Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 4
4 3. desember 2007 MÁNUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
Akureyri fékk nokkrar tilkynning-
ar um umferðaróhöpp í krapanum
þar í gær.
Ungur ökumaður missti stjórn á
bíl sínum á Eyjafjarðarvegi og
hafnaði úti í Eyjafjarðará.
Sjúkrabíll ók honum á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri en hann
reyndist ekki alvarlega meiddur.
Annar ungur ökumaður ók
niður fjóra ljósastaura við
Eyrarlandsveg hjá Akureyrar-
kirkju. Hann slapp ómeiddur. Þá
missti ökumaður stjórn á bíl
sínum á Vaðlaheiði og ók á
mannlausan bíl, sem hafnaði utan
vegar. Engan sakaði. - sh
Krapi olli slysum á Akureyri:
Ók niður fjóra
staura í krapa
ORKUMÁL Tæknin sem íslensk-
bandaríska sprotafyrirtækið Car-
bon Recycling International
(CRI) ætlar að beita til að fram-
leiða eldsneyti á bíla úr koltvísýr-
ingi er að hluta til ættuð frá
bandarísku geimvísindastofnun-
inni NASA. Þar er um að ræða
búnað sem þróaður hefur verið í
því augnamiði að gera Marsför-
um kleift að framleiða eldsneyti
til heimferðar til jarðar úr því
hráefni sem til staðar er á Mars.
Þetta kom fram á ráðstefnu
sem CRI stóð fyrir í Norræna
húsinu á föstudag, en þar talaði
meðal annars Jonathan Whitlow,
prófessor við Florida Institute of
Technology sem unnið hefur að
þróun þessarar tækni fyrir
NASA.
Aðalræðumaður á ráðstefnunni
var annars G.K. Surya Prakash,
prófessor við Loker Hydrocarbon
Institute við Háskóla Suður-Kali-
forníu, en sú stofnun hefur í ára-
tugi unnið að því að beita efna-
fræði til að framleiða eldsneyti
sem komið geti í stað jarðefna-
eldsneytis. Prakash er boðberi
þess að koltvísýringur verði nýtt-
ur í stórum stíl í þessum tilgangi,
með framleiðslu metanóls. Met-
anólið sé síðan hægt að nota sem
eldsneyti ekki aðeins á bruna-
hreyflaknúin heldur líka efna-
rafalsknúin ökutæki.
CRI ætlar sér að reisa tilrauna-
metanólverksmiðju í Svartsengi.
- aa
Áformuð eldsneytisframleiðsla í Svartsengi úr koltvísýringi og jarðhitaorku:
Marsfaratækni beitt á Íslandi
G.K. SURYA PRAKASH
KÍNA:
Kínversk ungfrú heimur
Zhang Zilin, sem var kjörin Ungfrú
heimur í heimalandi sínu Kína á
laugardag, er fyrst keppanda frá
austurhluta Asíu sem
ber sigur úr býtum
í keppninni. Ungfrú
Angóla lenti í öðru sæti
og í því þriðja lenti
ungfrú Mexíkó. Alls
tóku 106 stúlkur þátt
í keppninni, þar á
meðal Jóhanna
Vala Jónsdóttir
sem keppti fyrir
Íslands hönd.
SERBÍA:
Framtíð Kosovo í uppnámi
Á miðvikudag slitnaði upp úr við-
ræðum um framtíð Kosovo-héraðs,
en 10. desember rennur út frestur
sem Sameinuðu þjóðirnar hafa til
þess að tryggja samkomulag Serba
og Kosovo-Albana. Fulltrúar Kosovo
féllust ekki á að draga úr kröfum
sínum um fullt sjálfstæði héraðs-
ins, en reynt hafði verið að finna
málamiðlun á þriggja daga fundi í
Austurríki. Bæði Serbar og Kosovo-
Albanir fengust þó til að heita því
að grípa ekki til ofbeldis til að leysa
deiluna.
NEPAL:
Fótspor snjómannsins
Bandarískur þáttastjórnandi, Josh
Gates, telur sig hafa fundið sönnun
þess að snjómaðurinn ógurlegi sé
í raun til og búi á Mount Everest.
Gates segist hafa fundið þrjú
fótspor 28. nóvember þegar hann
var að rannsaka slóðir þar sem fólk
hefur sagst hafa séð snjómanninn.
Sýndu fótsporin 33 sentimetra
langan fót með fimm tær. Ang
Tshering, forseti nepölsku fjall-
göngusamtakanna, segir líklega um
bjarnarfótspor að
ræða og bendir
á að lýsingar
heimamanna á
snjómanninum
bendi til að
hann sé með
fjórar tær.
BJÖRGUN Bátnum Fanneyju RE 31
var bjargað á þurrt í fyrrinótt
eftir að hafa sokkið í höfnina við
Stykkishólm aðfaranótt laugar-
dags. Báturinn, sem er 30 tonn að
þyngd, sökk í aftakaveðri eftir að
hafa slegist utan í höfnina og
farið á hliðina.
Köfunarþjónusta Ásgeirs og
Marteins frá Akranesi sá um
neðansjávarvinnuna.
Fyrirhugað er að senda bátinn í
slipp á Akranesi. Þar mun eiga að
breyta honum í fullbúinn
skemmtibát. - sh
Bátur sökk í Stykkishólmshöfn:
Fanneyju bjarg-
að upp á þurrt
FANNEY Á KAFI Báturinn sökk í aftaka-
veðri. MYND / GUÐBJARTUR ÁSGEIRSSON
RÚSSLAND, AP Rússneski auðjöfur-
inn Boris Bereszovskí, sem býr í
útlegð í Bretlandi, hefur verið
dæmdur fyrir fjársvik og á yfir
höfði sér allt að sex ára fangelsi.
