Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 80

Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 80
44 16. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Fréttir herma að söngkonan Britney Spears hafi nýverið farið í fitusog á rassi og mjöðmum. Stjarnan var að leita sér að húsnæði í spilavítaborginni Las Vegas um helgina en sagt er að hún hafi nýtt tækifærið og farið í aðgerð í leiðinni. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem hún lætur lappa upp á sig því í síðasta mánuði lét hún setja sílíkon í varirnar. Auk þess herma kunnugir að Britney hafi einnig farið í fitusog í Las Vegas í apríl síðastliðnum en því hefur stelpan neitað staðfastlega. Enn einn heimildarmaður hefur látið hafa eftir sér að það sé ekki nema von að Britney ætli að eyða jafngildi tæplega 10 milljóna íslenskra króna í lýtaaðgerðir á næstunni. „Britney rífur blaðsíður úr tímaritum þar sem sjá má myndir af þeim fullkomnu líkamspörtum sem hún vill. Þegar hún sér svona margar myndir af sjálfri sér í tímarit- um er gjörsamlega ómögulegt fyrir hana að gagnrýna ekki hvert einasta smáatriði á líkama sínum.“ Britney í lýtaaðgerðir FÓR Í FITUSOG Britney Spears er sögð ætla að eyða um tíu milljónum króna í lýtaaðgerðir á næstunni. Amy Winehouse ýtti nýrri tónleikaferð sinni um Bretland úr vör með því að standa sig svo illa á sviðinu að hundrað áhorfendur yfir- gáfu svæðið. Tónleikaferð Amy Winehouse hófst í Birmingham á miðviku- dagskvöldið. Margir höfðu velt því fyrir sér hvort söngkonan myndi aflýsa tónleikunum eftir allt sem hefur gengið á í lífi hennar síðustu daga. Eiginmaður hennar, Blake Fielder-Civil, situr í fang- elsi þessa dagana og á þriðjudag kölluðu foreldrar Amy á sjúkrabíl vegna áhyggna af heilsu dóttur- innar. Hún lét sig þó hafa það að stíga upp á svið á miðvikudagskvöldið, en tónleikagestir voru sumir á því máli að hún hefði betur haldið sig heima. Einn þeirra segir við Perez Hilton að Winehouse hafi verið afar, afar drukkin. „Í eitt skiptið kallaði hún okkur [tónleikagesti] apapíkur og hún gleymdi textan- um við flest lögin. Ég er mjög hrif- inn af Amy, en þetta var skelfilegt. Ég vildi geta sagt að röddin hefði bjargað henni, en hún var líka hryllileg,“ segir heimildamaður- inn. James Dyas, annar tónleika- gestur sem lét sig hverfa, sagði í samtali við The Sun að Winehouse hefði verið hálftíma of sein á svið. „Hún datt á gítarinn og missti hljóðnemann, þetta var skelfilegt. Lagið sem hún tileinkaði eigin- manni sínum var svo slæmt að það hljómaði eins og einhver væri að sveifla ketti yfir höfði sér,“ sagði hann. The Sun og BBC greina líka frá því að Winehouse hafi litið út fyrir að vera drukkin á tónleikunum. Hún grét, talaði óskýrt og tileink- aði eiginmanni sínum mörg lag- anna. Þá breytti hún texta í sumum lögum og bætti nafninu „Blakey“ inn í þá. Áheyrendur tóku ekki vel í það og púuðu á söngkonuna. Þá fauk í Winehouse, sem svaraði fyrir sig. „Í fyrsta lagi, ef þið eruð að púa eruð þið hálfvitar að hafa keypt miða. Í öðru lagi, bíðið þið bara þangað til maðurinn minn losnar,“ sagði hún. Ellefu tónleikar eru enn eftir af tónleikaferð Winehouse, sem lýkur í London 17. desember næst- komandi. Púað á Amy Winehouse DRUKKIN Á SVIÐI Flestir virðast sam- mála um að Amy Winehouse hafi verið afar drukkin á tónleikunum í Birming- ham og varla í standi til að syngja. NORDICPHOTOS/GETTY Leikstjórinn Steven Spielberg fær heiðursverðlaun Cecil B. DeMille þegar Golden Globe-verðlaunin verða afhent 13. janúar. Vanalega fá leikarar og leik konur verð- launin fyrir framlag sitt til skemmtanaiðnað- arins og er Spielberg fyrsti leikstjórinn á þessari öld sem fær verðlaunin. Þeir sem hafa fengið verðlaunin á þessum áratug eru: Warren Beatty, Anthony Hopkins, Robin Williams, Michael Douglas, Gene Hackman, Harrison Ford, Al Pacino og Barbra Streisand. Tilkynnt verður um tilnefning- arnar til Golden Globe-verðlaun- anna 13. desember. Spielberg heiðraður STEVEN SPIELBERG > MARCO ANTHONY? Veðbankar eru farnir að spá fyrir um nafn á barn hjónanna syngj- andi, J-Lo og Marc Anthony. Flestir veðja á Marco, en Maria, Antonio og Rosario koma líka sterk inn. Á listan- um er einnig að finna nafnið Ben. Líkurnar á því að Anth- ony fallist á að skíra eftir fyrrverandi kærasta konu sinnar hljóta hins vegar að teljast hverfandi. ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. KOMDU VEL ÚT Í Mercedes-Benz B-Class situr þú hátt, hefur góða yfirsýn og hönnunin á innanrými tryggir hámarksþægindi og frábært aðgengi. Takmarkað magn Mercedes-Benz B-Class er til afgreiðslu strax á góðu verði. Innifalin eru vetrardekk og Íslandspakki. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.