Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 24
24 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 527 7.326 -1,53% Velta: 6.924 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,30 -2,65% ... Bakkavör 59,00 -1,34% ... Eimskipafélagið 38,75 -1,15% ... Exista 29,60 -2,31% ... FL Group 22,15 -1,56% ... Glitnir 25,85 -1,34% ... Icelandair 24,25 +0,21% ... Kaupþing 983,00 -1,70% ... Landsbankinn 39,50 -1,25% ... Straumur-Burðarás 17,15 -1,44% ... Össur 101,00 -1,94% ... Teymi 6,48 -6,48% MESTA HÆKKUN 365 1,61% ICELANDAIR 0,21% EIK BANKI 0,16% MESTA LÆKKUN FØROYA BANKI 2,93% ATLANTIC PETROL. 2,87% ATORKA 2,65% Forráðamenn Stillu og tengdra félaga, sem eiga um þriðung í Vinnslustöð Vestmannaeyja (VSV), hafa beðið um hluthafa- fund í VSV. Í yfirlýsingu stjórnar VSV kemur fram að forráðamenn Stillu óski meðal annars eftir rannsókn á viðskiptum félagsins og einstakra stjórnenda, samn- ingum við fyrirtæki og viðskipta- banka. Forráðamenn Stillu eru á móti afskráningu VSV úr Kauphöll Íslands sem samþykkt var með 60 prósentum hlutafjár á hluthafa- fundi fyrir helgi. Forsvarsmenn Eyjamanna, sem eiga rétt rúman helming í VSV, gagnrýna að fundar- beiðnin hafi ekki náð til allra stjórnarmanna VSV áður en hún var komin til fjölmiðla. „Augljóst er að aðstandendur erindisins birta það á þennan hátt í þeim til- gangi að gera stjórnendur og meirihlutaeigendur Vinnslu- stöðvar innar tortryggilega með tilhæfulausum dylgjum sem felast í bréfinu til stjórnar félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að erindi Stillu verði tekið fyrir í stjórn VSV „og því verður síðan svarað á réttum vettvangi“. Hróbjartur Jónatansson, lög- maður Stillu, segir stjórn VSV hafa fjórtán daga til að boða til fundarins. „En það getur margt gerst í viðskiptum á hálfum mán- uði,“ segir hann. - óká Vilja nýjan hluthafafund Stjórn Skipta, sem keypti Landssíma Íslands af ríkinu í ágúst 2005, hefur óskað eftir því við fjármálaráðu- neytið að fresta skráningu félagsins í Kauphöll Íslands fram yfir áramót. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir beiðnina til skoðunar. Tekin verði afstaða til málsins eins fljótt og kostur er. Samkvæmt kaupsamn- ingi átti að skrá Símann í kauphöll- ina fyrir áramót og selja þrjátíu prósent til almennings og annarra fjárfesta. Pétur Þ. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Skipta, segir félagið búið að gera óbindandi tilboð í tæpan helmings- hlut í slóvenska símafyrirtækið Telekom Slovenije. Ekki verði ljóst fyrr en í árslok hvort af þessum kaupum verði. Þetta skapi ákveðna óvissu sem stjórnendur Kauphallar- innar hafa vakið athygli á. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir það í þágu markaðarins og fjárfesta að fresta söluferlinu fram yfir ára- mótin. Slóvenska símafélagið sé stórt og hyggilegt að niðurstaðan liggi fyrir þegar hafin verði við- skipti með hlutabréf Skiptis. Þá muni fjárfestar hafa góða mynd af stöðu félagsins og framtíðar- myndin verði skýrari. Þetta séu sömu áherslur og viðhafðar séu við skráningu allra annarra félaga í Kauphöll. Í fréttatilkynningu frá Skipti segir að Kauphöllin hafi lýst efa- semdum sínum um að haldið verði áfram með skráningu Skipta á markað á meðan óvissa ríki í rekstri félagsins og framtíðar- horfum. „Fyrir liggur, að vegna ákvæða í samkomulagi við sló- venska ríkið, er Skiptum hf. og ráðgjöfum þess óheimilt að upp- lýsa um hvaðeina sem varðar möguleg kaup á Telekom Slovenije, þar með talið nánari upplýsingar úr rekstri félagsins, sem ekki hafa þegar verið gerðar opinberar,“ segir í tilkynningunni. Þetta geti verið bagalegt fyrir fjárfesta sem hyggist leggja mat á verðmæti hlutabréfa félagsins. bjorgvin@frettabladid.is Vilja fresta skráningu Símans fram yfir áramótin HREPPTU SÍMANN Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Gildis, Þorgeir Eyjólfsson, hjá Lífeyrissjóði VR, og Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, fagna því að hafa átt hæsta tilboð í Símann í júlí 2005. Þeir voru í forsvari fyrir stærstu hluthafana í gamla ríkisfyrirtækinu ásamt Kaupþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Uppstokkun varð á eignarhalds- félaginu Runnum ehf., fjórða stærsta hluthafa í 365 í gær, og skiptu bréf í Teymi og 365 um hendur í kjölfarið. Runnar skipt- ast eftir þetta í Runna og fjögur óstofnuð félög. Ekkert liggur fyrir um ástæðu uppstokkunarinnar að öðru leyti en því að hún hafi lengi staðið fyrir dyrum og fær hver aðili bréf í félögum Runna í sam- ræmi