Fréttablaðið - 20.11.2007, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 20. nóvember 2007 21
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 749
6.956 -3,65% Velta: 9.317 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,28 +0,00% ... Bakkavör
57,40 -1,38% ... Eimskipafélagið 36,90 -3,28% ... Exista 27,60 -5,80%
... FL Group 21,60 -3,14% ... Glitnir 24,90 -3,11% ... Icelandair 24,80
+1,23% ... Kaupþing 916,00 -4,38% ... Landsbankinn 38,00 -2,56% ...
Straumur-Burðarás 16,05 -5,31% ... Össur 97,90 -1,90% ... Teymi 6,35
-1,40%
MESTA HÆKKUN
ATLANTIC PET. +14,66%
FØROYA BANKI +3,13%
ICELANDAIR +1,23%
MESTA LÆKKUN
EXISTA -5,80%
STRAUMUR -5,31%
KAUPÞING -4,38%
Umsjón: nánar á visir.is
Felld voru niður fyrstu viðskipti
með hlutabréf Føroya Banka í
Kauphöllinni í gærmorgun.
Heimild er til að fella niður
viðskipti þar sem augljós mistök
hafa verið gerð í framsetningu
kaup- eða sölutilboðs.
Niðurfelldu viðskiptin voru á
genginu 220 danskar krónur á hlut
en þá um morguninn gengu bréf
bankans kaupum og sölum nálægt
190 dönskum krónum á hlut. Fram
kemur í tilkynningu Kauphallar-
innar í gær að niðurfellingin hafi
verið gerð á grundvelli greinar
5.7.3 í aðildarreglum NOREX. - óká
Mistök leiðrétt
í Kauphöllinni
John Thain, forstjóri bandarísk-
evrópsku kauphallarsamstæð-
unnar NYSE Euronext var fyrir
helgi ráðinn sem forstjóri
bandaríska
fjárfestinga-
bankans Merrill
Lynch. Ráðn-
ingin vakti
heilmikla
athygli enda í
fyrsta sinn í 93
ár sem einstakl-
ingur sem ekki
starfar með
beinum hætti í fjármálageiranum
er ráðinn í svo mikilvæga stöðu.
Thain tekur við af Stan O‘Neal,
fyrrverandi forstjóra Merrill
Lynch, sem tók poka sinn eftir að
bankinn skilaði tapi í fyrsta sinn í
sex ár vegna geysihárra afskrifta
í tengslum við fasteignalán í
Bandaríkjunum. - jab
JOHN THAIN
Nýr forstjóri
Merrill Lynch
Goran superform
á 4 vikum
Grand Spa | Sigtúni 38 | 105 Reykjavík | Sími 578 8200 | grandspa@grandspa.is
Námskeiðin byrja 26. nóvember !
VILT ÞÚ:
Efla orku þína og komast í form?
Léttast og bæta meltinguna?
Styrkja ónæmiskerfi og heilbrigði?
Koma jafnvægi á hormónana?
Auka andlega vellíðan?
Bæta minni og einbeitingu?
Þú getur æft hvar sem er.
Það eina sem þú þarfnast eru fáeinir fermetrar.
Það er ástæðulaust að slá slöku við.
Líkami þinn er á sama máli.
Þú þarft ekki á neinum tækjum að halda.
Aðeins eigin líkamsþyngd.
Fimm tímar í viku – brennsla – styrking – liðleiki.
Takmarkaður fjöldi.
Einkaráðgjöf og uppbygging hjá Goran.
Persónuleg næringarráðgjöf.
Ráðgjöf við matarinnkaup.
Fræðsla og eftirfylgni – 2 fyrirlestrar.
Frábær spennandi lífrænn matur.
Næringardrykkur í lok hvers tíma.
Slökun og herðanudd í pottum að æfingu lokinni,
kl. 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30.
Kinesis
- nýtt æfingakerfi
sem eykur styrk,
jafnvægi og liðleika.
