Fréttablaðið - 20.11.2007, Side 8
8 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
Auglýsingasími
– Mest lesið
ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, fyrr-
verandi forsætisráðherra á Ítalíu,
ætlar að stofna stóran hægriflokk
sem á að koma í staðinn fyrir
gamla flokkinn hans, Forza Italia.
Berlusconi hefur árum saman
sagst vilja stofna stóran flokk sem
gæti sameinað ítölsku hægriflokk-
ana, sem hafa verið margir og
flestir smáir. Ekki er þó víst að
sameiningin verði jafn vel heppn-
uð og hann vonast til, því viðbrögð
annarra flokksleiðtoga á hægri-
vængnum hafa verið treg. Strax í
gær lýsti Gianfranco Fini, leiðtogi
Þjóðarbandalagsins, eins af hægri-
flokkunum, því yfir að hann ætl-
aði hreint ekki að ganga til liðs við
nýja flokkinn.
„Hugmyndin, eins og hann
kynnti hana í gær, vekur ekki
áhuga okkar,“ sagði Fini í gær.
„Eða að ganga í Þjóðarflokkinn.
Við ræðum það ekki einu sinni.“
Fini sagði þó að Þjóðarbanda-
lagið gæti vel hugsað sér að ræða
við nýja flokkinn um nýtt banda-
lag hægri- og miðjuflokka.
Enn er ekki komið endanlegt
nafn á nýja flokkinn, sem stofnað-
ur verður 2. desember næstkom-
andi. Berlusconi segir þó að flokk-
urinn verði annaðhvort kenndur
við þjóð eða frelsi, eða hvort
tveggja – fái sem sagt að heita
Þjóðarflokkurinn, Frelsisflokkur-
inn, eða Þjóðfrelsisflokkurinn.
„Nýjungin verður sú að nýi
flokkurinn verður í miðju stjórn-
málanna,“ sagði Berlusconi í
blaðaviðtali sem birtist í gær. „Við
höfum alltaf látið okkur dreyma
um þetta, en aðrir flokkar hindr-
uðu okkur í því. Nú höfum við látið
verða af þessu og nú verður ekki
aftur snúið.“
Nýja flokknum verður ætlað að
vinna bug á stjórn Romanos Prodi
og Berlusconi segist sannfærður
um að nýi flokkurinn eigi sjö millj-
ón atkvæði vís í næstu kosningum.
Hann krefst þess nú að kosningum
verði flýtt og vill jafnframt breyta
kosningafyrirkomulaginu á Ítalíu.
Sumir stjórnmálaskýrendur á
Ítalíu sögðu í gær að aðrir hægri-
flokkar gætu ekki annað en
gengið til liðs við Berlusconi
vegna þess að án hans gætu þeir
ekki myndað þingmeirihluta.
Dagblaðið Corriere della Sera
segir að Berlusconi muni nú í
raun segja við hina hægriflokk-
ana: „Annað hvort eruð þið með
mér eða á móti mér.“
gudsteinn@frettabladid.is
SILVIO BERLUSCONI Nýi flokkurinn verður stofnaður 2. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Berlusconi blæs til
sóknar hægriafla
Nýr hægriflokkur stofnaður til að safna fylgi gegn Romano Prodi og vinstri-
stjórn hans. Berlusconi vill sameina hægri- og miðjuflokka í einn stóran flokk
og telur sig eiga vís atkvæði sjö milljón kjósenda. Hann vill flýta kosningum.
SVEITARSTJÓRNIR Minnihlutinn í
bæjarstjórn Hveragerðis segir
það vekja furðu að enn hafi ekki
borist upplýsingar frá lögmanni
bæjarins varðandi svokallaða
Tívolílóð á Austurmörk 24.
Eins og komið hefur fram í
Fréttablaðinu varð sérstök áritun
sem kaupandi byggingaréttar á
lóðinni bætti inn á skjöl til þing-
lýsingar til þess að eignarhald á
lóðinni sjálfri færðist yfir til hans
frá Hveragerðisbæ. Þetta kom í
ljós þegar krafist var uppboðs á
byggingaréttinum sem lagður
hafði verið að veði fyrir skulda-
bréfum upp á 400 milljónir króna.
Bréfin lentu í vanskilum.
Minnihlutinn í bæjarstjórn
bendir á að nú sé kominn rúmur
mánuður frá því lögmanni bæjar-
ins var falið að gæta hagsmuna
bæjarins í þessu máli.
„Í ljósi alvarleika málsins
krefst minnihluti A-listans þess
að bæjarstjóri beiti sér fyrir því
að greinargerð lögmanns bæjar-
ins verði lögð fram á næsta bæjar-
ráðsfundi,“ segir í bókun minni-
hlutans á bæjarstjórnarfundi frá
því á fimmtudag.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks í
bæjarstjórnin svaraði því til á
fundinum að beðið sé svara frá
sýslumannsembættinu á Selfossi.
Greinargerð lögmanna verði lögð
fram á næsta fundi bæjarráðs.
- gar
Minnihlutinn í bæjarstjórn langeygur eftir skýringum á lóðamáli í Hveragerði:
Svör um Tívolílóð í bæjarráði
AUSTURMÖRK 24 Verið er að greiða úr
því hvernig eignarhald á Tívólílóðinni
í Hveragerði færðist frá bænum yfir til
byggingarréttarhafa á lóðinni.
MYND/LOFTMYNDIR EHF.
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
MÆLING HEIMSINS EFTIR DANIEL KEHLMANN
STÓRFENGLEGT
MEISTARAVERK
SKEMMTILESTUR
AF BESTU GERÐ
Mæling heimsins er sambland af vísinda-
sögu og lygasögu. Bókin er skrifuð af stór-
hug og er skemmtilestur af bestu gerð,
full af litlum athugunum sem kitla hug-
ann svo mann langar mest til að hrópa
af fögnuði. Mæling heimsins var næst
mest selda skáldsaga heims árið 2006.
1.SÆTI
Á METS
ÖLULIS
TA
EYMUN
DSSON
GIRNILEGIR VEISLUBAKKAR
MEÐ LITLUM FYRIRVARA
554 6999 | www.jumbo.is
BLANDAÐUR
BAKKI 3.580 kr.
SAMLOKU-
BAKKI 2.890 kr.
TORTILLA
& PÓLARBRAUÐ
3.480 kr. FONDU
SÚKKULAÐIBAKKI
2.950 kr.
32
BITAR
10
MANNS
36
BITAR
36
BITAR