Fréttablaðið - 20.11.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 20.11.2007, Síða 6
6 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUMÁL Rúmlega 1000 hegn- ingarlagabrot voru skráð í mála- skrárkerfi lögreglunnar í október. Ölvunarakstursbrot voru 153 sem jafngildir því að fimm einstakl- ingar voru teknir að meðaltali á dag fyrir slík brot um allt land. Umferðarlagabrot voru 5.289 talsins sem er fjölgun frá sama mánuði síðastliðin fjögur ár. Fíkni- efnabrot voru skráð 157 sem er nánast sami fjöldi brota og í októ- ber árið 2004. Kynferðisbrot hafa mikið verið í umræðunni að undanförnu. Til- kynnt var um 234 slík brot á tíma- bilinu og voru flest þeirra skráð í janúar. Hraðakstursbrot voru 3.383 í október þetta árið sem er tæp þriðjungsfjölgun frá því í október í fyrra. Þjófnaðarbrot, eignaspjöll, innbrot og fíkniefnabrot voru færri en í fyrra en fleiri en í októ- ber árið 2005. Áfengislagabrot, líkamsmeið- ingar og árásir voru fleiri í októ- ber í ár en síðastliðin tvö ár. - jss Afbrotatölfræði embættis ríkislögreglustjóra í október 2007: Fimm stútar teknir á dag Vettvangur kynferðisbrota janúar til október 2007 ■ Akbraut/bifreiðastæði 15,0 % ■ Fyrirtæki 6,0 % ■ Heimili/einkalóð 50,4 % ■ Samkomustaður 6,0 % ■ Stofnanir 4,3 % ■ Utandyra 3,4 % ■ Annað eða ekki skráð 15,0 HEIMILD: RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI AFBROTATÖLUR Umferðarlagabrotum hefur fjölgað samkvæmt bráðabirgða- tölum frá ríkislögreglustjóra. Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara- flokkssúpur Masterklass Nýjung F O R V AR N A R DAGURI N N TAKTU ÞÁTT! HVERT ÁR SKIPTIR MÁLIKynntu þér málið á www.forvarnardagur.is Hefur þú hugmynd um hvað virkar best? Rannsóknir sýna að ein besta forvörnin gegn fíkniefnum er að börn og foreldrar verji tíma saman Miðvikudagurinn 21. nóvember er forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Ofangreind fullyrðing er byggð á áralöngum rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík á hegðun ungmenna og hvað skilar árangri í forvörnum. Forvarnardagurinn er samstarfsverkefni eftirfarandi aðila: Verkefnið er styrkt af Bara að vera saman skiptir máli þótt við séum ekki að gera neitt sérstakt, það þarf ekki að vera neitt skipulagt. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 – 0 3 4 0 HEILBRIGÐISMÁL Sjúklingum á gjör- gæsludeild hefur fjölgað um fimmtán prósent frá árinu 2003. Spár sýna að á næstu árum muni gjörgæslusjúklingum fjölga enn frekar. Ekki er þó von á nýju hús- næði fyrr en í fyrsta lagi eftir átta ár. Það segir Alma Dagbjört Möller, yfirlæknir deildarinnar, of langan tíma. Finna verði bráða- brigðaúrræði hið fyrsta. Ítrekað hafi þurft að fresta aðgerðum, svo sem hjartaaðgerðum, vegna þess að ekkert rými sé fyrir sjúkling- ana. Alma hefur sjálf teiknað upp hugmyndir að einfaldri viðbygg- ingu við spítalann sem gjörgæslu- deildin gæti notað til að geyma tæki, vinnuaðstöðu fyrir starfs- fólk og aðstöðu fyrir ættingja sjúklinga. Hún segir málið þó komið mjög skammt á veg þrátt fyrir að hún hafi sett fram hug- myndirnar í mars 2006. Engir peningar séu eyrnamerktir fyrir úrbótum. Sjálf hefur Alma látið eftir skrifstofu sína til þess að aðstand- endur geti fengið rými til að hvíl- ast en hún segir gjörgæsludeildir sérstakar að því leyti hve ætt- ingjar sjúklinga dvelji þar mikið. „Það sem hefur bjargað málun- um á þessari deild er hve margt gott starfsfólk er hér. Ég er samt ekki viss um að þetta fólk treysti sér til að una mikið lengur við núverandi aðbúnað án þess að fá svör um bráðbrigðaúrræði,“ segir Alma. Þá bendir hún á að á deildinni starfi um hundrað manns. Það fólk hafi nær enga aðstöðu aðra en lítið herbergi sem geti rúmað um tíu manns. Það afdrep eigi samt að nýtast sem hvíldar- aðstaða, fundarsalur og matsalur alls fólksins. Verði engar úrbætur gerðar áður en nýr spítali rís segir Alma það geta skapað áhættu fyrir sjúklinga. