Fréttablaðið - 16.11.2007, Qupperneq 28
greinar@frettabladid.is
Ástkæra ylhýra máliðog allri rödd fegra!
Svo kvað Jónas Hallgrímsson, og
sá sem les kvæði hans þarf ekki að
efast um að íslenskt mál sé fagurt.
Málið er orðauðugt og blæbrigða-
ríkt, og það á sér merka ritmáls-
hefð sem gefur því dýpri hljóm.
Tungan er auðvitað umfram allt
merkileg og fögur fyrir okkur sem
eigum hana að móðurmáli, og
margt fólk sem kynnist henni sem
erlendu máli er sama sinnis. En
tungumálin eru ekki í fegurðar-
samkeppni. Jónas er að tala um
hvernig íslensk rödd getur hljómað
í eyrum þess sem ann henni.
Umræður um stöðu tungunnar á
þessu hausti hafa borið keim af
þeim uppþotum sem öðru hverju
verða í fjölmiðlaumræðu okkar. Þá
er stutt í einfaldanir og heimsenda-
spár. Svo er málið tekið af dagskrá.
En íslensk tunga er verðugt
umhugsunar- og umræðuefni á
öllum tímum. Nokkrar spurningar
leita á hugann þegar málið ber á
góma: Er tungunni hætta búin, og
ef svo er, er það þá lífshætta? Eru
breytingar tungunni hættulegar
eða etv. óhjákvæmilegar og jafnvel
til góðs? Getum við gert eitthvað
til að tryggja að íslensk tunga verði
áfram öflugt og alhliða tæki til
tjáningar og vaxandi fjársjóður
listar og sögu, eins og hún hefur
lengi verið, megnug að verða allri
rödd fegri í eyrum hlustanda?
Allt er í heiminum hverfult og
stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt, langt
fram á horfinni öld
Svo kvað Jónas fyrir rösklega
170 árum. Þá var tungan talin í
hættu, og hættumerkin voru
reyndar augljós. Þjóðin var fátæk
og tungutak margra fátæklegt og
dönskuskotið. Sjálfur var Jónas því
sem næst tvítyngdur. Danskan sem
hann skrifar í bréfum og skýrslum
er enn lifandi mál, og hann orti
fullgild ljóð á dönsku. Dönsku-
kunnáttan kom ekki í veg fyrir að
Jónas legði manna drýgstan skerf
til að endurnýja íslenskt ritmál,
ekki fremur en málakunnátta Hall-
dórs Laxness og fjölmargra ann-
arra síðari manna hindraði þá í
sköpun tungunnar.
Þarf að skapa lifandi íslensku?
Er hún þá dauð? Þetta er mergur
málsins: Tungumál sem ekki er
verið að skapa með því að nota það,
tjá nýjar hugmyndir og tilfinningar,
gefa gömlu nýjan búning, bregðast
við nýjum aðstæðum og tengja við
gamlar, slíkt tungumál deyr.
Það er svo bágt að standa í stað,
og mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak ellegar
nokkuð á leið
Tungan er að breytast og hlýtur
að gera það á breytingatímum. Á
gullöld íslenskra bókmennta, tólftu
og þrettándu öld, einfaldaðist og
breyttist sérhljóðakerfi íslensku
til muna, og orðaforðinn breyttist
vegna ytri áhrifa, en þetta gekk
ekki af tungunni dauðri; þvert á
móti urðu þá til bókmenntir sem
enn lifa. Ætli það hafi ekki einmitt
verið sá sköpunarmáttur, sem
leystist úr læðingi á breytingatím-
um, sem gaf tungunni og þjóðinni
þrótt til að lifa af erfiða tíma sem í
hönd fóru?
Íslensku stafar ekki ógn af
erlendum málum ef við sem höfum
drukkið hana í okkur með móður-
mjólkinni leggjum okkur fram um
að rækta hana í sjálfum okkur,
kappkostum að nota hana vel og
sýna henni virðingu. Við þurfum að
eiga metnað fyrir hennar hönd.
