Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 52
32 3. desember 2007 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > BOND BRANDARAKARL Daniel Craig segir húmor ekki eiga mikið erindi í Bond-mynd- irnar. „Ég skil að stundum á fyndni rétt á sér. Ég þoli bara ekki skrifaða brandara. Mér hefur aldrei líkað þannig vinna og mér finnst það ekki fyndið,“ segir leikarinn. Barreikningur Lindsay Lohan gæti orðið sönn- unargagn í máli sem Raymundo Ortega hefur höfðað á hendur henni. Lohan keyrði aftan á bíl Ortega í Hollywood árið 2005 eftir að hafa snætt hádegismat á hinum geysivinsæla veitingastað The Ivy. Ortega heldur því fram að hún hafi neytt áfengis með matnum, og því verið undir áhrifum áfengis þegar áreksturinn átti sér stað. Til að sanna þetta hyggst Ortega leggja fram reikning Lindsay frá The Ivy á umræddum degi. Samkvæmt vefsíðunni Tmz.com sýnir reikning- urinn að matargestirnir fimm, þar með talin Lindsay Lohan, pöntuðu fjóra Ivy Gimlets, sterka vodkakokteila með myntu. Ortega vonast til að þetta nægi til að sanna sekt Lindsayar, en það gæti þó reynst erfitt að sýna fram á að Lindsay hafi drukkið kokteilinn. Lindsay hefur svarað lögsókninni með annarri lögsókn, og vill fá skaðabætur að andvirði 4,5 milljóna íslenskra króna frá Ortega. Málin tvö verða tekin fyrir í apríl á næsta ári. Reikningur af barnum sönnunargagn Flugleiðahópurinn sem ætlar að fljúga umhverfis hnöttinn á 26 dögum heim- sótti ABC barnahjálpina í Naíróbí í Keníu á ferð sinni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum fékk Icelandair það verkefni að fljúga með um níutíu manna hóp Kanadamanna um- hverfis hnöttinn. Í áhöfninni eru tíu Íslendingar en Kanadamenn- irnir þurftu að borga jafngildi um tveggja milljóna króna hver fyrir sætið. Kenía var níundi áfangastaðurinn af tólf ef Ísland er talið með. Hægt er að fylgjast með ferðinni á slóðinni heims- farar.blog.is en þar segir meðal annars um heimsóknina til barn- anna í Naíróbí: „Þar var mjög vel tekið á móti okkur og eyddum við nokkrum tímum með börnunum. ABC í Keníu er með þrjú hús þar sem börnin búa. Þetta eru börn sem eru annað hvort munaðarlaus eða koma úr fátækrahverfunum í borginni. Þórunn Helgadóttir, sendi- og kynningarfulltrúi ABC barnahjálpar, sem sér um starfið hér, sagði okkur að 3,5 milljónir manna búa í þessum fátækra- hverfum (slömmum) í Naíróbí og eru þetta fjölmennustu fátækra- hverfi í Afríku. Það var gaman að heimsækja Þórunni og börnin. Þau byrjuðu á því að spyrja okk- ur spjörunum úr um flug og svo sungu þau og dönsuðu fyrir okk- ur. Við gáfum þeim svo smá styrk sem verður notaður til að kaupa bækur og annað sem vantar.“ - sók Flugleiðafólk heimsótti ABC barnahjálp í Naíróbí GLEÐI OG GAMAN Krakkarnir sem njóta góðs af ABC barnahjálpinni brugðu á leik fyrir íslensku gestina. ÁHUGASÖM UM FLUG Jakob Schweitz Þorsteinsson, flugvirki hjá Icelandair, sagði börnunum ýmislegt um flugvélar. DRAKK LINDSAY? Raymundo Ortega heldur því fram að Lindsay Lohan hafi verið undir áhrifum áfengis þegar hún keyrði á bíl hans árið 2005. Kryddpían Geri Halliwell neydd- ist til þess að skilja átján mánaða dóttur sína Bluebell eftir heima þegar hún hélt af stað í tónleika- ferð sína um heiminn. „Cruz smit- aði hana af hlaupabólu,“ sagði Geri en sá er yngsti sonur Victoriu og Davids Beckham. „Hún er und- irlögð greyið svo ég skildi hana eftir heima. Alla jafna væru þau hlaupandi um allt hérna.“ Geri segir að krakkarnir elski að leika sér saman. „Við leyfum krökkunum að hittast og leika sér. Romeo og Bluebell kemur líka mjög vel saman. Við vorum að æfa um daginn og allir krakkarnir okkar voru að leika sér á sviðinu á sama tíma. Það kom mér til að brosa.“ Kryddpíurnar eiga samtals sjö börn. Victoria á synina Brook- lyn, Romeo og Cruz, Geri á Blue- bell, Emma á soninn Beau sem fæddist í ágúst síðastliðnum og Mel B. á tvær dætur, þær Phoenix Chi og Angel. Íþróttakryddið Mel C. er barnlaus enn sem komið er. Mikill spenningur ríkir víða vegna fyrirhugaðrar tónleikaferð- ar stelpnanna en Victoria hefur lýst því yfir á blogginu sínu að koma sjúkraliða sé gæðamerki. „Þegar við fórum einhverju sinni til Japans grét fólk. Ég er mjög hrifin af því. Það eru alvöru aðdá- endur sem gráta og líka þeir sem falla í yfirlið. Það er alltaf gæða- merki þegar sjúkraliðarnir eru kallaðir til. Það sýnir að aðdáend- unum er alvara.“ Hlaupabóla herjar á Kryddpíubörn RÍKAR AF BÖRNUM Kryddpíurnar eiga samanlagt sjö börn. Tvö þeirra eru með hlaupabólu. Sendu sms BTC BMF Á númerið 1900og þú gætir unnið! Vinningar eru DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Kemur í verslanir 6. desember!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.