Fréttablaðið - 20.11.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 20.11.2007, Síða 4
4 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is DÓMSMÁL Tveir litháískir ríkis- borgarar sem setið hafa inni að undanförnu vegna rannsókn- ar á nauðgunar- máli voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. desember. Lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins lagði fram kröfu þessa efnis og Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á hana. Ekki var ljóst síðdegis í gær hvort mennirnir myndu kæra úrskurðinn til Hæstaréttar, en það gerðu þeir síðast þegar þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nauðgunin sem mennirnir eru í haldi út af átti sér stað við Laugaveg og var afar hrottaleg. - jss Á LEIÐ Í HÉRAÐS- DÓM Annar Lit há- anna sem eru í haldi vegna nauðgunar. Grunaðir um nauðgun: Gæsluvarðhald var framlengt NOREGUR, AP Lögreglan í Noregi handtók á sunnudag skólapilt sem grunaður er um að hafa hótað skotárás í milliskóla á norsku eyjunni Askøy skammt frá Björgvin. Honum var sleppt úr haldi í gær. Á myndbandi sem var sett inn á myndbandavefinn YouTube sást mynd af Erdal- skólanum og dagsetningin í gær kom fram. Myndbandið var svipað því sem finnskur nemandi setti inn á sama vef áður en hann skaut átta til bana í finnskum skóla fyrir skömmu. Ábending um myndbandið barst á laugardaginn frá konu í Bretlandi að sögn lögreglu. - sdg Einn er í haldi lögreglu: Skotárás hótað í norskum skóla Karimov fram enn á ný Islam Karimov, sem hefur stjórnað Úsbekistan með harðri hendi frá því áður en Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991, hefur gefið kost á sér til endurkjörs í forsetakosningum sem fram eiga að fara 23. desember. Sam- kvæmt stjórnarskrá má hann það ekki en enginn efast samt um að hann verði endurkjörinn. Fáeinum öðrum hefur verið leyft að bjóða sig fram til málamynda. ÚSBEKISTAN Hryðjuverkamálaráðgjafi frá Fran Townsend, helsti ráðgjafi Banda- ríkjaforseta í hryðjuverkavarnamálum, hefur boðað afsögn sína eftir fjögur og hálft ár í starfi. Með henni missir George W. Bush forseti enn einn af kjarnaráðgjöfum sínum úr Hvíta húsinu, fimmtán mánuðum fyrir lok kjörtímabils síns. BANDARÍKIN BANGLADESS, AP Tala látinna eftir fellibylinn Sidr sem reið yfir Bangladess á fimmtudaginn hækkar stöðugt eftir því sem björgunarmenn komast til afskekktari svæða og er nú komin upp í 3.100. Yfir þúsund manns er enn saknað að sögn talsmanns hersins, Ullah Chowdhury. Óttast er að fjöldi látinna sé mun meiri en komið hefur fram. Þeir sem komust lífs af segja að koma hefði mátt í veg fyrir mörg dauðsfallanna en fólk hafi hunsað aðvaranir um fellibylinn og tilmæli um að færa sig hærra inn í landið. Hjálparsamtök hafa heitið aðstoð upp á 1,5 milljarða króna. - sdg 3.100 látnir í Bangladess: Fórnarlömbum fellibyls fjölgar SYRGJANDI MÓÐIR Móðir syrgir sjö ára son sinn eftir að björgunarmenn fundu lík drengsins á akri skammt frá þorpinu þeirra. NORDICPHOTOS/AFP ORKUMÁL Hlutafélagavæðing Orkuveitu Reykjavíkur er ekki á dagskrá nýs meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur. Stjórn Orku- veitunnar beindi því til eigenda fyrirtækisins í september að rekstrarformi þess yrði breytt. Mat núverandi borgarmeirihluta er að sá styr sem hefur staðið um fyrirtækið og málefni þess fresti ákvörðunum um hlutafélagavæð- ingu um ótiltekinn tíma. „Það er ekki á dagskrá að hluta- félagavæða Orkuveituna eins og pólitíkin stendur núna“, segir Svandís Svavarsdóttir, borgarfull- trúi Vinstri grænna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að í bili séu hugmyndir um breytt rekstrarform úti af borðinu. Stýri- hópur Svandísar um málefni fyrir- tækisins hefur tillögu um breytt rekstrarform fyrirtækisins til umfjöllunar en hefur ekki tekið formlega ákvörðun. Stjórn Orkuveitunnar sam- þykkti á fundi 3. september að beina því til eigenda fyrirtækisins að rekstrarformi hennar yrði breytt úr