Skráðu þig strax
í síma 578 8200
Grand Spa | Sigtúni 38 | 105 Reykjavík | Sími 578 8200 | grandspa@grandspa.is
GORAN SUPERFORM er raunhæft heilsunámskeið sem
tryggir þér fullkominn árangur frá byrjun.
Tilgangur þess er að þú takir hröðum líkamlegum og
huglægum framförum og stígir örugg en einföld skref til
betri skilnings á eigin heilsu.
Þú kynnist nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar
fitubrennslu. Hvernig þú átt að glíma við matar- og
sykurþörfina. Hvernig þú ferð að því að brenna meira og
léttast.
Norska tryggingafélagið Store-
brand hefur fengi leyfi frá norska
fjármálaráðuneytinu til að taka
yfir SPP, sem er sænskt líftrygg-
ingafélag í eigu Handelsbanken.
Kaupþing er stærsti hluthafinn í
Storebrand. Kaupþing og Exista
fara saman með tæp þrjátíu
prósent í félaginu.
Stjórnendur Exista hafa gefið
út að þeir muni taka þátt í
hlutafjáraukningu Storebrand til
þess að fjármagna þessi kaup.
Gefa á út 200 milljónir hluta á
genginu 45 norskar krónur. Það
jafngildir um hundrað milljörð-
um íslenskra króna. Í Vegvísi
Landsbankans kemur fram að svo
lágt gengi hafi ekki verið á
Storebrand síðan 2004.
„Afslátturinn kemur nokkuð á
óvart en ætti að tryggja að
fjármögnun á yfirtökunni gangi
eftir þrátt fyrir erfiðar markaðs-
aðstæður,“ segir í Vegvísinum.
- bg
Storebrand fær
leyfi ráðuneytis
„Kaup á hlutabréfum eru í eðli sínu
langtímafjárfesting og ég ráðlegg fólki
að hugsa sig vel um áður en það selur
bréf sín nú,“ segir Pétur Aðalsteinsson,
sérfræðingur hjá VBS Fjárfestinga-
banka, en gengi bréfa í fjármálafyrir-
tækjum tók snarpa dýfu undir lok við-
skiptadags í Kauphöll Íslands í gær.
Úrvalsvísitalan féll um 3,65 prósent,
stóð við lok viðskiptadags í 6.956 stig-
um og hefur ekki verið lægri síðan
undir lok janúar.
Gengi bréfa í Exista féll um 5,8 pró-
sent. Fast á hæla þess fylgdi Straumur,
sem féll um rúm fimm prósent en gengi
bréfa í félaginu hefur ekki verið lægra
síðan seint í ágúst á síðasta ári. Á eftir
þeim fylgdi nýliðinn SPRON, Kaupþing,
Glitnir, FL Group og Eimskipafélagið,
sem fór niður um
rúm þrjú prósent.
Atlantic Petroleum
hækkaði hins vegar
um tæp fimmtán
prósent á sama tíma
í kjölfar tæplega
þrjátíu prósenta
falls í síðustu viku.
Pétur segir alþjóð-
lega hlutabréfa-
markaði nú stjórn-
ast af fréttum af
fjármála fyrir-
tækjum, sem flestar
hverjar hafi verið neikvæðar en slíkt
valdi sveiflum á verði hlutabréfa nú.
Hann bendir á að kennitölur fyrirtækja
í Kauphöllinni sýni engu að síður að
grunnur þeirra sé traustur. „Til lengri
tíma litið eru verð hlutabréfa hag-
stæð,“ segir Pétur. „Ég held að það sé
engin ástæða fyrir menn að örvænta.“
- jab
Engin ástæða til að örvænta
LÆKKUN Á GENGI
FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA*
Fyrirtæki Gengisbreyting
Eik banki -7,59%
Exista 15,98%
Glitnir -10,43%
FL Group -14,29%
Föroya banki -9,38%
Landsbankinn -13,44%
Kaupþing -17,55%
Straumur-Burðarás -18,94%
* Síðustu fjórar vikurWILLIAM FALL, FOR-
STJÓRI STRAUMS