Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 46
26 3. desember 2007 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Það er í viðbyggingu við hið forna fjós landlæknisins á
Nesi á Seltjarnarnesi sem formaður og framkvæmdastjóri
Lyfjafræðingafélags Íslands eru króaðir af til
að fræðast af þeim um sögu félagsins. Þeir
eru báðir kvenkyns. Unnur Björgvinsdóttir er
formaður og Sigríður Siemsen framkvæmda-
stjóri. Gömul meðalaglös, kútar og krúsir, eru ásamt
ýmsum áhöldum til meðalagerðar á stórmerku minjasafni
félagsins í fjósinu við Nesstofu og í viðbyggingunni er
skrifstofa félagsins og þar með vinnustaður Sigríðar.
Tilefni viðtalsins er 75 ára afmæli Lyfjafræðingafélags
Íslands nú á miðvikudaginn 5. desember. Unnur og
Sigríður segja hafa verið tekið forskot á sæl-
una og haldið myndarlega upp á það á Hótel
Sögu hinn 17. nóvember á árlegum lyfja-
degi. „Það var mjög vel sótt hátíð,“ segir
Sigríður og nefnir að Sólveig Ólafsdóttir
sagnfræðingur hafi þar verið með skemmti-
legt erindi um sögu félagsins er bar titilinn
Ekki vekja næturvörðinn að óþörfu. „Það
lýsti öðrum aðstæðum en við þekkjum í
dag,“ segir hún.
Sigríður otar líka nýlegu félagatali að
blaðamanni því fremst í því eru greinar-
góðar upplýsingar um söguna. Þar kemur
fram að félagið hét upphaflega Lyffræði-
fjelag Íslands og stofnfélagar voru átta.
Danir voru í meirihluta eða fimm tals-
ins en Íslendingar aðeins þrír. Allir störf-
uðu í apótekum á höfuðborgarsvæð-
inu. Á þeim tíma voru fjögur apótek starf-
rækt í Reykjavík, eitt í Hafnarfirði og níu
á landsbyggðinni. Baráttumál félagsins til að
byrja með voru stöðlun forskrifta milli apó-
teka og aukin samvinna þeirra almennt, svo
sem vaktafyrirkomulag og fleira. Nú, á 75. afmælisári fé-
lagsins, eru félagarnir rúmlega 400 og starfa víða í þjóð-
félaginu. „Það er ekki nema einn þriðji félagsmanna í
apótekum núna,“ segir Unnur. „Aðrir starfa í Acta-
vis, hjá Íslenskri erfðagreiningu, á sjúkrahúsum,
rannsóknarstofu Háskóla Íslands og víðar.
Þetta er í raun sundurleit stétt. Það er
kannski helsta breytingin á þessum 75
árum.“ Hún segir líka starf lyfjafræð-
inganna innan apótekanna hafa breyst mikið
því nú komi öll lyf tilbúin þangað nema sýklalyfja-
mixtúrur. Í staðinn sjái þeir meira um upplýs-
ingagjöf en fyrr. „Í nýrri apótekum
er reynt að hafa lyfjafræðingana
sýnilegri en áður. Samt ekki svo að
almenningur sjái hvaða lyf hann
skaffar hverjum og einum,“ tekur
hún fram.
Spurð um félagsstarfið svarar
Sigríður því til að félagið sé bæði
stéttarfélag og fagfélag. Það sjái
um kjarasamninga fyrir félags-
menn en haldi líka fræðslufundi og
gefi út fræðsluefni.
Einnig sé dagur lyfjafræðinnar
haldinn á hverju ári og afmælishá-
tíð á fimm ára fresti. Farið sé á al-
þjóðlegar ráðstefnur og stundum
skipulagðar hópferðir í kringum
þær. Sumarhús félagsins í Gríms-
nesi sé vel nýtt árið um kring
og tvær íbúðir á Spáni standi fé-
lagsmönnum til boða á niðurgreiddu
verði.
gun@frettabladid.is
LYFJAFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS: SJÖTÍU OG FIMM ÁRA
Danir í meirihluta í upphafi
ÁVAXTAPRESSA
ER MEÐAL MINJA
SAFNSINS.
Í LYFJAFRÆÐISAFNINU Á SELTJARNARNESI Unnur og Sigríður innan um gömul áhöld til lyfjagerðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
THOR JENSEN STÓRÚTGERÐARMAÐUR
„En kæmi það fyrir á kyrrlátum
stundum heima fyrir að mér þætti
miða seint áfram, ég hafa unnið
fyrir gýg og væri að því kominn að
missa trúna á framtíðina þurfti ég
ekki annað en að heyra og sjá hví-
líkt trúnaðartraust kona mín bar til
mín í öllu. Þá dreifðust allir skuggar
og áhyggjur, þá óx mér bæði þrek og
kjarkur.“
Thor Jensen
var fæddur 3. desember árið 1863.
