Fréttablaðið - 16.11.2007, Qupperneq 58
BLS. 12 | sirkus | 16. NÓVEMBER 2007
Skór skipta höfuðmáli þegar hugað er að heildarútlitinu. Í hausttískunni hefur sjaldan verið eins
sterk stígvélatíska. Danska skómerkið Billi Bi hefur komið mjög sterkt inn upp á síðkastið en það
er eitt af fáum sem bjóða upp á stígvél í fjórum víddum, allt frá XS upp í XL. Þetta er sérlega
hentugt þegar tískan fer fram á að buxur eða leggings séu girtar ofan í stígvélin. En þetta
er líka heppilegt fyrir íslenskar konur sem fá að skarta sínu fegursta hvort sem leggurinn
er visinn eða sterklega byggður. Helstu nýjungarnar eru stígvél og skór með lakkáferð,
veglegir hælar og skemmtileg smáatriði sem setja svip sinn á stígvélin. Þar má nefna
sylgjur og annað skóskraut sem gerir stígvélin ennþá flottari.
Tærnar eru bæði rúnnaðar og mjóar en það fer eftir stemn-
ingu hverju sinni hvort verður fyrir valinu, gæti jafnvel verið
best að eiga til skiptanna. Nú er ekkert annað í stöðunni en að
vera vel stígvélaður fyrir jólin svo hægt sé að vaða inn í aðventu-
partíin áhyggjulaus. martamaria@365.is
BILLI BI STÍGVÉL Þessi eru
með millibreiðum hæl og
rúnnaðri tá og sóma sér vel
utan yfir buxur. Þessi stígvél
koma í nokkrum víddum
þannig að konur með breiða
kálfa eða spóaleggi ættu að
geta glaðst. Billi Bi stígvélin
fást í GS skóm.
DÖMULEG
Pinnahælar og
mjóar tær eru
ennþá málið. Þessi
stígvél eru mjög
dömuleg og eru fín
fyrir þær sem elska
háhælaða skó og kunna
að ganga á þeim.
Aðventuboðin verða
örugglega mun
ánægjulegri ef gengið
er á þessum. Þau fást í
GS skóm.
ÖKKLAHÁ STÍGVÉL HAFA
SJALDAN ÞÓTT FLOTTARI
Þau er hægt að nota við öll tækifæri,
við buxur en líka pils, kjóla og
hnébuxur. En þá er málið að vera í
sokkabuxum í sama lit til að stytta
ekki leggina. Fást í GS
skóm.
HÆLAR
Lakkstígvél og veglegir
Það var margt um
manninn á Ölstofu
Kormáks og Skjaldar á
föstudagskvöld
og útlit er fyrir
að fræga fólkið
sé að
endurheimta
staðinn úr klóm pöpulsins. Þar knúsaði
Kastljósskyntröllið Þórhallur Gunnarsson
konu sína Brynju Nordquist flugfreyju. Á
meðan Kastljóssljóskan Helgi Seljan tók
púlsinn á alþjóðastjórnmálafræðingnum
og fyrrverandi fréttastjóra DV, Kristjáni
Guy Burgess. Helgi Hjörvar var ekki langt
undan og gaf aðstoðarmanni
borgarstjóra Guðmundi
Steingrímssyni góð ráð
þetta kvöld, en Guðmundur
ræddi borgarmálin við
almannatengilinn fjölfróða
Örn Úlfar. Tónlistarfólkið
lét sig ekki vanta í gleðina
sem ríkti á Ölstofunni
þetta kvöld, Baggalútsbræðurnir síkátu
tóku sér frí frá stífum æfingum fyrir
Laugardagslögin og voru hressir við
barinn. Borgar- og blúsdrottingin Andrea
Gylfadóttir skartaði sínu fegursta og lagði
á ráðin með útvarpsmanninum Óla Palla.
Kvikmyndagerðarfólk hitaði upp fyrir
Edduna í reykskýli Ölsins, þar var
leikstjórinn Árni Óli Ásgeirsson, Lísa
Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri,
gervahönnuðurinn Ásta Hafþórs og
Astrópíuprinsinn Óttar Geir Borg
handritshöfundur. Ölstofukóngarnir og
spjátrungarnir Kormákur og Skjöldur
settu óneitanlega skemmtilegan brag á
samkomuna með klæðaburði sínum sem
bar anda liðinna tíma með sér. Að
loknu heljarinnar föstudags-
kvöldi hélt sirkusstjórinn
heim ölvaður af gleði og
gat samviskulaust eytt
laugardagskvöldinu yfir
sjónvarpinu.
■ Hverjir voru hvar
SPENNAN SETUR
SVIP SINN Á
ÞESSI Þessi Billi
Bi stígvél eru
æðisleg og henta
vel fyrir hávaxnar
sem vilja ekki of
háan hæl.
Spennan utan um
ökklann gerir
mikið fyrir þessi
stígvél. Þau fást í
GS skóm.
ALGER SKÍVSA
Hilary Duff er alveg með
þetta. Hún mætti á
þessum í Hollywood-partí
og var elt á röndum.
MYND/GETTYIMAGES
LEIKKONAN HALLE BERRY
er þekkt fyrir glæsilegan
fatasmekk.
MYND/GETTYIMAGES
LAUGAVEGUR 86-94, S: 511-2007
REYKJAVIK STORE
opið föstudaga 11.-18.30 laugardaga 11-17