Super Mario Galaxy er mark- miðið hið sama og venjulega en nú fer leikurinn fram í geimnum. Mario leysir hverja þrautina af annarri á leið sinni gegnum stjörnu- þokur og sólkerfi, og þarf til þess meðal annars að nýta sér mismun- andi þyngdarafl pláneta. Mario er stjórnað með stýripinn- anum á Nunchuk-viðbót Wii-fjar- stýringarinnar, og er hægt að láta hann gera sérstakar hreyfingar með því að hrista sjálfa fjarstýr- inguna. Tveir geta spilað leikinn saman, þannig að annar stýrir Mario en hinn kastar stjörnum í óvini með því að benda á þær á skjánum. Leikurinn var fyrst sýndur á E3- leikjaráðstefnunni í fyrra og hlaut mikla athygli sýningargesta. Tölvu- verslanir í Japan pöntuðu sjö hundruð þúsund eintök af leiknum nokkrum mánuðum fyrir útgáfu- dag, og fjögur hundruð þúsund leikjaunnendur tóku leikinn frá í verslunum GameStop í Bandaríkj- unum löngu áður en hann kom út. Síðan hann kom út í Bandaríkjun- um fyrir nokkrum dögum hafa gagnrýnendur tekið Super Mario Galaxy fagnandi og gefið honum einkunnir sem hafa sjaldan sést áður. Vefurinn Gamerankings.com tekur saman leikjagagnrýni margra mismunandi tölvuleikjablaða og - vefja, og er meðaleinkunn Super Mario Galaxy 97,5 prósent úr 24 leikjadómum þegar þetta er skrifað. Hann situr í öðru sæti yfir leiki með hæstu meðaleinkunn allra tíma, einum tíunda úr prósenti á eftir The Legend of Zelda: Occarina of Time. salvar@frettabladid.is Stjörnum prýddur Mario SUPER MARIO GALAXY Í leiknum ferðast píparinn knái um stjörnuþokur og sólkerfi í leit að prinsessunni, sem Bowser hefur rænt. Sautján ára gamall Hollendingur hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa stolið sýndarhúsgögn- um úr herbergi í tölvuleiknum Habbo Hotel. Þó að húsgögnin séu óáþreifanleg eru þau metin á um 350 þúsund krónur. Fimm fimmtán ára drengir hafa einnig verið yfirheyrðir vegna málsins, en þeir eru grun- aðir um að hafa flutt húsgögnin yfir í sín eigin herbergi í leikn- um. Á fréttavef BBC segir tals- maður Sulake, fyrirtækisins sem gerir leikinn, að hinir grunuðu hafi platað fórnarlambið til að gefa upp lykilorðið sitt og notað það til að stela öllu steini léttara úr herbergi þess í leiknum. „Þetta er þjófnaður því húsgögnin eru keypt með alvöru peningum.“ - sþs Einn handtekinn og fimm yfirheyrðir í Hollandi: Stálu sýndarhús- gögnum í tölvuleik Skortur er á starfsfólki í upplýsingatæknigeiranum. Fjall- að verður um vandann á ráðstefnu Skýrslutæknifélags Íslands, sem nefnist Hugbúnaðargerð á krossgötum, næsta þriðjudag. Sturla Hreinsson, starfsmannastjóri Nýherja, segir erfiðara en áður að finna fólk í sérfræði- störf hjá fyrirtækinu. „Já, við höfum fundið fyrir þessum skorti, því er ekki að leyna. Það tekur töluvert lengri tíma að finna fólk en fyrir tveimur árum. Samkeppnin er greinilega hörð um fólkið sem er með þessa tilteknu menntun og þjálfun sem við erum að leita að.“ Spurður hver sú menntun sé segir Sturla starfsfólk vanta í nær alla flóruna. „Við erum að ráða fólk með þekkingu á rekstri tölvukerfa, símkerfum, netkerfum og fleira. Fólkið sem sinnir þessum störfum hefur marg- víslegan bakgrunn; rafeindavirkjun, verkfræði, tölvunar- fræði, allt frá því að vera með iðnmenntun og upp í hærri háskólagráður.“ En hvers vegna ætli þessi mannekla sé í atvinnugeira sem hingað til hefur verið þekktur fyrir tiltölulega góð laun? „Ætli við getum ekki sagt að það sé svo margt annað spennandi í boði núna sem var kannski ekki komið til um aldamótin þegar ástandið var betra. Vöxturinn í fjár- málageiranum er mannfrekur og hefur tekið stóran hluta af verkfræði- og viðskipta- fræðimenntuðu fólki. Vöxtur í atvinnulífinu tekur til sín fólk og vel menntað fólk er eftirsótt.“ Hann segir Nýherja ekki hafa þurft að fresta verkefnum vegna skorts á starfsfólki. „Ég myndi frekar segja að það starfsfólk sem við höfum hafi lagt harðar að sér við að leysa þau verkefni sem við erum að glíma við hverju sinni. Við höfum sem betur fer ekki þurft að fresta áformum vegna manneklu og munum ekki gera það.“ TÆKNISPJALL: SKORTUR Á STARFSFÓLKI Í UPPLÝSINGATÆKNIGEIRANUM Hart barist um fólk með rétta menntun Miele CAT&DOG Ryksuga fyrir kröfuharða gæludýraeigendur AFSLÁTTUR 20% Tilboðsverð: Kr. 30.720 Miele CAT&DOG 5000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.