Fréttablaðið - 20.11.2007, Qupperneq 2
2 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
DÓMSMÁL „Mér líst illa á ákvörðun sýslumanns um að
leggja lögbann á starfsemi vefsins,“ segir Svavar
Lúthersson, eigandi torrent.is
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði lagði í gær lögbann á
torrent.is að kröfu fjögurra samtaka höfundarréttar-
hafa myndefnis og tónlistar. Smáís, SÍK, STEF og FHF
greiddu sýslumanninum eina milljón króna tryggingu
og þurfa innan viku að höfða staðfestingarmál á
hendur torrent.is fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þetta
eru Samtök myndrétthafa á Íslandi, Samband
tónskálda og eigenda flutningsréttar, Framleiðenda-
félagið og Félag hljómplötuframleiðenda.
Björn Hansson í aðfarardeild sýslumanns segir að
farið hafi verið í gærmorgun á heimili Svavars til að
framfylgja lögbanninu. Þar hafi verið ákveðið að
halda málinu áfram á skrifstofu sýslumannsins og
aðilar farið þangað til að ræða málið.
Lögbannskrafa hagsmunasamtakanna var tvíþætt:
Annars vegar var þess krafist að starfrækslu torrent.
is yrði hætt og hins vegar að lagt yrði hald á tölvu-
búnað torrent.is. Björn segir að aðeins hafi þótt vera
ástæða til að verða við fyrri kröfunni. Torrent.is hafi
síðan verið lokað.
Í lögbannskröfunni segir að torrent.is geri notend-
um síðunnar kleift að fá aðgang að og deila innbyrðis
hljóð- og myndefni sem sé höfundarréttarvarið og á
áðurnefnd samtökin eigi réttin að. Þess vegna hafi
þurft að loka síðunni og taka tölvurnar.
„Mitt persónulega mat er að lögbannið sé allt of
víðtækt. Það hefði verið hægt að setja lögbann á
skráarskiptahluta vefsins og leyfa aðgangshlutanum
að vera áfram uppi, til dæmis til að veita fréttir og
upplýsingar,“ segir Svavar, sem kveðst hafa haldið
uppi þessu sjónarmiði ásamt lögmanni sínum á
skrifstofu sýslumanns. Það hafi ekki hlotið undir-
tektir.
„Við gerum ráð fyrir að allt höfundarréttarvarið
efni sé með leyfi rétthafa þar til annað kemur í ljós.
Skilmálar okkar hljóða upp á að notendur staðfesta að
þeir muni eingöngu senda inn efni sem þeir hafa rétt
á að senda inn. Við höfum fengið ábendingar frá
rétthöfum um að fjarlægja efni sem síðan hefur verið
gert. Þetta er ekki algengt,“ segir Svavar, sem telur of
snemmt að segja til um næstu skref torrent.is „En við
munum leita réttar okkar,“ segir hann.
gar@frettabladid.is
Borga eina milljón
fyrir lokun Torrent
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði lagði í gær lögbann á starfsemi vefsíðunnar tor-
rent.is þar sem notendur skipast á efni sem hagsmunsamtök segja varið af höf-
undarrétti. Lögð var fram einnar milljónar króna trygging fyrir lögbanninu.
35,34% 35,76%
64,19%
F
ít
o
n
/
S
ÍA
M
eð
al
le
st
ur
þ
ri
ðj
ud
ag
a
til
la
ug
ar
d
ag
a,
1
8
–
4
9
á
ra
.
Við rúllum upp
samkeppninni
Allt sem þú þarft...
...alla daga
PAKISTAN, AP Hæstiréttur í Pakistan
kvað í gær upp þann úrskurð að
forsetakjör, sem fram fór í byrjun
október, hefði verið löglegt. Pervez
Musharraf geti því setið áfram eitt
kjörtímabil í viðbót.
Stjórnarandstaðan segir ekkert
mark takandi á dómstólnum eftir
að Musharraf rak megnið af dóm-
urum hans fyrir stuttu. Nýju dóm-
ararnir séu gagnrýnislausir á for-
setann og lúti vilja hans í einu og
öllu.
Lögmæti forsetakjörsins hafði
verið dregið í efa vegna þess að
Musharraf er æðsti yfirmaður
hersins, en samkvæmt stjórnar-
skrá landsins er yfirmönnum í
hernum ekki heimilt að starfa í
stjórnmálum.
Musharraf hefur jafnan sagt að
hann myndi segja af sér yfir-
mennskunni í hernum jafnskjótt og
lögmæti forsetakjörsins hefur
verið staðfest, og sitja þá sem
borgara legur forseti.