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra segist vita af húsnæðisvanda heilbrigðisstofn- ana og ljóst sé að ekki sé hægt að bíða með allar framkvæmdir þar til nýr spítali rísi. „Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég setti saman nýja nefnd sem hefur það hlutverk að skoða aðstöðu heil- brigðisstofnana í heild sinni. Það eru mörg mál sem þarf að finna lausn á fyrr en seinna og ný sjúkrahússbygging mun ekki leysa allan vanda,“ segir Guð- laugur. karen@frettabladid.is Sjúklingum fjölgar í óviðunandi húsnæði Sjúklingum á gjörgæsludeild hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Ekki er von á nýju húsnæði fyrr en eftir átta ár. Yfirlæknir deildarinnar segir ekki hægt að bíða. Núverandi ástand sé hættulegt og finna verði lausn til bráðabirgða. SKRIFSTOFA YFIRLÆKNIS Alma hefur látið aðstand- endum deildarinnar eftir skrifstofu sína. Á gjörgæslu- deildum hafa sjúklingar oft langa viðdvöl og ættingjar vilja vera mikið í námunda við þann sjúka. Því sé nauðsynlegt að aðstaðan sé góð. AFDREP Á HUNDRAÐ MANNA VINNUSTAÐ Í þessu herbergi eiga hinir níutíu til hundrað starfsmenn deildarinnar að matast, halda fundi og hvílast. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MEÐ NÝJAR HUGMYNDIR Alma lét teikna upp afar einfalda byggingu sem gæti komið ofan á röntgen- deildina. Myndin sem hún heldur á sýnir byggingu setta saman úr gámum. Hún tekur þó fram að þetta sé ekki sú hugmynd sem húsafriðunarnefnd hafi til umfjöllunar heldur hafi hún látið gera gámamyndina til að varpa skýru ljósi á nauðsyn þess að eitthvað verði gert. SAMGÖNGUR Mikilvægara er að gera strætó að raunverulegum valkosti við einkabílinn en að allir borgarbúar fái að ferðast ókeypis, að mati Svandísar Svavarsdóttur, staðgengils borgarstjóra og stjórnar manns í Strætó. „Það þarf að fjölga stórkostlega mikið forgangsakreinum og auka tíðni ferða. Þannig verður fólk fljótara á milli í strætó. Ég held að þetta sé aðalatriðið,“ segir hún. Þegar ökumenn sjái strætó bruna framhjá fari þeir að líta á hann sem eftirsóknarverðan valkost. Frí fargjöld komi því í þriðja sæti, á eftir breytingum á gatna- kerfi og aukinni tíðni ferða. „En tilraunin um að framhalds- og háskólanemar fái ókeypis í strætó hefur gefist vel og mér finnst koma mjög vel til greina að bæta grunnskólabörnum inn í hana,“ segir Svandís. Hún vill að farþegarnir sjálfir komi að ákvarðanatöku og hafi tækifæri til að koma að hugmynd- um um bætta þjónustu. Því muni Svandís leggja til á stjórnarfundi Strætós að stofnað verði félag farþega. Formaður þess félags fái síðan sæti í stjórn Strætós. - kóþ Svandís Svavarsdóttir segir vel koma til greina að grunnskólabörn ferðist ókeypis: Fargjöld eru ekki númer eitt SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Staðgengill borgarstjóra gengur oftast í vinnuna enda býr hún nálægt skrifstofunni. Hún tekur strætó af og til, síðast fyrir um tíu dögum. Hefurðu áhyggjur af loftslags- breytingum? Já 61,2% Nei 38,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgdist þú með umfjöllun um brúðkaup Jóns Ásgeirs og Ingi- bjargar Pálmadóttur? Segðu þína skoðun á visir.is MENNTAMÁL Iðnskólinn í Reykja- vík, Fjölbrautaskólinn í Breið- holti, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Menntaskólinn í Kópavogi eru þeir skólar sem menntamálaráðuneytið hefur haft til skoðunar vegna skila á upplýsingum um fjölda nema sem ljúka skólaári með prófi. Þetta kom fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Skólameistarar skólanna fimm hafa sent inn athugasemdir vegna málsins. Málið er nú til athugunar hjá ráðuneytinu, sem mun ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. - þeb Staðfesting frá ráðuneyti: Fimm skólar til skoðunar KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.