Þennan dag árið 1984 varð stórt mengunarslys í
Bhopal á Indlandi. Leki varð í skordýraeitursverk-
smiðju bandaríska iðnfyrirtækisins Union Car-
bide. Efnið sem lak út er skylt blásýru og afleið-
ingarnar urðu þær að tvö þúsund manns dóu
strax en 600 þúsund urðu fyrir skaða og af þeim
hafa mörg þúsund dáið síðan.
Mjög skorti á nauðsynlegar varúðarráðstafanir í
verksmiðjunni. Ekki var brugðist við þegar lekinn
hófst og starfsfólkið var vanbúið slíkri ógn. Heil-
brigðisstarfsfólki í Bhopal hafði ekki verið kennt
að bregðast við svona aðstæðum, hvað þá al-
mennum íbúum. Hugsanlega hefðu margir bjarg-
ast með því einu að halda rökum klúti fyrir vitin.
Indverska stjórnin fór í skaðabótamál við
Union Carbide og samdi að lokum um 470 millj-
óna dala bætur. Vegna þess fjölda sem varð fyrir
skaða kom sáralítið í hlut hvers og eins. Ind-
verska stjórnkerfið er svifaseint og þekkt að
spillingu. Það hefur ekki greitt út nema hluta
bótanna.
Union Carbide hætti starfrækslu verksmiðj-
unnar en lauk aldrei við hreinsun á svæðinu og
stöðugt lekur eitur og óþverri úr verksmiðjurúst-
unum.
ÞETTA GERÐIST 3. DESEMBER 1984
Eitt mesta mengunarslys sögunnar
EFNAMENGUNIN HEFUR HAFT MIKIL ÁHRIF Á ÍBÚA
BHOPAL.
Hin nýútkomna bók Böðvars Guðmundssonar skálds um
ævi og störf Jónasar Hallgrímssonar hefur nú hlotnast
öllum nemendum landsins í 10. bekk. Það var Menning-
arfélagið Hraun í Öxnadal sem ákvað að færa þeim bók-
ina að gjöf og gerði það með fulltingi og tilstuðlan spari-
sjóðanna Byrs og SPRON. Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, afhenti nemdendum Þelamerkurskóla í
Hörgárbyggð fyrstu eintökin við hátíðlega athöfn. Nem-
endur höfðu sjálfir veg og vanda af undirbúningi heim-
sóknar forsetans í skólann.
Allir fengu Jónas
Í ÞELAMERKURSKÓLA Nemendur 10. bekkjar skólans tóku við fyrstu
eintökunum af bókinni um Jónas úr hendi forseta Íslands.
Borgarráð samþykkti nýlega að setja upp svokallaðan
tónmöskva í fundarsal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykja-
víkur til að auðvelda heyrnarskertum að hlýða á sam-
ræður í borgarstjórn. Það mun verða fyrsta opinbera
byggingin með þann útbúnað.
Tónmöskvi er einfalt mögnunartæki sem eykur mögu-
leika heyrnarskertra til að fylgjast með umræðum í
opnu rými. Hann sendir frá sér hljóð með rafsegulbylgj-
um í innbyggðan móttakara í heyrnartækjum sem merkt
eru með T.
Allt að tíu prósent þjóðarinnar búa við heyrnarskerð-
ingu og talið er að um helmingur þess hóps noti heyrnar-
tæki. Það þýðir að þúsundir Reykvíkinga geta haft gagn
af tónmöskva. Hugmyndin að uppsetningu tónmöskvans
kemur frá Heyrnarhjálp, sem kynnti borgarstjóra þenn-
an möguleika á sjötíu ára afmæli félagsins. Heyrnar-
hjálp verður Ráðhúsinu innan handar við innflutning
tækisins. Það er einfalt í uppsetningu og kostar í kring-
um 100 þúsund krónur. Vonandi fylgja fleiri opinberar
byggingar í kjölfar Reykjavíkurborgar og laga hljóm-
tæki sín að þörfum þeirra sem hafa skerta heyrn.
Tónmöskvi í
borgarstjórn
Á PÖLLUM RÁÐHÚSSINS Nú munu heyrnarskertir njóta þess betur
en áður að sitja þar.
DARYL
HANNAH
KVIKMYNDA-
LEIKKONA er
47 ára.
ARI TRAUSTI
GUÐMUNDS-
SON JARÐEÐL-
ISFRÆÐINGUR
er 59 ára.
AFMÆLI
MERKISATBURÐIR
1739 Steinn Jónsson Hólabisk-
up deyr.
1818 Illinois verður 21. ríki
Bandaríkjanna.
1857 Hvirfilbylur brýtur niður
bæjarhús í Kollsvík við
Patreksfjörð. Kona og tvö
börn farast.
1907 Mary Pickford og Cecil
B. DeMille leika saman á
Broadway.
1944 Borgarastríð brýst út í
Grikklandi eftir að Þjóð-
verjar hörfa þaðan.
1967 Læknirinn Christian Barn-
ard framkvæmir fyrstu
hjartaígræðsluna í heim-
inum. Það var gert á
sjúkrahúsi í Suður-Afríku.
Hjartaþeginn dó átján
dögum síðar.