Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 10
 3. desember 2007 MÁNUDAGUR F plús hjá VÍS er samheiti yfir tryggingar fyrir fjölskyldur og heimili. Þarfir fólks, fjölskyldu- og heimilishagir eru mismunandi og þess vegna er mikilvægt að hafa tryggingu sem tekur mið af því. Kynntu þér F plús og veldu þá tryggingu sem hentar þér og þínum best. VÍS – ÞAR SEM TRYGGINGAR SNÚAST UM FÓLK Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 www.vis.is TRYGGING SEM VEX MEÐ ÞÉR V IN S Æ L A S T A F J Ö L S K Y L D U T R Y G G IN G IN VÍÐTÆK ASTA FJ ÖLSKYL DUTRYG GINGIN F í t o n / S Í A Ó D Ý R O G H A G K V Æ M Ó D Ý R M E Ð F E R Ð A T R Y G G IN G U M DÓMSMÁL Óbyggðanefnd fór ekki að lögum þegar hún úrskurðaði að ríkissjóður ætti að greiða lög- manni jarðeiganda, en ekki land- eigandanum sjálfum, kostnað við málarekstur fyrir nefndinni. Um er að ræða landeiganda í Jökuldal sem ásamt öðrum var að verjast þjóðlendukröfum fyrir óbyggðanefnd. Hann sætti sig ekki við að þóknun vegna máls- kostnaðar var látin renna beint til lögmanns hans en ekki til landeig- endanna eins og krafa var gerð um. Hann kvartaði við Umboðs- mann Alþingis. Lögmaðurinn vann fyrir um þrjátíu jarðeigendur. Óbyggða- nefndin sagði vinnu hans á marg- an hátt nýtast þeim sameiginlega. Erfitt væri að greina vinnufram- lag lögmanns fyrir hvern og einn. Umboðsmaður Alþingis sagðist hafa vissan skilning á sjónarmiði óbyggðanefndar. Samkvæmt lögum ætti nefndin hins vegar að úrskurða málsaðilum sjálfum, landeigendunum en ekki lögmönn- um þeirra, kostnað í slíkum málum. „Þótt hvorki málsaðilar né lög- menn hafi bæði almennt hingað til og í þessu máli gert athugasemd við það fyrirkomulag sem hefur tíðkast hjá nefndinni þá getur það ekki réttlætt það að vikið sé frá efni lagaákvæðis sem Alþingi hefur sett,“ segir Umboðsmaður Alþingis og leggur fyrir óbyggða- nefnd að hún taki mál landeigand- ans til endurskoðunar biðji hann um það. - gar Óbyggðanefnd braut lög á landeiganda í Jökuldal með úrskurði á málskostnaði: Greiddi röngum aðila þóknun JÖKULDALUR Landeigandi í Jökuldal á sjálfur að fá greiddan málskostnað fyrir óbyggðanefnd en ekki lögmaður hans beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Karlmaður á fertugsaldri var í síðustu viku dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu fíkniefna í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Lögregla leitaði á manninum í kjölfar umferðar- óhapps við Bægisá í Hörgárbyggð í nóvember 2006 og fann tæp fjögur grömm af hassi og tæp nítján grömm af amfetamíni í fórum hans. Hinn ákærði hafði verið ásamt tveimur öðrum mönnum í bíl sem ekið var út af veginum við Bægisá í Öxnadal. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni ásamt mönnunum tveimur 34 e-töflur og tæp tíu grömm af amfetamíni, sem fundust við leit í bílnum. Samkvæmt framburði lögreglumanna voru mennirnir þrír í annarlegu ástandi þegar lögreglu bar að garði. Þá var hinn ákærði sýnilega ölvaður og bar þess merki að vera undir áhrifum fíkniefna, en hann hefur hlotið ýmsa refsidóma frá árinu 1990. Hinn ákærði játaði að hafa haft í vörslu sinni smáræði af hassi en neitaði að bera ábyrgð á hinum fíkniefnunum, en það féllst dómari ekki á. Maðurinn kvaðst fyrir dómi vera hættur að neyta fíkniefna og framvísaði þar að auki vottorði frá vinnuveitanda um að hann hefði stundað vinnu og staðið sig með prýði. Það varð honum til refsimild- unar. Fíkniefni fundust í fórum mannsins eftir að bíll sem hann var farþegi í lenti í umferðaróhappi. Hann var handtekinn í