Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 46

Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 46
Daníel Þorsteinsson, betur þekktur sem Danni í hljómsveitinni Sometime, fetar ekki troðnar slóðir í fatavali og er sérstaklega mikið fyrir óvenjulegar buxur. Síðastliðið ár hefur hann að eigin sögn verið með „crazy pants“ æði. Danni segist ekki endilega ginn- keyptur fyrir frægum hönnuðum en heldur þó mikið upp á hönnuðinn Jeremy Scott og eru buxur eftir hann í sérstöku uppáhaldi. Þær eru líka mjög óvenjulegar, alsettar litríkum bókstöfum. Danni segist vera búinn að kaupa sér fullt af fríkuðum buxum að undanförnu. Hann segir þó ekki mikið úrval hér á landi og á meira að segja einar Sometime- buxur sem hann myndaðist við að gera sjálfur en Jeremy Scott- buxurnar keypti hann í verslun- inni Liborius. Hann á líka jakka og buxur eftir sama hönnuð og segist helst nota fötin við hátíðleg tæki- færi. „Ég var úti í Póllandi um dag- inn og komst að því að fötin kosta meira en mánaðarleiga á íbúð þar í landi,“ segir hann kíminn. Danni, sem hefur starfað á leik- skóla síðan 2001, stofnaði hljóm- sveitina Sometime fyrir tveimur árum en lék áður á trommur með Maus. Í Sometime eru í fjórir hljómsveitarmeðlimir og Danni, sem spilar á trommur og hljóm- borð, semur tónlistina ásamt söng- konunni Rósu Birgittu Ísfeld. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út fyrir nokkrum vikum en hún ber hið sérstaka heiti Su- percalifragilisticexpialidocious. Þá voru haldnir útgáfutónleikar á skemmtistaðnum Organ síðast- liðinn fimmtudag. Platan hefur fengið góðar viðtökur og segist Danni búast við því að spila mikið á næstunni. - ve Veikur fyrir klikkuðum buxum ● Danni í Sometime er með æði fyrir óvenjulegum buxum þótt úrvalið hér á landi sé minna en hann myndi óska sér. Buxurnar eru alsettar litríkum bókstöfum og eru eftir hönnuðinn Jeremy Scott. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Glæsilegustu konur veraldar eru ekki endilega þær yngstu og fegurstu. Í desemberhefti breska tískuritsins Vogue eru taldar upp þær konur sem teljast glæsilegastar í landinu. Við valið var ekki stuðst við aldur, menntun eða ytri fegurð heldur þetta „eitthvað“ sem erfitt er að skilgreina en kona þarf að hafa til að bera til að teljast töfrandi eða heillandi. Meðal þeirra kvenna sem nefndar voru til leiks voru leikkonan Helen Mirren, kanadíska fyrirsætan Coco Rocha, fatahönnuðurinn Stella McCartney, fyrirsætan Naomi Campbell, Elísabet Englandsdrottning, fyrirsætan Claudia Schiffer og fyrirsætan og rithöfundurinn Sophie Dahl. Naomi Campbell er glæsileg að vanda. Coco Rocha hefur þetta „eitthvað“. Claudia Schiffer þykir ekki bara falleg. Þótt Stella McCartney sé sjálf ekki mjög smart hannar hún falleg föt og hefur eitthvað heillandi við sig. Sophie Dahl er fyrirsæta og rithöfundur. Elísabet Englandsdrottn- ing er glæsileg kona. Heillandi glæsikvendi Peysurnar eru komnar Sigurboginn - Laugaveg 80 - Sími 561 1330 - www.sigurboginn.is 16. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.