Fréttablaðið - 20.11.2007, Side 16

Fréttablaðið - 20.11.2007, Side 16
16 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Neðanjarðarlesta- kerfið í London er það elsta í heimi, en fyrsta lestin ferðaðist undir borginni 10. janúar 1863, fyrir næstum 145 árum síðan. Kerfið er líka eitt það lengsta í heimi, en leiðirnar eru samtals um 408 kíló- metrar á lengd, talsvert lengra en vegalengdin milli Reykjavíkur og Akureyrar á þjóðvegi 1. Í kerfinu eru 275 stöðvar. Að jafnaði fara um 3 milljónir farþega í lestirnar á dag. Neðanjarðarkerfi er varla réttnefni, því 55 prósent af lestar- teinunum eru raunar ofanjarðar, aðeins undir miðborginni eru lestirnar á ferð undir fótum og dekkjum vegfarenda á yfirborðinu. NEÐANJARÐAR: 3 MILLJÓNIR Á DAG „Ég er farinn að hafa meira á tilfinningunni að ég eigi heima í þessu landi og hef meiri áhuga á því sem gerist og er til umfjöll- unar í samfélaginu eins og til dæmis Reykjavík Energy Invest og því máli. Það er að sjálfsögðu hluti af lífi mínu núna þó að slík mál séu mér ekki jafn mikilvæg og íþróttir en ég er atvinnuþjálfari í sundi. Íþróttir eru líf mitt,“ segir Nenad Milos, þjálfari hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar. „Við vorum með Íslandsmeistara mótið, ÍM 25, í sundi um helgina. Það góða við það var að sund- mennirnir voru spenntir og sundið gekk vel hjá þeim en svo er margt fram undan hjá okkur. Í desember er Evrópu- meistaramót í Ungverjalandi, í mars er stórt mót í 50 metra sundlaug í Hollandi og svo eru Ólympíu leikarnir árið 2008 og það er auð- vitað hápunkturinn og nokkuð sem við hlökkum til árið 2008. Það góða er að mínum krökkum gengur vel. Ég er með hamingjusamt fólk í kringum mig.“ Nenad segir að íslenskt sund sé alltaf að verða betra og betra. „Sundmenn- irnir fara batnandi í íþrótt sinni og við eigum sundmenn sem eru mjög ham- ingjusamir. Við verðum að horfast í augu við það vandamál að við erum að missa sundmenn úr íþróttinni, þeir hætta snemma að synda og keppa og það er synd. Við verðum að finna leið til að halda sundmönnum lengur í sundinu.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? NENAD MILOS, ÞJÁLFARI HJÁ SUNDFÉLAGI HAFNARFJARÐAR Sundmenn hætta of snemma Baldur Pálsson er slökkviliðsstjóri á Austurlandi og jafnframt Austur- landsgoði. Hann segir að það gangi ágætlega að samræma þetta tvennt. Slökkviliðið bregðist við á ögurstund, til dæmis sjúkraflutn- ingum og slökkvistarfi. Sem Austur landsgoði sinni hann sál- gæslu eins og hver annar prestur og haldi blót. Baldur hefur lengi verið í Ása- trúarfélaginu en aðeins verið goði í tvö ár. Hann vann eiðinn á alls- herjarþingi á Þingvöllum sumarið 2005. Goðorðið á Austurlandi hefur farið ört stækkandi síðustu árin og eru nú 40-50 menn í Ása- trúarfélaginu fyrir austan en Baldur segir að starf goða sé ekki annasamt þó að það hafi breyst mikið síðustu árin. „Hlutverk mitt er að halda utan um þetta starf hér fyrir austan, vera í sambandi við þá sem eru ásatrúar, halda blót og síðan er þetta líka sálgæsla eins og hjá prestum. Ef upp koma einhver vandamál hjá fólki bregst ég við og veiti því aðstoð,“ segir hann. Stefnt er að því að fjölga goðun- um til að sinna öllum þeim sem eru ásatrúar og bíður Baldurs og annarra goða sú vinna að fara í gegnum fornsögurnar til að skoða hvernig goðorðin voru og hvernig kerfinu var háttað. Baldur segist ekki enn hafa haft tíma í þetta. Um stórt svæði sé að ræða. „En stærsti þingstaðurinn hér fyrir austan var Múlaþing og af þeim er dregið nafnið Múlasýslur. Þingmúli var þingstaðurinn en þar varð síðar kirkjustaður,“ segir hann. - ghs Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri á Austurlandi, er Austurlandsgoði: Slekkur elda og sinnir sálgæslu BALDUR PÁLSSON AUSTURLANDSGOÐI „Ef upp koma einhver vandamál hjá fólki bregst ég við.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Öxin „Svo sá ég öxina. Þá varð ég hræddur.