Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 38

Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 38
BLS. 4 | sirkus | 16. NÓVEMBER 2007 Hönnunarþríeykið Dotdesign, sem er skipað þeim Frosta Gnarr Gunnarsyni, Högna Val Högna- syni og Brynjari Sigurðssyni, er að gera góða hluti. Veskjalína sem strákarnir hönnuðu fyrir bandaríska fyrirtækið Timo Wallets kom í verslunina Kronkron á dögunum. Veskin verða einnig seld í stórborgunum New York, Amsterdam og Tókýó. „Við erum allir á öðru ári í graf- ískri hönnun í Listaháskóla Íslands og höfum unnið mikið saman. Okkur langaði að ganga skrefinu lengra í samstarfinu og stofnuðum hönnunarfyrirtækið Dotdesign í lok sumarsins,“ segir Frosti Gnarr, en Frosti er fóstur- sonur leikarans góðkunna Jón Gnarrs og sonur Jógu töfra- nuddara. Dotdesign er hugsuð sem lítil aug- lýsingastofa sem sinnir skapandi við- skiptavinum. Þeir félagarnir hafa meðal annars unnið fyrir tónlistarmenn og fatahönnuði auk þess sem þeir hafa starfað sem hönnunarteymi fyrir RÚV. „Við vorum í verk- efnaleit þegar okkur varð hugsað til vinar okkar í New York, Timo Weiland, en hann rekur fyrirtæk- ið Timo Wallets. Við höfðum samband við Timo og hann fól okkur það verkefni að hanna lógó fyrir fyrirtækið,” segir Frosti um tildrög samstarfsins við Timo. Frosti kynntist Timo fyrir tilviljun árið 2004 í Kaup- mannahöfn og hefur haldið sam- bandi við hann síðan. Auk fyrir- tækjarekstursins starfar Timo sem viðskiptaráðgjáfi hjá bank- anum Deutsche Bank í New York. Timo Wallets sérhæfir sig í fylgi- hlutum eins og nafnið gefur til kynna og hefur mest selt á sölu- sýningum þar ytra með góðum árangri. „Timo var mjög ánægð- ur með lógóið sem við hönnuð- um fyrir hann og í kjölfarið bað hann okkur um að hanna heila veskjalínu fyrir sig. Við unnum með andlitsteikningar á óhefð- bundinn hátt út frá andlitsmynd- um af okkur sjálfum og vinum okkar,“ segir Frosti um veskjalín- una sem er afar fjölbreytt og lit- rík þannig að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. bergthora@frettabladid.is FROSTI GNARR OG FÉLAGAR HANNA FYRIR TIMO WALLETS REYKJAVÍK, NEW YORK, AMSTERDAM OG TÓKÝÓ „Jón Gnarr er fósturpabbi minn og hefur gengið mér í föðurstað. Mig langaði að breyta föðurnafninu mínu á sínum tíma en það var ekki leyfilegt og því tók ég upp Gnarr- nafnið.” Frosti Gnarr, Timo, Brynjar og Högni. Nældu þér í eintak Li st in n g ild ir 1 6 -2 3. n ó ve m b er 2 00 7 VINSÆLASTA TÓNLISTIN Skífulistinn er samantekt af mest seldu titlum í Skífunni og verslunum BT út um allt land. A N Lækkar frá síðustu viku Hækkar frá síðustu viku Stendur í staðNýtt á listaAftur á lista Mugiboogie Mugison Tímarnir okkar Sprengjuhöllin Vivere: Best Of Bocelli CD+DVD Andrea Bocelli Long Road Out Of Eden Eagles Vivere:Best Of Bocelli Andrea Bocelli Ferðasót Hjálmar Pictures Katie Melua Allt fyrir ástina Páll Óskar 1987-2007 2CD+DVD Nýdönsk Ég skemmti mér um jólin Guðrún og Friðrik 100 Íslensk barnalög Ýmsir Hold er mold Megas og Senuþj. Hvarf/Heima 2CD Sigur Rós Sticky Situation Bloodgroup The Hope Sign Human Child/Mannab. 2CD SE Eivör Complete Clapton Eric Clapton Síðasta vetrardag CD+DVD Síðan skein sól Bara Hara Hara Benny Crespo´s Gang Benny Crespo´s Gang 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 N N N N Mýrin Harry Potter & the order of Ph. Die Hard 4 Desperate Housewives 3 Deck The Halls Skoppa og Skrítla í Þjóðleikh. Köld Slóð Fantastic Four (2Disc) Family Guy Sería 6 Ocean´s Thirteen Spiderman 3 (2Disc) Simpsons Sería 10 Latibær 5 Arthur og Minimóarnir Latibær Shortbus Fóstbræður Sería 2 Live of Others Fóstbræður Sería 1 Sigtið Sería 2 (3Disc) 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Call Of Duty 4 : Modern Warfare Simpsons The Game Assassins Creed Football Manager 2008 Hellgate London Sims 2 Teen Style Stuff Pro Evolution Soccer 2008 Gears of War Glói Geimvera 1&2 Witcher VINSÆLUSTU DVD VINSÆLUSTU LEIKIRNIR N N N N VESKI EFTIR FROSTA GNARR Það fæst í Kronkron MYND/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.