Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 50
30 3. desember 2007 MÁNUDAGUR
menning@frettabladid.is
Fyrir tveimur árum síðan ætlaði
allt um koll að keyra í heimi mynd-
listarinnar. Ástæðan var sú að 22
strigamálverk og 10 málverk á
tréplötum eftir meistarann Jack-
son Pollock fundust í geymslu-
rými í Long Island í Bandaríkjun-
um. Verkin voru öll áður óþekkt
og talin vera frá sérlega mikil-
vægu tímabili í sögu listamanns-
ins þegar hann var að þróa sér-
stakan slettustíl sinn á árunum
1946-1949.
En nú kárnar gamanið vegna
þess að James Martin, efnafræð-
ingur sem sérhæfir sig í aldri
listaverka, hefur greint málning-
una í verkunum og komist að
þeirri niðurstöðu að viss efni í
henni hafi ekki verið framleidd
fyrr en eftir árið 1956, en það var
dánarár listamannsins. Að auki
segir Martin eina af tréplötunum
tíu sem verkin eru máluð á vera
frá áttunda áratugnum.
Niðurstöður Martins hafa óhjá-
kvæmilega mikil áhrif á gildi
verkanna, en athygli hlýtur að
vekja að það var Alex Matter,
sjálfur fundarmaður og eigandi
þeirra, sem fékk Martin til starfs-
ins.
Matter kveðst hafa fundið verk-
in þegar hann var að taka til í
geymslu móður sinnar heitinnar.
Faðir hans, sem einnig er látinn,
hafði verið náinn vinur og nágranni
Pollocks og því þótti líklegt að
myndirnar væru ófalsaðar. Matter
hefur frá upphafi staðfastlega
neitað því að hann ætli sér að
græða peninga á sölu verkanna.
Fljótlega eftir fundinn komust þó
sögusagnir á kreik um að hann
væri þegar búinn að selja nokkrar
myndir.
Lögmaður Matters vill ekki
samþykkja niðurstöður Martins
sem endanlegar og óyggjandi.
Lögmaðurinn vill meina að litar-
efnin umdeildu gætu vel hafa
verið til fyrir dauða Pollocks en að
einkaleyfi hafi ekki fengist fyrir
þeim fyrr en löngu seinna.
Raddir þeirra sem draga heiðar-
leika Matters í efa magnast
stöðugt. Flestir, gagnrýnendur
sem aðrir, eru þó sammála um að
ef um falsanir sé að ræða séu þær
stórkostlega vel gerðar. - vþ
KVENNAKÓR GARÐABÆJAR Hélt tónleika í Kaupmannahöfn í haust.
Hinir árlegu aðventutón-
leikar Kvennakórs Garða-
bæjar í Digraneskirkju fara
fram í kvöld kl. 20. Gestir
kórsins að þessu sinni eru
þau Kristjana Stefánsdóttir
djasssöngkona og gítarleik-
arinn Ragnar Örn Emils-
son. Efnisskrá tónleikanna
verður sérlega hátíðleg að
vanda en einkennist jafn-
framt af fjölbreytni.
„Að þessu sinni eru eingöngu jóla-
lög á efnisskránni hjá okkur, bæði
íslensk og erlend,“ segir Ingibjörg
Guðjónsdóttir, stjórnandi kórsins.
„Hingað til höfum við haft jólatón-
list í bland við aðra sígilda tónlist á
aðventutónleikum okkar, en við
ákváðum að láta hátíðarstemning-
una ráða ríkjum þetta árið. Þrátt
fyrir að lögin sem við flytjum á tón-
leikunum séu mörg ólík innbyrðis
sameinar hátíðarblærinn þau öll.
Tónlistin er aðgengileg og sniðin til
þess að koma fólki í jólaskapið. Því
ættu allir að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi á tónleikunum.“
Kórinn hefur ekki áður flutt
djasstónlist á aðventutónleikum
sínum og því er skemmtileg
nýbreytni í því að fá færa djasstón-
listarmenn til að krydda flutning-
inn. Tónleikarnir hefjast á flutn-
ingi kórsins á sígildri jólatónlist,
en eftir hlé taka þau Kristjana og
Ragnar við og leika nokkur lög.
Tónleikunum lýkur á því að djass-
ararnir og kórinn sameinast og
flytja nokkur vel valin jólalög
saman.
Kvennakór Garðabæjar hefur
verið starfandi í átta ár og eru með-
limir hans fjörutíu talsins. Kórinn
hefur verið afar virkur þessi átta
ár og haldið fjölda tónleika hér-
lendis og erlendis. Til gamans má
geta þess að kórinn er nýkominn
heim úr vel heppnaðri tónleikaferð
til Kaupmannahafnar. Ingibjörg
segir fjöldamörg verkefni fram
undan. „Okkur þykir skemmtilegt
að feta nýjar brautir og því ætlum
við að breyta til í tónleikahaldi
okkar með vorinu. Við höfum fram
að þessu yfirleitt einbeitt okkur að
fremur blandaðri efnisskrá og fjöl-
breytileikinn hefur verið hálfgert
einkenni á tónleikum okkar. En í
vor stefnum við að því að halda
stóra tónleika með strengjasveit
þar sem við flytjum eingöngu
kirkjutónlist sem tengist föstunni,“
segir Ingibjörg að lokum.
