Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 48
3. desember 2007 MÁNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Ja hérna hér!
Þú ert í ótrúlega
góðu formi
miðað við að
hafa verið
grænmeti svona
lengi!
Ákveðið! Matur
heima hjá mér
í kvöld!
Eh... já... og til
að vera viss
um að þú
svæfir vel!
Til að hvísla
línum úr
Tammy
Wynette-lögum
í eyra mitt?
Jói... Ja...
Jú... Hann
hefur nú
litið við...
Hvar
er Jói?
Hefurðu
séð litla
kúrekann
minn?
Virkilega
snemma! Eins
snemma og
er líffræðilega
mögulegt!
Mjög snemma!
Mamma
- vektu mig
snemma!
Bara
við!
Bara við!Ég vissi
það! Hann
elskar mig!
En ekki fyrr en það er
nauðsynlegt!
Hvað ætli þau
myndu segja...
Þau skilja nokkrar
skipanir - „Gefðu mér
mat“ - „Ég vil fara út“
- en vildirðu ekki óska
þess að þau gætu talað í
alvöru...
Gaaa!
Hvað
var þetta
eiginlega?
Hún var
bara að
prufukeyra
nýjan svip.
Vísindamenn eru vís-
ast ekki langt frá því
að fullþróa pillu
sem gerir okkur
kleift að vaka sólar-
hringum saman án
þess að finna fyrir
minnsta votti af þreytu.
Þessar fréttir hljóta að
teljast mikið gleðiefni
fyrir vinnualka, læknanema og
hermenn um heim allan. Nú er
bara að bíða í ofvæni eftir þessari
ótrúlegu framför sem kemur til
með að hleypa okkur inn á næsta
tilverustig mannkyns.
Að hugsa sér hve ljúft það væri
að geta sinnt sínum hugðarefnum
allan sólarhringinn án þess að
þreytast. Svo ekki sé minnst á að
þjóðarframleiðslan færi fram úr
björtustu vonum þar sem við
gætum unnið mikið meira. Eflaust
fylgja ástandinu einhverjir ókostir,
en það er ekki hlaupið að því að
koma auga á þá. Líkast til yrðum
við oftar svöng en við erum nú, sem
er vissulega ergjandi, en það hlýtur
senn að vera til pilla við því líka.
Reyndar má benda á að vísindin
vita ekki enn fyllilega hvers vegna
við þurfum á svefni að halda. Eitt
af fáu sem er ljóst varðandi svefn
er að hann er svo mikil frumþörf
að hann tekur af okkur völdin jafn-
vel þegar við vitum að hann verð-
ur okkar bani. Til eru mýmörg
dæmi um fólk sem látist hefur af
völdum svefns; nóg er að tína til
ökumenn, flugmenn og skipbrots-
menn í lífsháska.
Svefn getur sem sagt drepið og
því ber að fagna ef fáanleg verður
pilla sem getur forðað okkur frá
því að sofna undir stýri. Helsti
kostur pillunnar hlýtur þó að vera
að hún fjarlægir óþægindin sem
óhjákvæmilega af því hljótast að
halda sér vakandi lengi. Þessi
óþægindi voru á sínum tíma stað-
fest á vísindalegan hátt af hug-
rökkum bandarískum mennta-
skólanema sem kallaðist Randy
Gardner. Randy tók sig til á sjö-
unda áratug síðustu aldar og hélt
sér vakandi í 264 klukkustundir til
þess eins að kanna áhrif þess á
líðan sína. Að afrekinu loknu sagði
hann að sér liði mjög illa. Svo sofn-
aði hann.
STUÐ MILLI STRÍÐA Vökum að eilífu
VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR BÍÐUR SPENNT EFTIR UNDRALYFI
Litbrigði
galdranna
- Terry Pratchett -
,,Einn fyndnasti og besti
rithöfundur Bretlands”
The Independent