sameignarfélagi í hluta- félag. Hlutafélagið átti að taka til starfa 1. janúar 2008, samkvæmt hugmyndum þáverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra, Guðmundar Þóroddssonar og Hjörleifs B. Kvaran, en fulltrúar minnihlut- ans, Svandís og Dagur, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Helstu rökin með breytingunni voru ábending Eftirlitsstofnunar EFTA vegna samkeppni Orkuveit- unnar við hlutafélög á orkumark- aði og skattamál. Töldu Guðmund- ur og Hjörleifur að 800 milljónir myndu sparast árið 2008 þar sem skattahlutfall af tekjum Orkuveit- unnar myndi lækka úr 28 prósent í 18 prósent. Gagnrýni Svandísar og Dags snerist um að málið væri illa undirbúið, og að gögn vantaði til að taka rökstyðja ávinning breytingarinnar. Einnig taldi Svandís að í raun væri breytingin illa dulbúin tilraun til einkavæð- ingar. Eftir að stjórn Orkuveitunnar lagði til að fyrirtækið yrði hluta- félagavætt var skipaður þver- pólitískur starfshópur eftir umfjöllun um málið í borgarráði. Niðurstaða fékkst ekki áður en meirihlutinn sprakk um miðjan október. Málinu var síðan beint inn í stýrihóp Svandísar um mál- efni Orkuveitunnar, sem ekki hefur unnist tími til að fjalla um málið. svavar@frettabladid.is Hlutafélagavæðing OR ekki á dagskrá Meirihlutinn í borgarstjórn segir hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar ekki á dag- skrá. Stýrihópur Svandísar Svavarsdóttur á að taka afstöðu til breytts rekstrar- forms. Stjórn fyrirtækisins vildi að Orkuveitan hf. tæki til starfa í janúar. DAGUR B. EGGERTS SON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR ORKUVEITUHÚSIÐ Hugmyndir um að breyta Orkuveitu Reykjavíkur í hlutafélag hafa verið slegnar út af borðinu vegna ólgu í kringum fyrirtækið að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Farið fram á gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á Selfossi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri í þágu rannsóknar á hnífstungumáli við Hellisheiðar- virkjun. Dómari tók sér frest til hádegis á dag. Maðurinn er grunaður um að hafa stungið félaga sinn með hnífi í vinnubúðum virkjunarinnar á laugardag. LÖGREGLUFRÉTTIR GENGIÐ 19.11.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 117,8733 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 60,75 61,05 124,48 125,08 88,87 89,37 11,924 11,994 11,01 11,074 9,573 9,629 0,5498 0,553 96,15 96,73 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ALÞINGI Engir annmarkar valda því að ekki sé hægt að berjast áfram fyrir svokölluðu íslensku ákvæði í Kyoto-bókuninni um loftslagsmál. Þetta kom fram í svari Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráð- herra við fyrirspurn Sivjar Frið- leifsdóttur, þingmanns Fram- sóknarflokksins, á Alþingi í gær. Siv spurði meðal annars hvort ekki væri rétt að ræða þessi mál og taka ákvörðun um það hvort óskað yrði eftir endurnýjun á íslenska ákvæðinu. Fram kom í máli ráðherrans að hann teldi að ekki væri rétti tím- inn til að taka ákvörðun um þessi mál. Aðallega hefði verið rætt um mikilvægi þess að ná utan um losun gróðurhúsalofttegunda hjá þeim löndum sem ekki væru aðil- ar að bókuninni. Þá hefði verið rætt um svokallaða geiranálgun, þar sem reynt yrði að ná utan um losun á gróðurhúsalofttegundum einstakra geira. Sagði Össur þá nálgun þjóna hagsmunum Íslands mun betur en séríslensk undan- þága. Iðnaðarráðherra sagði enn fremur að um þessar mundir væri það mikilvægast að smáþjóðir, líkt og Ísland, berðust fyrir því „að reyna að fá þessi stóru lönd, þessi efnahagslegu tígrisdýr eins og Indland og Kína og fleiri, til að taka þátt í þessu samningaferli.“ - þeb Iðnaðarráðherra svaraði fyrirspurn um íslenska ákvæðið í Kyoto-bókuninni: Ótímabært að taka ákvörðun RÁÐHERRANN Össur segir mikilvægt fyrir smáþjóðir eins og Ísland að fá lönd eins og Indland og Kína inn í samninga- ferli um losun gróðurhúsalofttegunda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.