Fréttablaðið - 20.11.2007, Side 36
20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
folk@frettabladid.is
Antonio Maria Costa, yfirmaður
eiturlyfjaeftirlits Sameinuðu þjóð-
anna, hefur gagnrýnt stjörnurnar
Amy Winehouse og Kate Moss
harðlega fyrir að láta eiturlyf líta
lokkandi og heillandi út. Hann
varaði við þeim hættum sem
steðja að Bretlandi frá kól-
umbískum eiturlyfjabarón-
um og hafa slæm áhrif á líf
milljóna Afríkubúa, þar
sem lyfin eru flutt í
gegnum þá heimsálfu.
„Sjáið bara Kate
Moss, sem fær enn þá
frábær verkefni eftir að hafa
verið mynduð við að sniffa kókaín.
Rokkstjörnur eins og Amy Wine-
house verða frægar af því að
syngja „Ég ætla ekki í meðferð“,
þó að hún hafi virkilega
þurft á því að halda og að
lokum leitað sér
hjálpar,“ segir Costa,
og vísar þar með í lag
Winehouse, Rehab.
„Eitt sniff hér og
þar í Evrópu
veldur öðrum
harmleik í Afr-
íku, og bætir þar
með við fátækt-
ina, atvinnuleysið
og farsóttirnar,“
segir hann.
Kókaínneysla
Kate Moss var fest á filmu í sept-
ember 2005. Eftir heimsskandal
var fyrirsætan þó fljót að ná sér á
strik aftur og krækti í samninga
við risahönnuði eins og Christian
Dior í kjölfarið. Winehouse tók
of stóran skammt eiturlyfja í
ágúst á þessu ári og dvaldist í
kjöl- farið á meðferðar-
heimili um stund.
Hún virðist þó ekki
hafa náð fullum
bata.
Kókaínstjörnur gagnrýndar
HEILLANDI
Yfirmaður eiturlyfja-
eftirlits Sameinuðu
þjóðanna hefur gagnrýnt
Amy Winehouse fyrir að
láta eiturlyf líta lokkandi
út fyrir áhorfendur.
AFHJÚPUÐ Eiturlyfjaneysla
Kate Moss var fest á filmu
í september 2005, en
sú afhjúpun hefur ekki
dregið mikinn dilk á eftir
sér fyrir fyrirsætuna.
Tónlistarmaðurinn Páll
Óskar Hjálmtýsson hélt
útgáfutónleika á Nasa á
laugar dagskvöld til að
fagna sinni fyrstu dansplötu
í átta ár, Allt fyrir ástina.
Eins og búast mátti við var troð-
fullt á tónleikunum og hélt Páll
Óskar uppi feiknastuði. Spilaði
hann lögin af nýju plötunni auk
þess sem eldri slagarar fengu að
fylgja með.
Feiknastuð hjá Páli Óskari
LITRÍKT Stemningin var einstaklega litrík og góð á Nasa á laugardagskvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
PÁLL ÓSKAR Páll Óskar hélt uppi feikna-
stuði enda ekki þekktur fyrir neitt annað.
STEMNING Eins og sjá má var
stemningin á Nasa gríðarlega góð.
Félagarnir Daddi og útvarps-
maðurinn Ívar Guðmundsson
voru í góðum gír.
SETH SHARP
Tónlistarmað-
urinn Seth
Sharp fylgdist
með kollega
sínum Páli
Óskari troða
upp.
RÚNAR OG DAVÍÐ Útvarpsmaðurinn
Rúnar Róbertsson og Idol-stjarnan
Davíð Smári brostu út að eyrum.
TVÆR Í STUÐI Þessar tvær blómarósir
voru í hörkustuði á Nasa.
„Ég myndi elska að vera
kölluð kynþokkafull,
þó ekki væri nema
einu sinni. Bara af
því að þá væri ég að
minnsta kosti eitt-
hvað annað en sæt.“
LEIKKONAN JENNIFER LOVE
HEWITT hefði varla mikið
á móti því að komast á
lista yfir kynþokkafyllstu stjörnurnar.
„Mig langar að vera eins og
Britney. Kannski betri, en ég
vil ekki skyggja á hana!“
LITLA SYSTIR BRITNEY, JAMIE LYNN
SPEARS, virðist vera á báðum
áttum með hversu mikið hún vill
líkjast stóru systur.
„Ég þoli ekki sæta stráka. Ég
vil frekar strák með bumbu
en strák sem er í ræktinni
alla daga og er meðvitaður
um hvað hann borðar.“
SMEKKUR HEROES-GELLUNNAR ALI LARTER ætti að
gleðja einhverja drengi.