Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2007, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 20.11.2007, Qupperneq 21
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÆKUR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hefur stundað mikla hreyfingu allt frá unglings- aldri og er meðal annars þekktur fyrir að vera mikill fjallgöngumaður. Hann lætur það hins vegar ekki nægja heldur lyftir hann lóðum tvisvar til þrisvar sinnum í viku. „Ég byrjaði ekki á lyftingum og tækjastandi fyrr en ég var orðinn rúmlega þrítugur,“ segir Ari, sem er búinn að lyfta lóðum í um 25 ár. „Ég æfi að meðaltali svona tvisvar til þrisvar í viku í Silfur sporti og er þá að lyfta lóðum. Mér finnst það mjög gott og það gefur mér mikið enda þarf ég á þessu að halda bæði út af almennu starfsþreki og út af því sporti sem ég er í,“ segir hann og vísar þar til fjallgöngu og fjalla- klifurs. „Þar verða menn að vera sterkir. Með sterka fætur, sterkt bak og sterka handleggi svo þetta er alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Ari og leggur áherslu á að þótt ákveðnum tíma sé eytt í lyftingarnar komi það til góða annars staðar eins og í auknu starfs- þreki. Ari hefur verið virkur í fjallgöngum og fjallaklifri í að minnsta kosti 35 ár og er einn af þessum gömlu í faginu. Spurður hvað það sé við fjöllin sem heilli segir Ari: „Það er að vera úti í náttúrunni og fást við krefjandi verkefni.“ Hann segist alltaf vera með einhver plön í fjallasportinu og stefnir á hátt fjall árið 2008. „Ég hef reyndar ekkert rosalega gaman af því að lyfta lóðum og held að fáir hafi gaman af því,“ segir Ari og bætir því við að þetta sé þó nytsamlegt og nokkuð sem hann viti að hann verði að gera, rétt eins og að borða. „Ég hef bara verið á þremur stöð- um í þessi 25 ár og þoli ekki stóra staði. Frekar vil ég vera á smærri stöðum eins og Gym-80 þegar það var og hét og svo núna í Silfur sporti,“ segir hann og bætir við: „Það er frekar lítið, maður þekkir alla og tækin eru mjög góð. Það skiptir mig öllu máli hvar ég æfi og myndi ekki gera þetta hvar sem er.“ sigridurh@frettabladid.is Stefnir á hátt fjall Ari Trausti Guðmundsson lyftir lóðum í Silfur sporti tvisvar til þrisvar sinnum í viku að meðaltali og finnst það bráðnauðsynlegt upp á starfsþrekið sem og almennt þrek. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NOTUÐ AF NÁTTÚRULÆKNUM Goji-ber sem vaxa í hlíðum Hima- lajafjalla þykja meinholl og hafa lengi verið notuð við ýmsum kvillum. HEILSA 2 HOLLUSTUDRYKKIR Á veitingastaðnum Gló í Laugardalnum má fá ýmsa orkuríka drykki. HEILSA 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.