Berezovskí var ekki viðstaddur
réttarhöldin.
Rússnesk stjórnvöld hafa árum
saman viljað fá Berezovskí
framseldan, en Bretar jafnan
hafnað því. Rússar hafa meðal
annars kennt Berezovskí um að
hafa látið myrða njósnarann
fyrrverandi, Alexander Litvin-
enko, og blaðakonuna Önnu
Politkovsköju, í þeim tilgangi að
láta líta svo út sem Vladimír Pútín
Rússlandsforseti standi á bak við
þessi morð. - gb
Auðjöfurinn Berezovskí:
Rússar sakfella
Berezovskí
RÚSSLAND, AP Milljónir Rússa
gengu að kjörborðinu í gær í þing-
kosningum sem kosningaeftirlits-
stofnanir segja markaðar af kosn-
ingasvindli til að tryggja sigur
stjórnmálaflokksins Sameinaðs
Rússlands þar sem Vladímír
Pútín Rússlandsforseti situr í
efsta sæti.
Samkvæmt fyrstu útgöngu-
spám fékk Sameinað Rússland
yfir 60 prósent atkvæða. Næst-
mest fylgi fékk Kommúnista-
flokkurinn með 11,5 prósent.
Tveir flokkar í viðbót, sem báðir
styðja Sameinað Rússland, náðu
sjö prósenta atkvæða þröskuldin-
um: Frjálslyndir demókratar og
Réttlátt Rússland.
Þó að kosningarnar í gær hafi
formlega séð snúist um að skipa í
450 sæti Dúmunnar, neðri deildar
rússneska þingsins, lögðu stjórn-
völd þær upp sem þjóðaratkvæða-
greiðslu sem snerist um áfram-
haldandi völd Pútíns með því
loforði að stórsigur Sameinaðs
Rússlands myndi gera Pútín kleift
að sitja áfram við stjórnvölinn
eftir að seinna kjörtímabilinu
hans lýkur í maí.
Margir kjósendur kvörtuðu
yfir því að hafa verið beittir
þvingunum sem kosningaeftir-
litsstofnanir sögðu hluta af skipu-
lagðri herferð til að auka kjör-
sókn og stuðla að sigri Sameinaðs
Rússlands. Alexander Kynev, sér-
fræðingur hjá óháðu kosningaeft-
irlitsstofnuninni Golos, sagði
skráð dæmi um að kjósendur
hefðu fengið greitt fyrir að kjósa
Sameinað Rússland. Í einum bæ
sögðust kjósendur hafa fengið
kjörseðla þar sem búið var að
merkja við Sameinað Rússland og
í Tsjetsjeníu, þar sem kjörsókn
var 99 prósent, sögðust vitni hafa
séð kosningastarfsmenn fylla út
atkvæðaseðla. Einnig voru dæmi
um að starfsfólki var skipað að
kjósa Sameinað Rússland ella
yrði það rekið.
Samkvæmt könnun frá því í
nóvember styðja tveir af hverj-
um þremur Rússum áframhald-
andi völd Pútíns. „Ég kaus Sam-
einað Rússland vegna þess að frá
því hann tók við völdum hefur
mér byrjað að líða eins og mann-
eskju í samanburði við hversu
illa okkur leið á dökku tímunum
upp úr 1990,“ sagði Raisa Trety-
akova, 61 árs gömul kona sem
kaus í Sankti Pétursborg. „Í dag
er allt skýrt og stöðugt í til-
verunni. Orð forsetans eru alltaf
í samræmi við gerðir hans. Hvað
aðra frambjóðendur varðar
vitum við enn ekki á hvaða braut
þeir myndu leiða okkur.“
sdg@frettabladid.is
Þvingunum beitt á
rússneska kjósendur
Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, vann fyrirséð-
an stórsigur í þingkosningunum í gær samkvæmt fyrstu útgönguspám. Fregnir
bárust víða að um kosningasvindl til að að tryggja sigur Sameinaðs Rússlands.
STUÐNINGSMAÐUR PÚTÍNS Dæmi voru um kosningaáróður á kjörstað þrátt fyrir að
það sé bannað á kjördag samkvæmt kosningalögum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Í dag er allt skýrt og
stöðugt í tilverunni.
RAISA TRETYKOVA
61 ÁRS Í SANTKI PÉTURSBORG
ERLENT
GENGIÐ 30.11.2007
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
118,6192
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
60,80 61,10
125,78 126,40
89,76 90,26
12,034 12,104
11,056 11,122
9,576 9,632
0,5492 0,5524
96,65 97,23
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
„MIKIÐ ÓSKAPLEGA ER ÞETTA
GÓÐUR SKÁLDSKAPUR“
„JÓN KALMAN ER KOMINN
Í RÖÐ OKKAR MESTU OG
MIKILVÆGUSTU HÖFUNDA“
– PÁLL BALDVIN, FRÉTTABLAÐIÐ
„ÞETTA ER FRÁBÆR SKÁLDSAGA“
–JÓN YNGVI, ÍSLAND Í DAG
KOLBRÚN
BERGÞÓRSDÓTTIR
KILJAN
6. SÆTI
Á METSÖLU
LISTA
EYMUNDS
SON