Fréttablaðið - 20.11.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 20.11.2007, Síða 10
10 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR Á FERÐ Í SNJÓ Ýmsir fararskjótar voru í boði fyrir ferðamenn eftir að þeir stigu frá borði sögulegrar lestar í Brocken-fjöllum í Þýskalandi þar sem snjór liggur nú yfir öllu. Sumir voru á tveimur jafnfljótum meðan aðrir létu ýta sér í kerru eða draga sig á sleða. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL „Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævinni,“ sagði 35 ára gömul kona frá Venesúela fyrir dómi í gær, en hún kærði þáverandi sambýlismann sinn fyrir líkamsárás sem átti sér stað í íbúð ákærða í Mosfellsbæ í lok janúar. Hinn ákærði er íslenskur flugstjóri sem var sakaður um að smygla konunni til landsins í fyrra með íslenskri fragtflugvél frá New York. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan bar fyrir dómi að maðurinn ætti við áfengisvandamál að stríða, hann drykki illa og yrði árásargjarn þegar hann væri drukkinn. Þá kom fram fyrir dómi að maður inn hefði verið kallaður á fund hjá yfirmönnum sínum hjá Icelandair eftir að nágranni mannsins gerði þeim viðvart um ítrekuð drykkjulæti úr íbúð hans. Maðurinn var skikkaður í áfengismeðferð í kjölfarið. Meint líkamsárás átti sér stað í lok janúar. Konan kveðst hafa vaknað um nóttina við að maðurinn var að kasta upp vegna ölvunar. Hann hafi svo stuttu síðar veist að henni í svefnherbergi íbúðarinnar, hreytt í hana fúkyrðum og haft uppi kynferðislega tilburði, en hún hafnað honum. Í kjölfarið færði konan sig á milli herbergja, að því er hún greindi frá fyrir dómi, en segir manninn hafa elt sig. Hann hafi haldið áfram að áreita hana þar til hann reif hana á hárinu að glugga í íbúðinni og skipaði henni að kalla á hjálp. Konan flúði þá inn á baðherbergi og læsti að sér en maðurinn sparkaði þá upp hurðina. Þar tók hann hana hálstaki og skellti utan í vegg þar til hún missti meðvitund. Þegar konan komst til meðvitundar kastaði maðurinn henni í gólfið og lét spörkin dynja á henni þar sem hún lá. Þegar konan flúði svo undan manninum út úr íbúðinni sparkaði maður inn í bak hennar. Konan kvaðst hafa óttast um líf sitt og sér hefði aldrei orðið jafn brugðið. Maðurinn neitaði sök í málinu, sagði konuna hafa fengið brjálæðiskast og ráðist á sig að tilefnislausu. Hann hafi reynt að verja sig og útilokaði ekki að konan hefði hlotið áverka vegna þess. Hann sakaði konuna um að veita sér áverka sjálf því hún hafi viljandi rekið sig utan í hurðarkarm í íbúðinni. Hún hafi jafnframt hótað sér að hún myndi sjá til þess að hann missti vinnuna. aegir@frettabladid.is Venesúelsk kona óttaðist um líf sitt þegar kærasti hennar réðst á hana í ölæði í janúar á þessu ári: Hélt að kærastinn myndi drepa sig HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi í gær. Ákærði neitaði sök í mál- inu og sagði konuna hafa ráðist á sig að tilefnislausu. Hann hefði reynt að verja sig. JAFNRÉTTI „Meginhugmyndin er að búa til upplýsingar um það hvernig sveitarfélögin standa sig í jafnréttismálum,“ segir Kjartan Ólafs son, sérfræðingur hjá rann- sóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, um niður- stöður Evrópuverkefnis sem snýst um að þróa tæki til að mæla stöðu jafnréttismála í sveitar- félögum. „Með því að búa til upplýsing- arnar verður til jákvæður hvati fyrir sveitarfélögin og fær þau til þess að hugsa um eitt eða annað. Það er ekki einungis hlutfall kvenna í sveitarstjórnum skiptir máli heldur þarf að huga að atrið- um eins og til dæmis framboð á leikskólaplássum og tekjuskipt- ingu kynjanna.“ Lokaráðstefna verkefnsins, sem ber heitið Tea for two, var haldin á Hótel Loftleiðum á föstudaginn. Kjartan telur ríka ástæðu til að skoða stöðu jafnréttismála í hverju sveitarfélagi og skapa heil- brigða samkeppni milli þeirra.. „Það er ofboðslega mikill munur aðstæðum og viðhorfum fólks á milli tiltölulegra nálægra staða á Íslandi. En á þessum vettvangi verður jafnréttið til.“ Spurningar um stöðu kvenna og karla voru sendar sveitarfélögum á Íslandi, Búlgaríu, Finnlandi, Grikklandi og Noregi. Auk saman- burðar á milli sveitarfélaga innan- lands verður því hægt að bera saman niðurstöður um jafnrétti á milli fimm ríkja. - eb Evrópuverkefni um jafnrétti í sveitarfélögum kynnt: Mikill munur á milli sveitarfélaga SAMKEPPNI MILLI SVEITARFÉLAGA Huga þarf að atriðum á borð við framboð á leikskólaplássum og tekjuskiptingu kynjanna. HEILBRIGÐISMÁL Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ætlar að kanna hvort þörf sé á sérstökum reglum um sölu á erfðamengjum til einstaklinga. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í fyrir- spurnartíma á Alþingi í gærdag. Engar reglur eru til um sölu á upplýsingum af þessu tagi, en Íslensk erfðagreining býður einstaklingum nú upp á sölu á erfðamengjum þeirra með tilliti til ákveðinna sjúkdóma. - þeb Heilbrigðisráðherra: Kannar reglur um sölu á erfðamengjum UTANRÍKISMÁL Aleqa Hammond, sem fer með utanríkismál í grænlensku landstjórninni, hefur boðið Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í opinbera heimsókn til Grænlands og hefur hún þegið boðið. Að því er fram kemur á fréttavef grænlenska útvarpsins, KNR, hittast þær Hammond og Ingibjörg í Nuuk skömmu eftir áramót. „Hinn aukni áhugi á heimskauta- svæðinu í ljósi loftslagsbreytinga gerir að verkum, að við munum hafa gagn af því að skiptast á skoðunum við Íslendinga,“ tjáði Hammond KNR. - aa Ísland-Grænland: Utanríkisráð- herra til Nuuk INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.