við eignahlut sinn. Að Runnum stóðu félög í eigu Magnúsar Ármanns, Þorsteins Jónssonar og Kevins Stanford, Bygg Invest og Primus ehf., sem er í eigu Hannesar Smárasonar. - jab Stokka bréfin upp „Það er óeðlilegt að gefa ekki þennan kost,“ segir Gísli Tryggvason, tals- maður neytenda, um að ekki sé hægt að gera ráð fyrir verðbólgu í íbúða- lánareiknivél Kaupþings. Í reiknivélum annarra banka er hægt að gera ráð fyrir verðbólgu. Tólf mánaða verðbólga er nú 5,2 prósent. Við endurgreiðslu og mat á heildarkostnaði af verð- tryggðu láni til áratuga getur munað mjög miklu um verð- bólguna. „Við gerum þetta til þess að gera viðskiptavinum kleift að meta áhrif verðbólgunnar á lánin,“ segir Kristinn Óskarsson, framkvæmda- stjóri útibúasviðs Glitnis, en á vef bankans er hægt að gera ráð fyrir verðbólgu þegar lán er reiknað út. Friðrik Halldórsson, framkvæmdastjóri við- skiptasviðs Kaupþings, segir hins vegar að mynd- in sem fólk fái af endur- greiðslum skekkist sé gert ráð fyrir verðbólgu við útreikning lána. „Þá haldast verðbólga og laun nokkurn veginn í hendur. Það eru engar líkur á því að það verði einhver föst verðbólga út allan lánstím- ann,“ segir Friðrik og bætir því við að það sé vandasamt að finna hver sé besta leiðin í þessum efnum. Um ummæli talsmanns neytenda segir hann að Kaupþing muni skoða málið. - ikh Óeðlilegt að sleppa verðbólgunni Stærri en Síminn Skipti hf. eru þátttakandi í sölu- ferli á hlut í slóvenska símanum, Telekom Slovenije. Til stendur að selja 49,13 prósenta hlut í félag- inu í þessari umferð til kjölfestu- fjárfestis, sem mun í kjölfarið þurfa að gera öðrum hluthöfum í félaginu yfirtökutilboð, að undanskildu slóvenska ríkinu sem halda mun eftir 25 pró- senta hlut. Samtals er því um að ræða allt að 75 prósenta hlut í Telekom Slovenije. Ekki verður ljóst fyrr en í árslok hvort af kaupum Skipta verður. Telekom Slovenije er skráð í kauphöllina í Slóveníu og hjá því starfa um 2.200 starfsmenn. Markaðsvirði félagsins í fyrra- dag var rúmir 2,5 milljarðar evra. Það jafngildir um 220 milljörðum íslenskra króna. Miðað við þetta verð kostar helmingshlutur um 110 milljarða króna og 75 pró- sent í fyrirtækinu rúma 165 milljarða króna. Til saman- burðar greiddi Skipti 66,7 milljarða fyrir Lands- síma Íslands árið 2005. - bg GÍSLI TRYGGVASON Bláminn á braut Á haustráðstefnu Matís um ný tækifæri í mat- vælarannsóknum sem fram fór í gær var Stefán Pálsson sagnfræðingur fundarstjóri, sá hinn sami og getið hefur sér gott orð fyrir vasklega framgöngu í þágu friðar og fyrir að semja spurn- ingar og dæma í Spurningakeppni framhalds- skólann. Við fundarsetningu sagðist hann enda ekki mikið þekkja til launhelga matvælavís- indanna, utan að þar starfaði fólk með megnustu andúð á bláum lit og bláum matvæl- um. „Einu sinni var smartísinn blár. Matvælamenn komust í það og breyttu. Svo var einu sinni hægt að fá bláan Opal, einu fíkniefnin sem voru í almennri sölu án nokkurra aldurstakmarkana. Það var líka stoppað,“ sagði hann og kvað helstu framfarir matvælavísinda hafa orðið til að ýta ástsælum vörum út af markaði. „En hér sýnist mér fólk framsæknara og ekki talað um að banna neitt,“ bætti hann við. Að stækka eða ekki Álver Alcan/Rio Tinto í Straumsvík breytti skipuriti sínu um síðustu mánaðamót. Það vekur athygli að þar er enn að finna sérstakt stækkunarsvið. Rannveig Rist, forstjóri álversins, hefur sagt að stækkunaráform fyrirtækisins séu í uppnámi, en forstjórar orkufyrirtækja hafa verið með yfirlýsingar um takmarkaða orkusölu þangað. Hermt er að starfsmenn stækk- unarsviðsins velti því fyrir sér daglega hvort þeir þurfi að mæta til vinnu næsta morgun. Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTARNorthern Travel Holding hefur keypt allt hlutafé í flugfélaginu Astraeus Limited. Fyrir kaupin átti Northern Travel 51 prósent af hlutafé félagsins, en á það nú að fullu. Northern Travel Holding er eignarhaldsfélag í eigu Fons, FL Group og Sunds. Fimmti stærsti hluthafi AMR, móður- félags American Airlines, leggst á árar með FL Group í frétt Bloomberg í gær og vill skilja vildarklúbb félagsins frá öðrum rekstri. Haft er eftir Morgan Stanley að vildarklúbburinn kunni að vera 5,7 milljarða dala virði, nærri jafnverðmætur flugfélaginu. Breski stórbankinn Barclays upplýsti í gær að tap vegna amerískra undirmáls- lána væri heldur minna en spáð hafði verið, ekki nema 1,3 milljarðar punda, eða tæplega 161 milljarður króna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.