“ ÞÓRÐUR BJÖRNSSON, KAUPMAÐUR Í SUNNUBÚÐ, VISSI EKKI HVAÐAN Á SIG STÓÐ VEÐRIÐ ÞEGAR ÞRÍR GRÍMUKLÆDDIR RÆNINGJAR RUDDUST INN Í BÚÐINA GRÁIR FYRIR JÁRNUM. Fréttablaðið 19. nóvember. Lýtalausa ensku, takk „Þó að ég sé Íslendingur sem tali aðallega móðurmálið hef ég ákaflega gott eyra fyrir ensku og geri miklar kröfur um framburð.“ GÍSLI INGVARSSON LÆKNIR ER ÞREYTTUR Á ENSKUFRAMBURÐI ÍSLENSKRA FRÉTTAMANNA. Morgunblaðið 19. nóvember. „Það er ekki góð lykt af þessu máli, en í rauninni hefur maður engar forsendur til að segja neitt ennþá,“ segir Jón Eðvald Vignisson, verkfræði- nemi við Háskóla Íslands. „Við fyrstu sýn, án þess að hafa nokkrar staðreyndir í höndunum, lítur þetta út eins og það sem er að gerast á bensínstöðvum landsins. Við vitum að einhverjir stærstu kostnaðarliðir fólks eru bensínkostnaður og matarkostnaður. Það er ekki mikil samkeppni á þessum markaði sem skilar sér til neytandans.“ Jón Eðvald býst við að breyta kauphegð- un sinni, komi eitt- hvað misjafnt í ljós. „Maður ætti kannski að huga betur að því hvað stendur á kvittuninni þegar maður fær hana. Virkara eftirlit liggur beinast við sem lausn á málinu. En umræðan í sjálfu sér hefur mikið að segja, að þetta komist í hámæli og neytendur láti til sín taka. Fólk á ekki að láta bjóða sér hvað sem er, það er lykilatriðið.“ SJÓNARHÓLL MEINT SAMRÁÐ MATVÖRUVERSLANA Ekki góð lykt af þessu máli JÓN EÐVALD VIGNISSON Nemi í verkfræði Hin rómaða Þakkargjörðarveisla Hótel Cabin verður haldin dagana 22. og 23. nóvember. Í hádeginu 22. og 23. nóvember. Föstudagskvöldið 23. nóvember. Verð einungis: 1.850 kr 2.550 kr föstudagskvöld Léttir djazztónar verða leiknir yfir borðhaldi á föstudagskvöldinu. Borðapantanir í síma 511 6030 HOTEL CABIN ÞAKKARGJÖRÐAR KALKÚNN Á HÓTEL CABIN Þótt alþjóðavæðingin geri heimsmynd fólks sífellt margbreytilegri virðist þjóðernisstolt ungra Ís- lendinga ekki láta undan síga. Samkvæmt rannsókn sem Atli Hafþórsson, nemandi í þjóðfélagsfræði við Háskólann á Akureyri, og Þór oddur Bjarnason, prófessor í félagsvísinda- og lagadeild, gerðu eru sjötíu prósent tíundubekkinga mjög stolt af því að vera Íslendingar. Fleiri stúlkur en drengir sögðust stoltar af þjóðerni sínu. Þóroddur segir að þeim hafi fund- ist forvitnilegt að vita hvaða sess þjóðarvitundin skipar hjá ungu fólki nú á tímum þegar fólk ferð- ist mun meira en áður og fólk af öðru þjóðerni setji sífellt meiri svip á tilveru okkar. Þeir lögðu spurningalista fyrir alla tíundubekkinga í landinu. „Til dæmis lék okkur forvitni á að vita hvort ungmenni sem á foreldra af erlendu þjóðerni sé stolt af því að vera Íslendingur.“ Í stuttu máli sagt er sú raunin með fjórtán pró- sent þeirra barna sem eiga erlenda foreldra. „Vissulega er þetta ekki stórt hlutfall en þó er það nokkuð mikilvægt að börn af erlendum uppruna geti verið stolt af því að vera Íslendingar,“ segir Þóroddur og bætir við glettinn á svip, „sér- staklega í ljósi þess að menn þóttu kannski ekki alvöru Íslendingar hér einu sinni ef þeir áttu danskan langafa.“ Mikill meirihluti þeirra sem eiga annað foreldrið af erlendum uppruna, eða tæp sextíu prósent, sögðust vera mjög stoltir Íslend- ingar. Á sömu lund svöruðu sjötíu prósent barna sem eiga íslenska foreldra. Sum ungmennin samsama sig frekar heimabyggðinni en Íslandi í heild. „Það gæti því verið að heimsmynd til dæmis Akureyr- inga sé að breytast nú þegar þeir þurfa ekki að fara á suðvestur- hornið til að bregða sér til útlanda. Þeir sjá kannski heimsbyggðina frekar frá sínum bæjardyrum.“ Þóroddur segir að sams konar rannsóknir erlendis sýni að þar beri börn þeirra sem búa við bág- ari efnahag meiri hlýhug til þjóðar sinnar en börn þeirra sem eru úr efnaðri fjölskyldum en hér sé þessu þveröfugt farið. Einnig kom það fram að þeir sem hafa búið erlendis eru síður stoltir af þjóðerni sínu. jse@frettabladid.is Hjartað slær heima ATLI HAFÞÓRSSON OG ÞÓRODDUR BJARNASON Rannsókn þeirra tvímenninga leiddi í ljós að íslensk ungmenni eru flest mjög stolt af þjóðerni sínu. Meðal þessara stoltu Íslendinga eru einnig börn erlendra foreldra. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.