Fréttablaðið - 20.11.2007, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 20. nóvember 2007 3
Íslendingar elska nýpressaða
heilsudrykki; ekki síst konur
sem farnar eru að freista karla
sinna með ferskri glasafylli af
vítamínum og náttúrufjöri.
„Konur eru duglegri að smakka
og setja sig inn í holla matargerð,
en hér sjáum við karlana með
þeim og í fyrstu fussa þeir og
sveia yfir hugmyndinni um
heilsudrykk, en koma svo sjálfir
seinna til að fá sér meira,“ segir
Guðbergur Garðarsson, rekstrar-
stjóri veitingahússins Gló í List-
húsinu í Laugardal.
„Heilsudrykkir eru komnir til
að vera. Þeir hafa lengi verið í
boði á Íslandi en ekki náð vin-
sældum fyrr en nú. Þetta er mikil
heilsubót og vitaskuld ekkert
húmbúkk, enda hefur innihald og
hollusta ávaxta og grænmetis
verið rækilega rannsakað,“ segir
Guðbergur, en vinsælasti heilsu-
drykkur Glóar er Eplahamingja,
úr grænum eplum og engifer.
„Engifer styrkir ónæmiskerfið
og eykur brennslu, og græn epli
gefa vinnuorku fyrir daginn. Þá
koma hingað ófrískar konur í
hópum til að fá sér Rauðrófu-
gleði, enda blóðaukandi, gott
fyrir barnið, mjólkina og járn-
búskap líkamans. Allir þessir
drykkir gera líkamanum gott,
ekki síst í vetrartíð þegar flensur
herja á landsmenn,“ segir Guð-
bergur, sem ráðleggur eitt glas á
dag en ekki meir.
„Margir þurfa að horfa í budd-
una en vilja borða hollt. Vissu-
lega er dýrt að kaupa inn lífrænt
og það þarf alltaf mikið af ávöxt-
um og grænmeti í hvern drykk,
en þessi fæða er stútfull af vít-
amínum, hvort sem hún er lífræn
eða ekki, og kaupa má góðar safa-
pressur á verðbilinu 5 til 10 þús-
und til að útbúa drykkina heima,“
segir Guðbergur, sem ráðleggur
heilsudrykk að morgni.
„Þá hefur magastöðin verið í
slökun yfir nóttina og best að
fylla hana orku fyrir daginn. Fólk
finnur strax fyrir betri líðan
þegar það tileinkar sér þennan
lífsstíl, verður í kjölfarið meðvit-
aðra um sjálft sig, sneiðir hjá
ruslfæði og vill gera líkama
sínum sem bestan viðurgjörn-
ing.“ thordis@frettabladid.is
Heilsa í glasi gulli betri
Rauðrófugleði er sérstaklega góð fyrir
barnshafandi konur.
Eplahamingja eykur starfsþrekið.
Glóandi orkudrykkur er óneitanlega girnilegur að sjá.
Guðlaug Pétursdóttir, eigandi Glóar, og Guðbergur Garðarsson rekstrarstjóri við gnægtarborð þess hollasta sem náttúran gefur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
GLÓANDI ORKUDRYKKUR
200 g lífræn jarðarberjajógúrt
30 g frosin bláber
30 g frosin jarðarber
hálf teskeið kókosolía
hálfur banani
klakar
Sett saman í blandara og borið
fram kalt.
RAUÐRÓFUGLEÐI
1 meðalstór rauðrófa
4 gulrætur
1 epli
biti af engiferrót í teskeiðarstærð
Sett saman í safapressu og borið
fram.
EPLAHAMINGJA
4 lífræn græn epli
biti af engiferrót í matskeiðar-
stærð
Sett saman í safapressu og borið
fram.
Jólagjöfi n í ár
ÚTSALA
Mikið úrval af líkamsræktarfatnaði
frá BETTER BODIES
fyrir dömur og herra á
allt að 50% afslætti!!
Mizuno topphlaupaskór –
verð frá 5.000.-
Mizuno hlaupafatnaður
á 50% afslætti
Sími 581-1212 / mán-fös 11-18 / lau 11-14
Síðustu dagar útsölunar
Ár úla 7 s. 5871212 / mán-fös 11-15 / lau 11-14
Pönnukökur fylltar með linsum og
grænmeti, mildar og mjúkar.
Tilbúið notalegt lostæti.
Tortillur með
linsufyllingu