Fréttablaðið - 20.11.2007, Side 34

Fréttablaðið - 20.11.2007, Side 34
26 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Demants ... ... kjarnaborar: 42 - 400 mm ... slípibollar: 125 og 180 mm ... sagarblöð: 125 - 800 mm Gæði og gott verð. SMS LEIKUR V in n in g ar v er ða a fh en d ir h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í SM S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey ti ð. V in n in g ar v er ða a fh en d ir h já B T Sm ár aal in d av in d. K óp av Sendu SMS skeytið BTC ATE á númerið 1900 og þú gætir unnið! Vinningar: Harry Potter, Pirates, Desperate Houswifes, Friends, Jungle Book, Hara, Bloodgroup, Mugison, I-pod, Ferða DVD, Heimabíó, Árskort í Smárabíó, 42"Plasmatæki. 9 HVERVINNUR! Bókin Bóksalinn í Kabúl eftir norska blaðamanninn Asne Seier- stad dró upp afar gagnrýna mynd af afgönsku samfélagi. Svo óheppilega vill þó til að Shah Muhammad Rais, sjálfur bóksalinn sem bókin fjallar um, er afar ósáttur við myndina sem sagan dregur upp af afgönsku samfélagi og honum sjálfum. Hann hefur ítrekað ásakað Seier- stad um að afbaka sannleikann, en lítið mark hefur verið tekið á honum fram til þessa. Nú hefur Rais tekið málin í sínar hendur og sjálfur skrifað bók þar sem hann segir sína hlið sögunnar. Bókin hefur ekki enn fengist útgefin, en í henni gagnrýnir Rais skrif Seier- stad harðlega. Metsölubókin Bóksalinn í Kabúl er byggð á reynslu Seierstad, en hún bjó um tíma hjá Rais, konun- um hans tveimur og börnunum þeirra í Kabúl. Í bókinni fjallar Seierstad um hvernig Rais stýrði heimili sínu með harðri hendi og kúgaði eiginkonur sínar tvær til hlýðni við sig. Rais hefur áratugum saman starfað við að selja bækur í Kabúl, oft í óþökk talibananna sem gættu þess vandlega að hann seldi ekki bækur sem gætu talist and- íslamskar. Rais segir þó að með- ferð talibananna hafi verið smá- munir miðað við þá niðurlægingu sem hann upplifði eftir útkomu bókar Seierstad. Í Bóksalanum frá Kabúl er því meðal annars haldið fram að Rais hafi reynt að fela þá staðreynd að „heiðursmorð“ hafi átt sér stað innan fjölskyldu sinnar. Þegar bókin kom út var yfirhylmingunni slegið upp í afgönskum dag blöðum og Rais fordæmdur. Rais viður- kennir að morðið hafi átt sér stað en hann vildi ekki ljóstra því upp af ótta við hefnd frá öðrum fjöl- skyldumeðlimum. Rais segir að fjölskyldu hans standi nú svo mikil ógn af hefndaraðgerðum að báðar konur hans og börn hafi leitað hælis í öðrum löndum og því sé hann nú einn eftir í Kabúl. Allt frá því að Bóksalinn í Kabúl kom fyrst út hefur Rais ótal sinnum farið til Noregs til þess að fá Seierstad til þess að draga skrif sín til baka. Hann hefur einnig reynt að kæra hana fyrir æru- morð. Rais segist aldrei ætla að gefast upp við að reyna að hreinsa nafn sitt og annarra Afgana. „Hún hefur sagt heiminum að Afganar séu villimenn, en hún var bara í Kabúl í nokkrar vikur og gat því ekki sett sig inn í menningu okkar eða skilið hana á nokkurn hátt,“ segir Rais. Seierstad hefur tekið skrifum Rais af stillingu. Hún segist standa við sannleiksgildi bókar sinnar og segir að Rais sé frjálst að segja sína hlið á málinu sé hann ósáttur við skrif hennar. - vþ Hefnd bóksalans í Kabúl Bryddað verður upp á spennandi nýjung í tón- leikahaldi í Hafnarhúsinu næstkomandi föstudags- kvöld þegar fyrstu tónleik- ar í röðinni Kökukonsertar fara fram. Á tónleikunum verður kökugerðarlist og tónlist blandað saman á eftirminnilegan hátt. Skipuleggjendur tónleikanna eru söngkonurnar Hallveig Rúnars- dóttir og Margrét Sigurðardóttir og hafa þær fengið til liðs við sig súkkulaðigerðarmeistarann Haf- liða Ragnarsson til þess að skapa óvenjulega listaupplifun. „Til- gangurinn með þessum tónleikum er að reyna að brjóta upp þetta hefðbundna tónleikaform,“ segir Margrét. „Okkur langar til þess að fara nýja leið í tónleikahaldi og bjóða áhorfendum upp á aðra reynslu en að þeir sitji í sínu rými og að við tónlistarmennirnir fremjum okkar list í okkar rými. Slík upplifun er oft afar formleg og stíf. Mikið af sígildri tónlist var upphaflega flutt á litlum stofutónleikum þar sem mikil nánd ríkti og áhorfend- ur gátu gætt sér á veitingum á meðan þeir hlýddu á tónlistina. Þessi stemning var heimilisleg og afar ólík þeirri sem ríkir í tón- leikasölum í dag. Með köku- konsertunum langar okkur til þess að endurvekja þessa tónlistar- upplifun.