kjölfarið. Maðurinn játaði að hafa átt um fjögur grömm af hassi en vildi ekki kannast við fleiri fíkniefni sem fundust í bifreiðinni. Hann fékk vægari dóm þar sem dómara fannst sannað að maðurinn væri að reyna að bæta sitt ráð. - æþe Karlmaður dæmdur fyrir vörslu fíkniefna í Héraðsdómi Norðurlands eystra: Með hass, spítt og e-töflur SVEITARFÉLÖG Kostnaðarmat sveitar félaganna vegna frum- varps um menntun og ráðningu kennara sýnir að árlegur kostnað- arauki sveitarfélaganna vegna lengingar kennaranámsins nemur ríflega 800 milljónum króna árið 2018. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, sagði á Skólaþingi 2007 á föstudag að það væri varlega áætlað því að kostnaðaráhrifin yrðu þá ekki komin að fullu til framkvæmda. Þegar sú yrði raun- in myndu þau nema um 1,5 millj- örðum á ári. „Sambandið gerir að sjálfsögðu kröfu um að teknar verði upp við- ræður milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig sveitarfélög fái þenn- an kostnaðarauka bættan,“ sagði Halldór. Á Skólaþinginu var lögð fram Skólaskýrsla 2007. Hún sýnir að rekstrarútgjöld sveitarfélaga vegna leikskóla hafa snarhækkað frá árinu 2004. Rekstrarútgjöldin voru 13,9 milljarðar króna árið 2006 og höfðu þá hækkað um tæp- lega 4,5 milljarða króna uppreikn- að á verðlagi 2006, eða sem nemur 46 prósent- um. Veigamikil skýring aukinna rekstrarút- gjalda vegna leikskól- anna er sú að hlutdeild foreldra í rekstrarkostn- aðinum hefur minnkað verulega undangengin ár. Til marks um það má nefna að þjónustutekjur vegna leikskóla hafa lækkað um ellefu pró- sent frá árinu 2004, þegar hlutdeild foreldra nam 28 prósentum af rekstrarkostnaði. Í fyrra var þetta hlutfall nítján prósent. Rekstrarútgjöld vegna leikskóla námu um þrettán prósentum af skatttekjum sveitarfélaga í fyrra. Leikskólanemendur voru rúm- lega sautján þúsund talsins og stöðugildi alls starfsfólk ríflega fjögur þúsund talsins. Grunnskólanemend- ur voru tæplega 44 þús- und í fyrra og voru stöðugildi starfsfólks við kennslu tæplega 4.800. Rekstrarkostnaður vegna grunnskólanna nam tæplega 41 millj- arði króna í fyrra og hafði aukist um 5,7 milljarða eða sem nemur 15 prósentum frá 2004. Launakostnaður vegna grunnskólans nemur tveimur þriðju af rekstrarkostn- aði og hafa launahækkanir í gegn- um kjarasamninga talsverð áhrif. Árið 2006 nam rekstrarkostnaður vegna grunnskóla rúmlega þriðj- ungi af skatttekjum sveitarfélag- anna. ghs@frettabladid.is Lengra kennaranám kostar 800 milljónir Kostnaðarmat sveitarfélaganna vegna frumvarps um lengingu kennaranámsins sýnir árlegan útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin upp á 800 milljónir árið 2018. Þegar lengingin er komin til fullra áhrifa kostar lengingin 1,5 milljarða. Alls voru ríflega 61 þúsund barn í leikskólum og grunnskólum landsins á síðasta ári. Stofnan- ir voru 440 talsins, stöðugildi starfsfólks ríflega ellefu þúsund. Rekstrarkostnaður vegna grunn- skóla og rekstrarútgjöld vegna leikskóla námu samtals tæpum 55 milljörðum króna eða sem nemur tæplega helmingi af skatttekjum sveitarfélaganna það ár. HELMINGUR TEKNA Í SKÓLANA HALLDÓR HALLDÓRSSON VIÐRÆÐUR VERÐI TEKNAR UPP Sveitarfélögin hafa látið gera kostnaðarmat sem sýnir að lenging kennaranáms hafi kostnaðaráhrif upp á 1,5 milljarða króna þegar lengingin verður komin til fullra áhrifa. Samband íslenskra sveitarfélaga gerir kröfu um að teknar verði upp viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig sveitarfélög fái þennan kostnaðarauka bættan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.