Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 20.11.2007, Qupperneq 42
34 20. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR HANDBOLTI Dregið var í átta liða úrslit í Eimskipsbikar karla í hádeginu í gær. Óhætt er að segja að drátturinn hafi verið tvískiptur þar sem í boði verða tveir stórleikir og svo tveir leikir þar sem minni spá- menn eru á meðal þátttakenda. Bikarmeistarar Stjörnunnar þurfa að sækja Fram heim í Safamýri en þessi lið áttust einmitt við í úrslitum bikarkeppn- innar á síðustu leiktíð. Svo tekur Valur á móti Haukum. Þróttur úr Vogum er óvænt í átta liða úrslitum en liðið tekur ekki þátt í deildarkeppninni. Liðið er þjálfað af Sigurði Vali Sveins- syni, fyrrum stórskyttu. Leikirnir fara fram 2. og 3. desember. - hbg Eimskipsbikar karla: Meistararnir í Safamýrina MÆTAST AFTUR Fram og Stjarnan mæt- ast í stórleik átta liða úrslitanna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL DRÁTTURINN 8-liða úrslit: Fram - Stjarnan Valur - Haukar Afturelding B - Akureyri Þróttur Vogum - Víkingur GOLF Birgir Leifur Hafþórsson er í 17.-23. sæti þegar aðeins einn hringur er eftir á lokaúrtökumót- inu fyrir Evrópumótaröðina. Hann kom í hús í gær á 71 höggi eða eina höggi undir pari. Birgir Leifur er samtals á fimm högg- um undir pari og er jafn öðrum í 17.-23. sæti en 30 efstu kylfing- arnir á mótinu öðlast þáttökurétt á Evrópumótaröðinni. „Þetta er búið að ganga fínt og spilamennskan ágæt. Ég tel mig samt eiga meira inni og vonandi kemur það hjá mér á lokadegin- um,“ sagði Birgir Leifur við Fréttablaðið í gær. Þó að staða Birgis sé góð er hún einnig við- kvæm og ljóst að hann má ekki við miklum áföllum á loka- hringnum til þess að ná takmarki sínu. „Þetta er einn þéttur pakki. Ég verð að passa mig því það er stutt í báðar áttir. Það er mikil spenna og hvert högg skiptir gríðarlegu máli. Stöðugleikinn hefur verið fínn hjá mér en ég hefði viljað komast undir 70 höggin,“ sagði Birgir Leifur en hann hefur minnst leikið á 70 höggum og mest á 73 höggum á þessum fimm hringjum. Hann byrjaði á því að para fyrstu tvær brautirnar í gær en síðan fékk hann skolla á þriðju og sjöttu braut. Hann lét það ekki koma sér úr jafnvægi heldur fékk hann fugl á sjöunda, áttundu og níundu braut og litlu mátti muna að hann fengi einnig fugl á þeirri tíundu. „Ég var að spila vel en púttin voru ekki alveg að detta. Ég reyndi bara að hugsa jákvætt og hugsa aðeins um eitt högg í einu. Mér leið strax betur þegar fuglarnir fóru að detta. Það hefur vantað að púttinn detti ofan í hjá mér, ég hef verið að pútta vel en það lekur oft rétt framhjá,“ sagði Birgir. Það er aðeins einn hringur eftir hjá Birgi og hann mætir bjart- sýnn til leiks. „Lokahringurinn leggst vel í mig. Ég mun halda áfram að hugsa jákvætt og reyna að gera hlutina með einföldum hætti. Ég hef engu að tapa en allt að vinna. Það kemur samt ekk- kert annað til greina en að kom- ast áfram,“ sagði Birgir Leifur en hvað gerir hann til þess að búa sig undir hringinn mikilvæga? „Ég hugsa mikið um öndun og svo finnst mér gott að slaka á og horfa á góða þætti eða mynd. Ég er með tvær góðar hérna með De Niro sem ég mun skoða fyrir hringinn. De Niro er algjör meistari og vonandi hefur hann góð áhrif. Annars verður hann ekki notaður aftur,“ sagði Birgir léttur á því. henry@frettabladid.is Býr sig undir lokahringinn með því að horfa á mynd með De Niro Birgir Leifur Hafþórsson er aðeins einum golfhring frá því að öðlast þátttökurétt á Evrópumótaröðinni annað árið í röð. Birgir Leifur lék vel aftur í gær en hann hefur verið mjög stöðugur á lokaúrtökumótinu. Hann ætlar að horfa á kvikmynd með Robert De Niro til þess að koma sér í gírinn fyrir lokahringinn. EINBEITTUR Birgir Leifur sést hér einbeittur á svip í gær. Hann er í kjöraðstöðu til þess að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumóta- röðinni annað árið í röð. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: AFSLÁTTUR 35% KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar lentu ekki í miklum vandræðum gegn fámennu liði Tindastóls og vann þægilegan tuttugu stiga sigur, 98- 78. Njarðvíkingar mættu til leiks með nýjan Bandaríkjamann en Damon Bailey var tiltölulega nýlentur á landinu og var hent strax í búning. Hann byrjaði þó ekki leikinn. Jafnræði var með liðunum lengstum í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en Njarðvíkingar settu í gírinn og keyrðu upp hrað- ann sem eitthvað fór að gerast. Þeir skoruðu úr fjölda hraðaupp- hlaupa og röðuðu þess utan niður einum níu þriggja stiga skotum í hálfleiknum. Brenton var heitur í hálfleikn- um með 15 stig og þrjár þriggja stiga körfur en hann endaði með sex slíkar. Stólarnir réðu ekkert við hraða Njarðvíkinga og misstu þá þrett- án stigum fram úr sér í leikhléi, 54-41, eftir að munurinn hafði aðeins verið tvö stig eftir fyrsta leikhluta, 20-18. Njarðvík byrjaði þriðja leik- hluta af sama krafti og komu muninum í 20 stig fyrir lok leik- hlutans, 76-56 og ballið búið. Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvíkur, var eðlilega sáttur með sína menn í leikslok. „Við vorum alveg steinsofandi í upp- hafi en eftir að við sprengjum leikinn upp ráða þeir ekkert við okkur og við hristum þá af okkur,“ sagði Teitur en hann var sáttur við Brenton og ekki síst Hjört Einarsson sem kom sterkur inn og skoraði 18 stig. „Æðislega gaman að fylgjast með Hirti en hann er ekki nema 18 ára þessi strákur og sjálfs- traustið er flott hjá honum. Hann var ákveðinn báðum megin og ég er virkilega sáttur við þennan sigur.“ - hbg Njarðvík lagði Tindastól, 98-78: Brenton braut Stólana STIG NJARÐVÍKUR: Brenton Birmingham 28, Hjörtur Einarsson 18, Hörður Axel Vil- hjálmsson 15, Sverrir Þór Sverrisson 9, Jóhann Árni Ólafsson 8, Friðrik Stefánsson 7, Damon Bailey 7, Guðmundur Jónsson 3, Elías Kristj- ánsson 3. STIG TINDASTÓLS: Donald Brown 22, Kristinn Friðriks- son 16, Svavar Birgisson 11, Shamir Shaptahovic 11, Marcin Konarzewski 10, Ísak Einarsson 5, Serge Poppe 3. HART BARIST Stólarnir réðu ekkert við hraða Njarðvíkinga sem unnu leikinn með tuttugu stiga mun. Brenton Birm- ingham skoraði flest stig í leiknum, 28 talsins. MYND/VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.