Einn af helstu leiðtogum stjórnar-
andstöðunnar, Imran Khan, sem er
fyrrverandi krikketstjarna, hóf í
gær hungurverkfall í fangelsi, sem
hann var hnepptur í nýverið. Hann
segist ekki ætla að neyta matar
fyrr en dómsvaldið verður endur-
reist. „Hann gæti orðið ansi
grannur,“ segir fyrrverandi eigin-
kona hans, Jemima Khan.
Musharraf ætlar í dag að bregða
sér til Sádi-Arabíu að ræða þar við
ráðamenn um samstarf á ýmsum
sviðum. - gb
PERVEZ MUSHARRAF Honum er væntan-
lega ekkert að vanbúnaði lengur að
segja af sér sem æðsti yfirmaður hers-
ins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Nýr hæstiréttur í Pakistan fer að vilja Musharrafs forseta:
Forsetakjörið dæmt löglegt
LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn sem
staddir voru að Fannarfelli 6
vegna andláts íbúa þar björguðu
mannslífum í brunanum í fyrra-
dag með framgöngu sinni og
snörum viðbrögðum. Þetta er mat
Halldórs Norðquist, sem býr á
hæðinni fyrir neðan íbúðina sem
brann.
„Þau tvö sem voru inni í íbúð-
inni voru sótsvört og jafnvel með
sviðið hár svo það er alveg ljóst að
hefðu lögreglumennirnir ekki
fundið fyrir reyknum og brugðist
svona vasklega við hefði ekki
verið spurt að leikslokum,“ segir
Halldór. „Það er því alveg ljóst að
þeir björguðu lífi þeirra beggja og
jafnvel þeirra sem búa á sömu
hæð.“
Hann er einnig ánægður með
framgöngu starfsfólks slökkvi-
liðsins og Rauða krossins. „Við
fengum öll góða aðhlynningu og
meira að segja var athugað með
líðan mína daginn eftir. Ég er
hjartveikur og þau höfðu áhyggjur
af því að ég fengi hjartakast en ég
var í lagi enda fannst mér ég vera
í góðum höndum.“
Arnar Rúnar Marteinsson aðal-
varðstjóri staðfestir að lögreglu-
mennirnir hafi farið að Fannar-
felli 6 vegna andláts íbúa. „Það er
alltaf ómögulegt að segja hvað
hefði gerst hefðu þeir ekki verið á
svæðinu en það er mat manna sem
þarna voru að það hafi hugsanlega
haft úrslitaáhrif,“ bætir hann við.
Alls voru fjórtán lögreglumenn
sendir á vettvang.
- jse
Íbúi í Fannarfelli 6 segir snör viðbrögð lögreglumanna hafa bjargað mannslífum:
Framganga lögreglu skipti sköpum
BANDARÍKIN, AP Þrír drengir á aldr-
inum átta til níu ára eru grunaðir
um að hafa rænt og nauðgað
ellefu ára stúlku í Georgíuríki í
Bandaríkjunum. Atvikið átti sér
stað á fimmtudaginn og tilkynnti
móðir stúlkunnar það til lögreglu
á sunnudaginn að sögn lögreglu-
stjórans í bænum Acworth.
„Fórnarlambið sagði að þau
hefðu verið að leika sér úti og að
hún hefði verið neydd inn í skóg
þar sem hún var kynferðislega
áreitt og einn drengurinn nauðgaði
henni.“
Drengirnir er í haldi lögreglu
ákærðir fyrir nauðgun, mannrán
og kynferðislega áreitni. - sdg
Ellefu ára stúlku nauðgað:
Átta ára liggur
undir grun
LÖGREGLUNNI
ÞAKKLÁTUR
Halldór
Norðquist
þorir ekki
að hugsa þá
hugsun til
enda hefðu
lögreglumenn
ekki verið
til staðar og
orðið eldsins
varir morgun-
inn örlagaríka.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
EIGANDI TORRENT.IS Svavar Lúthersson fékk að halda tölvubúnaðinum en var
gert að loka vefsíðunni. Hann vildi fá að halda hluta síðunnar opinni en fékk
ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þórður, voru krakkarnir snuð-
aðir um laugardagsnammið?
„Þeir hafa ábyggilega ekki verið
ánægðir með tilboð í versluninni;
þeir þurfa samt ekki öxi til að fá
bland í poka hér.“
Þórður Björnsson, kaupmaður í Sunnu-
búð, var rændur af fjórir grímuklæddum
sextán ára unglingspiltum um helgina.
Þeir ógnuðu honum með exi og slógu
í andlitið. Þórður segir þá mega koma
aftur en þeir verði þá að borga fyrir
vörurnar.
SPURNING DAGSINS