Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 40
BLS. 6 | sirkus | 16. NÓVEMBER 2007
„Ég er veikust fyrir kjólum og hælaskóm. Ef aðstæður
og veður leyfðu, væri ég í fallegum kjólum og háum
hælum alla daga vikunnar,“ Segir Erna Berg-
mann Björnsdóttir sem myndi sóma sér vel í
1001 nótt. Erna er á öðru ári í fatahönnun við
Listaháskóla Íslands og vinnur meðfram
náminu í Kronkron, einni flottustu fata-
búð landsins. „Ég var búin að velta því
lengi fyrir mér að læra fatahönnun áður
en ég lét af því verða að sækja um í Lista-
háskólanum. Áhugasvið mitt liggur að
miklu leyti í tískuheiminum og ég hef
unnið í kringum föt í nokkur ár. Það
gaf því gaf augaleið að þetta væri nám
fyrir mig. Ég hvet alla þá sem hafa
bakteríuna að sækja um í fatahönnun,
það á enginn eftir að sjá eftir því. Þetta
er skemmtilegt og krefjandi nám,“ segir
Erna um nám sitt í Listaháskólanum.
Erna hefur einnig gert garðinn frægan
sem plötusnúður í tvíeykinu „Ellen og
Erna“ en þær stöllur, hún og Ellen Lofts-
dóttir, voru með sjónvarpsþáttinn Bak við
böndin, sem sýndur var á Sirkus árið 2006.
„Ég og Ellen vorum sjúklega heitir og hressir
diskótekarar á tímabili, en duttum úr tísku,“
segir Erna og hlær við þegar hún er spurð út í
ferilinn á skjánum.
Erna vekur víða athygli fyrir óvenjulegan og
skemmtilegan klæðaburð. Sjálf lýsir hún fatastíl sínum sem til-
raunakenndum kvenlegum stíl í öllum litum regnbogans, sem
einkennist af andstæðum og klassík en er á sama tíma töff.
Sirkus lék forvitni á að vita hvar Erna fær öll þessi fallegu föt? „Ég
versla mikið í versluninni Kronkron þar sem ég vinn og í skób-
úðinni Kron. Enda eru þær
uppáhaldsbúðirnar mínar og luma
alltaf á einhverju sem freistar
mín. Ég elska að versla í Kis-
unni og er sömu leiðis rosa-
lega spennt fyrir nær-
fataversluninni
Systurnar á Lauga-
veginum sem var
að opna, en þær
selja flottustu
nærföt sem
ég hef
augum
litið.“ Erna
vill þó meina
að hún snobbi
ekki fyrir ákveðnum
merkjum og búðum þegar komi að fata-
vali. Hún kaupi sér einungis það sem henni
finnst vera fallegt þó að það gildi aðeins aðrar regl-
ur þegar kemur að skókaupum. „Ég æfi með stúdenta-
dansflokknum ásamt því að dansa „contemporary“ dans í Kram-
húsinu þess vegna legg ég mikið upp úr að ganga í vönduðum
og vel hönnuðum skóm sem fara vel með fæturna og auðvitað
þurfa þeir líka að vera flottir,“ bætir Erna við, sem getur
eflaust dansað þar til dagur rís öll kvöld ársins án þess að
finna fyrir því miðað við allan þann vandaða og fagra
skó búnað sem að hún á.
bergthora@frettabladid.is
Ævintýraheimur Ernu í 101
ERNA BERGMANN BJÖRNSDÓTTIR NEMI Í FATAHÖNNUN
ERNA BERGMANN
Aldur: 24 ára
Nauðsynlegt: Hlý klassísk ullarkápa eða slá
sem passar við allt, því þá verður manni
aldrei kalt þrátt fyrir að vera smart.
Verstu kaupin: Klárlega Buffalo-skórnir á
sínum tíma.
Bestu kaupin: Fjólubláa ullarkápan mín. Ég
get ekki ímyndað mér lífið án hennar.
Uppáhaldsflíkin í fataskápnum: Köflótti
Bernhard Wilhelm-kjóllinn minn.
Uppáhaldsfatahönnuðir: Nicolas Ghes-
quière, Vivienne Westwood, Marc Jacobs,
Bernhard Wilhelm, Rei Kawakubo, Marjan
Pejoski, Eley Kishimoto, Hussein Chalayan,
Sonia Rykiel, Peter Jensen, Roks anda Ilincic,
Martin Margiela og Viktor & Rolf.