Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 76

Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 76
40 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Leikritið Konan áður verður frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöld kl. 21. Höfundur verksins er þýska leikskáldið Roland Schimmelpfennig. Verkið fjallar um venjulega fjöl- skyldu sem stendur í búferlaflutn- ingum. Áform hennar komast þó í uppnám þegar fortíð fjölskyldu- föðurins, Franks, bankar upp á. Gesturinn er kona sem komin er til að krefja Frank um gamalt lof- orð: 24 árum áður hafði hann lofað að elska hana að eilífu og hún endur goldið loforðið. Hafliði Arngrímsson, leikstjóri sýningarinnar, segir leikritið tak- ast á við óvenjulegar aðstæður. „Konan sem birtist skyndilega í lífi þessarar fjölskyldu er sann- kallaður draugur úr fortíðinni og setur fram fremur undarlega kröfu. Það má í raun segja að konan sé í orrustu við nútíðina og reyni því að snúa tímanum til baka með handafli. Hún þráir að endur- upplifa hreina unglingsást á ný, ást sem ekki hefur verið menguð af framapoti og fjárhagsörðug- leikum. Hún er í krossferð og lætur ekkert stöðva sig í að ná markmiði sínu.“ Að mati Hafliða breytir framvinda leikritsins tóni þess og áherslum. „Þetta er í grunninn gamanleikrit, en það verður erfiðara að horfa á það eftir því sem á líður og má því segja að það endi sem drama- verk.“ Frásagnarmáti leikritsins er um margt óvenjulegur og sækir inn- blástur til annarra miðla en leik- hússins. „Þetta er nýlegt leikrit sem fjallar um samtíma okkar. Leikritið stekkur dálítið fram og aftur í tíma og minnir þannig á frásagnarmáta sem hefur mikið sést í kvikmyndum. Leikhús er náttúrlega miðill augnabliksins og því ekki auðvelt að framkvæma svona tímaflakk. Slíkar tilraunir hafa gjarnan orðið þunglamalegar, en Schimmelpfennig beitir mjög forvitnilegum aðferðum til að koma tímaflakki til skila sem ganga vel upp.“ Konan áður er fyrsta erlenda nútímaleikritið af þremur sem sýnd verða á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í vetur. Höfundur verksins, Roland Schimmel- pfennig, hefur vakið mikla athygli fyrir leikrit sín, bæði í heimalandi sínu Þýskalandi sem og víðar. „Schimmelpfennig er afar áhuga- vert leikskáld. Hann er um fertugt og ég tel það nokkuð öruggt að segja að hann er mest leikni höf- undur af sinni kynslóð, ekki aðeins í Evrópu heldur í heiminum. Höf- undareinkenni hans eru tilraunir með tímann og með endurtekningu og hefur hann gert nokkuð af því að færa miðlunar- og frásagnar- aðferðir sjónvarps og kvikmynda inn í leikhúsið. Hann er sem sagt afar nútímalegur höfundur sem hefur náð langt með nálgun sinni á leikhúsið,“ segir Hafliði. Leikarar í verkinu Konan áður eru Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Þórunn Erna Clau- sen og Vignir Rafn Valþórsson. Leikmynd og búninga hannar Stígur Steinþórsson en um lýsingu sér Hörður Ágústsson. vigdis@frettabladid.is Kona bankar upp á FORTÍÐARDRAUGUR Úr leikritinu Konan áður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.