Margt kemur af sjálfu sér, en
annað þarf árvekni við. Þess vegna
eru rannsóknir á tungunni nauð-
synlegar. Við þurfum að þekkja
hana út í æsar. Við þurfum líka að
leggja rækt við að kenna hana,
bæði sem móðurmál og annað mál.
Það er hlægileg hugsunarvilla að
halda að Íslendingar yrðu gjald-
gengari í veröldinni ef þeir leyfðu
tungu sinni og menningu að verða
hornkerling heima fyrir.
Veit þá engi að eyjan hvíta
á sér enn vor, ef fólkið þorir
Íslenskt þjóðlíf einkennist nú af
fjöri fólks sem þorir. Ekki af því að
það hafi svo mikið þor í erfðavísun-
um, heldur af sérstökum – að hluta
tilviljanakenndum – aðstæðum sem
hér hafa skapast. Þeim sem mesta
trú hafa á víkingseðlinu mætti
benda á að ekki eru nema tvö
hundruð ár síðan Íslendingar voru
alræmdir fyrir deyfð og framtaks-
leysi, sljóleika og andóf gegn
breytingum. Brýningar Jónasar
voru viðbragð við þeirri deyfð. Nú
er öldin önnur, og nýjungagirninni
og dirfskunni mætti stilla betur í
hóf. En öllu skiptir að gleyma ekki
upprunanum og varðveita þann
fjársjóð sem menning og tunga eru.
Við verðum að þora að vera Íslend-
ingar og skilja að dauði tungu og
menningar yrði slys í heimi nútím-
ans. Hvert sinn sem tunga hverfur
verður mannkynið fátækara, þeir
sem áttu hana örsnauðir.
Margir hafa á orði um þessar
mundir að einatt sé hraksmánar-
lega farið með íslenska tungu í
ræðu og riti. Það er dagsatt. Samt
er hægt að færa gild rök fyrir því
að íslenska sé nú öflugra mál og líf-
vænlegra en nokkru sinni fyrr. Hún
hefur reynst fær um að laga sig að
ótrúlegum og skjótum breytingum
mannlífsins og leggja undir sig ný
svið. Þótt margir beygi vitlaust,
sletti og noti framandlega orðskip-
an eru líka margir sem tala og rita
gott og fjölbreytilegt mál. Gleym-
um ekki að oft er skapandi kraftur í
ögrandi og óreglulegu málfari
æskufólks. Vandað ritmál er oft
fjarlægt töluðu máli, og þar hafa
rithöfundar verk að vinna, sem ég
held að þeim takist oft vel, að endur-
nýja ritmálið með krafti og fjöl-
breytileika talaðs máls.
siglir særokinn,
sólbitinn slær,
stjörnuskininn stritar
Sjósókn og annað strit var lengi
forsenda lífs í landinu. Sjósókn
fylgir áhætta en líka ávinningur.
Við sækjum nú á framandi menn-
ingarmið sem aldrei fyrr.
Einhverjar fórnir kann það að
kosta, en ávinningurinn er meiri,
aflinn tryggir framtíð lifandi menn-
ingar. Íslensk menning og tunga
geta átt bjarta framtíð, en hún verð-
ur ekki til af sjálfu sér. Þessum
bjartsýnisorðum er ekki ætlað að
ýta undir andvaraleysi, hvetja til
að látið sé reka á reiðanum. Íslenskt
samfélag og íslensk tunga eru nú í
straumiðu örra breytinga, jafnvel í
brimgarði. Við verðum að stýra og
taka á saman. Dirfska sjómannanna
sem reru gegnum brimgarðinn var
ekki fífldirfska heldur hnitmiðað
samhæft átak. En launin, þegar að
landi var komið, voru lífið sjálft.
Höfundur er forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum.
