Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 44

Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 44
● tíska&fegurð2 Falleg fataefni kveikja alltaf í þeim sem fást við vélsaum. Í versluninni Seymu við Linnetstíg í Hafnarfirði er úrval slíkra efna. „Náttúruefnin ull og silki eru ljúf og úr þeim er hægt að sauma flest. Fólki líður líka vel í þeim því þau anda,“ segir Helga Sigurðardóttir í Seymu í Hafnarfirði en Seyma er ein fárra verslana sem sinna þörfum saumakvenna. Helga segir áhugann á saumaskap enn fyrir hendi í þjóðfélaginu. „Ungu stelpurnar eru duglegar að sauma, sniðugar og kjarkmiklar,“ segir hún. „Þær láta sig ekki bara dreyma um flikurnar heldur skella sér í hlutina,“ bætir hún við. Tíu best klæddu konur fyrstu vikuna í nóvember eru flestar leikkonur og fyrirsætur sem margir þekkja. Enda ekki að furða þar sem stjörnurnar þurfa að koma reglulega fram á góðgerðasam- komum, frumsýningum og verðlaunaafhending- um þar sem dugar ekki minna en galakjóll og fínar greiðslur. Þær sem nefndar voru til leiks í þetta skipti voru þessar: leikkonurnar Cate Blanchett og Jennifer Connelly, fyrir- sæturnar Lauren Bush og Devon Aoki, stórstjarnan Kate Moss var sem oftar á listanum auk Liv Tyler og Helenu Christensen. Minna þekktar eru lík- lega Diana Taylor, Natalia Vodianova og Marion Cotillard. Þær best klæddu ● Vefsíða tímaritsins Vogue velur í hverri viku tíu best klæddu konurnar. Leikkonan Jennifer Connelly var í dressi frá Oscar de la Renta á „Glamour Women of the year“ verð- launahátíðinni í New York. Fyrirsætan Lauren Bush klæddist fötum frá Ralph Laur- en á góðgerða- samkomu í NY. Helena Christen- sen var klædd fögrum kjól frá Marc Jac- obs á ACE verðlauna- hátíðinni í New York. Liv Tyler í hversdagsfatn- aði frá Derek Lam en hún er hér mynduð við heimili sitt í New York. Leikkonan Cate Blanchett skartaði fallegum kjól eftir Jil Sander á frum- sýningu Elizabeth: The Golden Age í Sydney í Ástralíu. N O RD ICPH O TO S/G ETTY Undraveröld franskra ilmvatna er tælandi, eftir- sóknarverð og dularfull. Nú má nálgast lykla að þeim undraheimi á námskeiðum í nóvember. „Frakkar taka allt sitt alvarlega og hafa haldið sig við upprunalegar framleiðsluaðferðir og innihaldsefni öldum saman,“ segir Guðrún Edda Haraldsdóttir, sér- fræðingur hjá Forvali, sem kenna mun á námskeiðinu „Undraveröld franskra ilmvatna“ í samvinnu við Alliance Francaise fimmtudagskvöldin 22. og 29. nóvember. „Á námskeiðinu förum við í sögu franskra ilmvatna, hvernig þau eru uppsett, hvað þarf til að skapa ilm- vatn, hvernig ilmur er unninn úr hráefnum og hvað að- greinir ilmvötn því þau skiptast í hópa,“ segi Guðrún Edda um ilmtegundir frönsku þjóðarinnar, sem fyrst komu fram fyrir 300 árum. „Upphaflega voru ilmvötn gerð af hreinlætis- ástæðum því þá var ekki eins auðvelt að komast í bað, og kannski þannig sem máltækið „franskt bað“ varð til. En um leið og komin var 20. öldin þótti fínt að klæð- ast ilmum. Það einkennir frönsk ilmvötn að vera mun- úðarfyllri en ilmvötn annarra þjóða, en ilmurinn sem slíkur er ekki allt, heldur vinnuferlið sem gerir þau frábrugðin,“ segir Guðrún Edda og líkir frönskum ilm- vötnum við frönsk vín. „Víngerð í Frakklandi hefur sína sögu og hefðir, og þar af leiðandi ákveðinn staðal í vínmenningu heims- ins. Eins er um frönsk ilmvötn og er Frakkland það land sem oftast framleiðir ekta „parfum“ í sínum línum. Guerlain er nú elsta starfandi ilmvatnsgerð Frakklands og öðlaðist heimsfrægð með hinu sigur- sæla „Jicky“ árið 1888,“ segir Guðrún Edda, sem ólst upp við dýrindis ilmvötn í Forvali, fyrirtæki foreldra hennar. „Forval er eldra en ég sjálf, en þegar ég fór að vinna í fyrirtækinu gafst mér tækifæri að fara til Frakklands og læra allt um sögu og gerð franskra ilm- vatna hjá Chanel þótt ekki sé ég ilmvatnsgerðarkona enn,“ segir Guðrún Edda hlæjandi, en eftirlætis ilmur- inn hennar nú um stundir er Delices frá Cartier. „Öll ilmvötnin í skápnum eru frönsk, en ég hef dálæti á ilmi margra landa og finnst Ítalir til dæmis mjög snjallir ilmvatnsgerðarmenn. Ilmur er svo til- finningatengdur og þegar við upplifum ilm í and- rúmsloftinu minnumst við gjarnan manneskju vegna þess hve hún ilmaði vel.“ - tl Frönsk, munúðarfull angan Guðrún Edda Haraldsdóttir kennir á spennandi og vellyktandi námskeiðum um undraveröld franskra ilmvatna í lok nóvember. FRÉTTA BLA Ð IÐ /G VA Ullarefnin eru góð í allan fatnað. Gráa efnið er ullartveed, gott í jakka, pils og buxur og efnið við hliðina er líka ullarefni sem fallegt er í kjóla, pilsbuxur, jakka og hvað sem er. Ekta ullar- efni í jakka, pils og dragtir. Taísilkið er létt og þægilegt efni sem hentar vel í kjóla, jakka og pils. Blómin í þessu efni eru bród- eruð. Flott skal það vera. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Efni í einstakar flíkur 16. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.