“ Á þessum fyrstu tónleikum verður boðið upp á nýja og nýlega íslenska tónlist í bland við góðgæti frá Hafliða. Þær Margrét og Hall- veig koma að sjálfsögðu fram ásamt hörpuleikaranum Katie Buckley, sellóleikaranum Sigur- geiri Agnarssyni, slagverks- leikaranum Frank Aarnink og raftónlistar manninum Guðmundi Vigni Karlssyni, sem þekktur er undir listamannsnafninu Kippi Kanínus. Flutt verður frumsamin tónlist eftir þau Frank, Guðmund og Margréti en einnig verður sótt í smiðju Snorra Sigfúsar Birgissonar og Sigursveins Magnús sonar. Stefnt er að því að halda tvenna tónleika á ári í röðinni og verður nýtt þema á tónleikunum hverju sinni. „Þrátt fyrir að súkkulaðigerð flokkist yfirleitt ekki til listgreina verður að segjast að Hafliði er sannkallaður listamaður á sínu sviði og því verður afar spennandi að sjá hvað hann býður upp á á föstudag. Að njóta góðs matar er lífsnautn og það sama má segja um áhlustun góðrar tónlistar. Við ætlum að sameina þetta tvennt og því ætti útkoman ekki að svíkja nokkurn mann,“ segir Margrét að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er miðaverð 1.800 kr. vigdis@frettabladid.is Konfekt fyrir munn og eyru MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR OG HAFLIÐI RAGNARSSON Listamenn hvort á sínu sviði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ASNE SEIER- STAD Norskur rithöfundur sem sló í gegn með Bóksalan- um frá Kabúl. YRSA SIGURÐARDÓTTIR Metsöluhöfundurinn Yrsa les úr glænýrri spennusögu sinni annað kvöld. Bókaforlagið Bjartur stendur fyrir upplestrar- kvöldi á kaffihúsinu Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 annað kvöld kl. 20.30. Þetta verður krassandi kvöld- stund þar sem lesið verður úr nýútkomnum glæpasögum. Ingunn Ásdísardóttir les upp úr þýðingu sinni á bókinni Drápin eftir Andreu Mariu Schenkel. Bókin byggist á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Þýskalandi um miðja síðustu öld. Á bóndabænum Tannöd fundust lík allra heim- ilismanna og af verksummerkjum að dæma höfðu þau öll verið myrt. Meðal hinna látnu voru hjónin á bænum, en þau höfðu orð á sér fyrir að vera gráðug, illskeytt og skapstygg. Margir í sveitinni áttu í útistöðum við hjónin og því var nokkur fjöldi fólks sem lá undir grun. Málið er þó enn óupplýst þrátt fyrir að reynt hafi verið að upplýsa það allt fram til þessa dags. Lesið verður upp úr Horfinn eftir Robert Goddard, í þýðingu Ugga Jónssonar. Bókin segir frá Lance Bradley sem lifir viðburðasnauðu lífi þar til systir gamals vinar hans biður hann um hjálp. Vinurinn, Rupert Alder, er horfinn en allt útlit er fyrir að hann hafi verið potturinn og pannan í svikamyllu sem hefur haft fé af fyrirtæki nokkru. Yrsa Sigurðardóttir les upp úr bók sinni Aska, sem kemur út á fimmtudaginn, en vonir standa til að nokkur eintök verði komin í Bókabúð Máls og menningar á miðvikudagskvöldið. Sumarið 2007 koma í ljós líkamsleifar við uppgröft húss sem fór undir ösku í eldgosinu í Eyjum árið 1973. Á sama tíma finnst kona myrt í Reykjavík. Þóra Guðmundsdóttir lögmaður, sem lesendur þekkja úr fyrri bókum Yrsu, glímir við að finna tengsl á milli þessara voðaverka. - vþ Æsispennandi kvöld með krimmum Kl. 17 Reykjavíkurakademían stendur fyrir umræðufundi í húsnæði sínu að Hringbraut 121 í dag kl. 17. Umræðu- efni fundarins eru grunngildi samfélagsins. Mælendur á fundinum eru Miriam Rose sem hefur tekið þátt í mótmælum Saving Iceland, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Viðar Þor- steinsson heimspekingur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.