Miðaverð er 2.000 kr. við inn-
ganginn en 1.700 kr. fyrir lífeyris-
þega. Ungmenni fimmtán ára og
yngri fá frítt inn á tónleikana.
vigdis@frettabladid.is
Íslensk og
erlend jólalög
VERKIÐ NUMBER ONE EFTIR JACKSON
POLLOCK Verkið er ekki eitt þeirra sem
fjallað er um í fréttinni, en það sýnir vel
sérstakan slettustíl Pollocks.
Litarefni skipta sköpum
JÓNAS INGIMUNDARSON Hann er einn af okkar
ástsælustu tónlistarmönnum.
Píanóleikarinn Jónas Ingimundarson
heldur tónleika í Salnum í Kópavogi á
miðvikudagskvöld kl. 20.
Tilefnið er útgáfa á tveim geisladiskum
þar sem Jónas leikur perlur eftir Chopin,
Mozart, Schubert, Schumann, Händel og
Brahms. Um nýjar hljóðritanir úr Salnum
er að ræða sem Sveinn Kjartansson hjá
Stafræna hljóðupptökufélaginu annaðist.
Diskarnir verða til sölu á tónleikunum og
verður hægt að krækja sér í áritun Jónasar
að tónleikum loknum.
Á efnisskránni á miðvikudag verða þrjú
öndvegisverk Beethovens: Tunglskinssón-
atan, Pathetique-sónatan og Appassionata
op. 57.
Í tengslum við tónleikana sýnir Kristín
Þorkelsdóttir myndlistarmaður teikningar
og málverk sem hún hefur gert af píanist-
anum á liðnu ári.
Jónas er einn af okkar þekktustu og
virtustu píanóleikurum. Hann hefur leikið
inn á fjölda hljómplatna og hljómdiska og
hefur staðið fyrir öflugu tónlistarkynningar-
starfi í tengslum við tónleikahald sitt. Jónas
hefur fengið listamannalaun og notið
starfslauna listamanna og hlotið margvís-
legar viðurkenningar, svo sem heiðursverð-
laun Íslensku tónlistarverðlaunanna 2001,
þegar þau voru veitt í fyrsta sinn.
Jónas var sæmdur Riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu árið 1994 og Danne-
brog-orðunni árið 1996. Jónas er tónlist-
arráðunautur Kópavogs og árið 2004 var
hann valinn heiðurslistamaður bæjarins.
Jónas nýtur heiðurslauna Alþingis.
Aðgangur að þessum fallegu tónleikum
er ókeypis og öllum opinn á meðan hús-
rúm leyfir. Númeraðir aðgöngumiðar eru
afhentir í miðasölu Salarins að Hamraborg
6 og gæti verið vissara fyrir áhugasama að
tryggja sér miða sem fyrst. - vþ
Jónas gefur út og treður upp
Kl. 19
Rás 1 leikur tónleikahljóðritun frá
Schubert-hátíðinni í Hróarskeldu í
Danmörku í kvöld kl. 19. Hljóðritunin
er á vegum Sambands evrópskra
útvarpsstöðva.
SNORRI STURLUSON Styrkir
kenndir við hann eru veittir
árlega.
Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlu-
sonar árið 1991 ákvað ríkisstjórn
Íslands að efna til styrkja sem
kenndir yrðu við nafn hans. Styrk-
irnir skulu árlega boðnir erlend-
um rithöfundum, þýðendum og
fræðimönnum til að dveljast á
Íslandi.
Nýverið var úthlutað styrkjum
fyrir árið 2008, en 40
umsóknir bárust frá 23
löndum. Þrír fræðimenn
hlutu styrki til þriggja
mánaða hver.
Dr. Christopher Abram,
lektor við University Coll-
ege í London, fékk styrk
til að vinna að bók um
norræna goðafræði og
viðtökur á Eddunum á
síðari öldum.
Dr. Jakub Morawiec,
fræðimaður við Silesíu-
háskóla í Katowice í Pól-
landi, fékk styrk til að vinna að
þýðingu á Hallfreðar sögu vand-
ræðaskálds á pólsku, skrifa fræði-
legan inngang að þýðingunni og
taka saman skýringar við söguna.
Dr. Hélène Tétrel, lektor við
Bretaníuháskólann í Brest í Frakk-
landi, fékk styrk til að vinna að
þýðingu á Breta sögum á frönsku
og rannsókn á viðtökum Historia
Regum Britanniae í Norðvestur-
Evrópu.
Í úthlutunarnefnd styrkjanna
eiga sæti Úlfar Bragason
rannsóknarprófessor, en
hann er formaður nefnd-
arinnar, Ásdís Egilsdótt-
ir dósent og Ingibjörg
Haraldsdóttir rithöf-
undur. - vþ
Styrkveiting Snorra
ALPARNIR
Íslensku
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is
Gefðu hlýja jólagjöf í ár
100% MERINO