Í minningu Jónasar
Margir hafa á orði um þessar
mundir að einatt sé hrak-
smánarlega farið með íslenska
tungu í ræðu og riti. Það er
dagsatt. Samt er hægt að færa
gild rök fyrir því að íslenska sé
nú öflugra mál og lífvænlegra
en nokkru sinni fyrr.
Á
ég að syngja Íslenska tungu?“ spurði leikskólanemi á
fimmta ári í vikunni. Hann beið ekki boðanna heldur
hóf upp raust sína og söng allt fyrsta erindi Vísna
Íslendinga, eða Hvað er svo glatt … Seinna upplýsti
pilturinn að Íslensk tunga væri eftir gamlan mann
sem héti Jónas og væri dáinn.
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag og minning
Jónasar Hallgrímssonar heiðruð í tilefni þess að tvö hundruð ár
eru liðin frá fæðingu hans.
Þeir eru áreiðanlega margir leik- og grunnskólanemarnir sem
undanfarna daga hafa kynnst ljóðum og sögum Jónasar Hall-
grímssonar í fyrsta sinn eða rifjað upp kynni sín af þeim. Þetta
starf er ánægjulegt fyrir alla sem að því koma.
Á degi íslenskrar tungu er hvort tveggja gert að líta um öxl og
horfa fram á veginn. Hvernig höfum við umgengist móðurmálið
okkar? Hver er staða íslenskunnar á árinu 2007 og hvernig er lík-
legt að henni muni heilsast eftir tíu ár, eða fimmtíu? Hvað getum
við og viljum gera til að hafa áhrif á þróun íslenskunnar?
Þessum spurningum verður áreiðanlega víða velt upp í dag og
svörin verða margbreytileg.
Ljóst er að skólar gegna lykilhlutverki, og stöðugt vaxandi,
í þroska móðurmáls hvers barns og miðlun menningararfsins.
Hugtakið móðurmál vísar vissulega til þess að málið er numið
af móður og vitanlega einnig föður. Hitt er staðreynd að leik-
skólinn gegnir sífellt veigameira hlutverki við örvun málþroska
ungra barna.
Ekki þýðir annað en að horfast í augu við að upplestur og
söngur er ekki lengur það sem fólk styttir sér stundir við á
heimilum á 21. öldinni. Sjónvarp hefur tekið við af útvarpi, sem
áður tók við af húslestri og söng. Það er því orðið verkefni skól-
anna að kynna menningararfinn fyrir æskunni; ljóðin og lögin,
fyrir utan lesturinn, ritunina og allar aðrar hliðar á formlegu og
óformlegu móðurmálsnámi.
Allt ber að sama brunni. Það verður að gefa verulega í þegar
kemur að íslenskukennslu. Allir kennarar eru móðurmáls-
kennarar, og er þá ekki síst átt við leikskólakennara. Því verður
móðurmálsnám að skipa veglegan sess í öllu kennaranámi. Áform
um að draga úr móðurmálsnámi í Kennaraháskóla Íslands verða
vonandi að engu. Nær væri að auka það.
Góð íslenskukennsla barna og unglinga skiptir sköpum. Þar
er bæði átt við miðlun menningararfsins og kennslu til aukins
skilnings á formgerð málsins. Á þeirri þekkingu byggist nám í
erlendum málum. Því má ekki gleyma þegar rætt er um mikil-
vægi kunnáttu í erlendum tungumálum.
Loks er ljóst að verk er fyrir höndum að kenna með markvissum
hætti erlendu fólki sem hér er að setjast að íslensku. Það er lykill
þess að samfélaginu.
Enn í dag njótum við kvæða Jónasar Hallgrímssonar. Full
ástæða er einnig til að tileinka sér ástríðu hans fyrir íslenskri
tungu og þá baráttugleði og sköpun sem hann viðhafði henni til
varnar.
Móðurmálið í
höndum kennara