Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 52

Fréttablaðið - 17.11.2007, Side 52
● hús&heimili 1. Sanseruð Columbia pressukanna í sérstök- um stíl frá versluninni Duka. Þegar kaffi er malað fyrir pressukönnur er það haft eilítið grófara en fyrir sjálfvirkar kaffikönnur. Kaff- ið er sett í pressukönnuna og sjóðandi vatni hellt yfir. 9.500 krónur. 2. Fallega skreytt pressukanna frá Menu sem fæst í versluninni Tékk kristal. Passið að sjóða ekki vatnið of lengi áður en því er hellt yfir kaffið, annars fer súrefnið úr vatninu. Hrærið vel í en ró- lega, bíðið 2-3 mínútur og þrýstið hægt niður. 4.995 krónur. 3. Silfurlit og hvít espressokanna úr versluninni Villeroy&Boch. Espressokaffið var þróað í Mílanó á Ítalíu snemma á tuttugustu öld- inni. Espresso er búið til með því að þrýsta heitri gufu við mikinn þrýsting í gegnum mjög fínmalað kaffi. 7.290 krónur. 4. Glansandi Chambord espressokanna úr versluninni Duka. Það sem einkennir espresso- kaffi er að það er þykkara en venju- legt kaffi og er hver skammtur mun minni. Hvert „skot“ er að- eins um 30 ml. 11.900 krónur. 5. Ilsa espressokanna úr stáli úr versluninni Te&kaffi. Þessi er fyrir tvo bolla en má einnig fá í öðrum stærðum fyrir 4, 6 og 10 bolla. 5.400 krónur. 6. Klassísk espressokanna frá Bialetti úr versluninni Te&kaffi. Tekur 3 bolla en má fá fyrir 1, 2, 6 og 9 bolla. 2.020 krónur. Kaffiilmurinn úr eldhúsinu ● Fátt þykir betra en rjúkandi kaffibolli úr nýmöluðum baunum í morgunsárið. Sumir hlaupa á næsta kaffihús til að fá sér lífgjöfina meðan öðrum líkar betur að brugga kaffið heima í eldhúsinu. Klassískar kaffivélar eru ekki í hávegum hafðar hjá kaffisælkerum sem vilja heldur espresso-vélar. Fyrir þá sem drekka kaffi sjald- an eða vilja aðeins hella upp á fáeina bolla eru pressukönnur einnig hentugar. 1 2 3 4 5 6 17. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR12

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.