Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 2
2 3. desember 2007 MÁNUDAGUR
Calia Italia Premium hvíldarsófi (Stærð: 222 sm)
Öll sætin eru með skemli. Fæst með ljósu, dökkbrúnu eða svörtu leðri
Fæst einnig sem 2ja sæta og 4ja sæta.
Verð kr. 179.900,-
SETT EHF • ASKALIND 2A • 201 KÓPAVOGUR • SÍMI: 534 1400 • WWW.SETT.IS
OPNUNARTÍMI:
MÁN. - FÖS 11:00 - 18:00
LAUGARDAGA 11:00 -16:00
SUNNUDAGA 13:00 - 16:00
BJÓÐUM
MIKIÐ ÚRVAL AF
HÚSGÖGNUM
Á HAGSTÆÐU
VERÐI
VÖNDUÐ HÚSGÖGN
SÓFASETT, HVÍLDARSÓFAR, BORÐSTOFUHÚSGÖGN, RÚM OG MARGT FLEIRA
Drengurinn
sem varð fyrir
bíl í Reykja-
nesbæ síðdegis
á föstudag lést
á gjörgæslu-
deild Landspít-
alans í
Fossvogi á
laugardag.
Hann hét Kristinn Veigar
Sigurðsson og átti heima á
Birkiteig 17 í Reykjanesbæ.
Hann var fæddur 30. septemb-
er 2003.
Lést eftir
umferðarslys
LÖGREGLUMÁL Nokkuð var um
umferðaróhöpp á höfuðborgar-
svæðinu í fyrrinótt og í gær. Bíll
fór á hliðina á Þingvallavegi eftir
að ökumaður sofnaði undir stýri.
Hann slapp ómeiddur.
Þá ók ungur ökumaður á tvo
vörubíla við bílaumboð Ingvars
Helgasonar. Hann slapp einnig
ómeiddur.
Í gær valt bíll á Reykjanes-
braut í ísingu og hafnaði á hvolfi
úti í Kapelluhrauni.
Ökumaður lemstraðist lítillega.
Þá valt einnig bíll í Salahverfi í
Kópavogi í ísingu en ökumaður
og farþegi sluppu án teljandi
meiðsla. - sh
Ísing olli nokkrum bílveltum:
Ökumenn óvið-
búnir hálkunni
SKIPULAGSMÁL Stjórn íbúasamtak-
anna Betra Breiðholt vill láta
endurhanna mislæg gatnamót við
Reykjanesbraut og Bústaðarveg
þannig að miðpunktur gatnamót-
anna verði um tíu metrum vestar
en núverandi gatnamót. Með
þessu vilja samtökin hlífa græna
svæðinu í Elliðaárdal og síðan
vilja þau að gerð gatnamótanna
verði snarlega boðin út.
Samtökin hafa barist fyrir gerð
gatnamótanna og segja þau
þjóðþrifamál sem hefur verið
gert ráð fyrir í öllum skipulagsá-
ætlunum Reykjavíkurborgar í
tuttugu til þrjátíu ár. -fb
Samtökin Betra Breiðholt:
Gatnamótin
endurhönnuð
SVEITARSTJÓRNIR Húsaleiga í
félagslegum íbúðum í Mosfellsbæ
verður hækkuð til samræmis við
verðbólgu. Meirihluti fjölskyldu-
nefndar Mosfellsbæjar segir þetta
gert vegna mikils munar sem
orðinn sé á leigu í félagslegu
leiguhúsnæði bæjarins og leigu á
almennum markaði. Fólki sé
einnig hjálpað til sjálfshjálpar
með því að minnka þann mun.
Fulltrúi minnihluti Samfylking-
arinnar segir grundvallar
misskilning að tilgangur útleigu
félagslegs húsnæðis sé að afla
bæjarfélaginu tekna. Tilgangurinn
sé að útvega því fólki húsnæði
sem getur ekki keypt eða leigt
húsnæði á almennum markaði. - gar
Félagslegt húsnæði:
Leigan hækkar
í Mosfellsbæ
MOSFELLSBÆR Leiguverð félagslegs
húsnæðis fært nær almennri leigu.
LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í
gær 34 ára karlmann í gæsluvarðhald til
fimmtudags, en hann er grunaður um að hafa ekið á
fjögurra ára dreng á föstudag og síðan flúið af
vettvangi. Drengurinn lést á laugardag. Maðurinn
neitar sök og segist hvergi hafa komið nærri
slysinu.
Dæld er á bíl mannsins að framanverðu og annað
framljósið brotið sem þykir benda til þess að hann
hafi ekið á eitthvað. Þá hafa fundist trefjar á bílnum
sem taldar eru vera úr fötum drengsins. Þær verða
sendar til útlanda til rannsóknar. Maðurinn hefur
orðið missaga um ástæðu þess að bíll hans er
dældaður.
Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir mannin-
um fram á næsta mánudag, en dómari lét nægja að
úrskurða hann í varðhald til klukkan fjögur á næsta
fimmtudag.
Maðurinn var handtekinn síðdegis á laugardag.
Hann er pólskur ríkisborgari og ekki er vitað til
þess að hann hafi áður komið við sögu lögreglu.
Lögregla hefur rætt við fjölda vitna vegna málsins
og rannsakar málið áfram.
Drengurinn lést á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi á laugardag. - sh
Einn í gæsluvarðhald grunaður um að hafa verið valdur að dauða 4 ára drengs:
Meintur banamaður neitar sök
NEITAR SÖK Hinn grunaði sést hér leiddur úr héraðsdómi.
Hann neitar sök. MYND / VÍKURFRÉTTIR
UMHVERFISMÁL „Bitruvirkjun er í
umhverfismati og við höfum óskað
eftir upplýsingum um stöðu allra
samninga og framkvæmda hjá
Orkuveitunni,“ segir Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri.
Hann segir þetta gert í ljósi þess
að Landsvirkjun hafi ákveðið að
selja ekki til stóriðju á Suður- og
Vesturlandi.
„Þessi ákvörðun [Landsvirkjun-
ar] gæti haft þau áhrif að létta
verulega á framkvæmdaþrýstingi
hjá Orkuveitunni. Þessi mikli þrýst-
ingur um að fara í alla áfanga Hell-
isheiðarvirkjunar, þar á meðal Bitr-
uvirkjun, það kann að breytast,“
segir hann. Síðast en ekki síst þurfi
að hafa umhverfissjónarmið í huga.
Hvergerðingar hafa lýst yfir mikl-
um áhyggjum af Bitruvirkjun og
leggst bæjarstjórn eindregið gegn
henni. Aldís Hafsteinsdóttir, bæj-
arstjóri þar, hefur bent á að lyktar-
mengun verði í bænum, sjötíu daga
á ári. Um þetta segir Dagur að farið
sé í umhverfismatsferli einmitt til
að fá slíkar athugasemdir.
„Og Orkuveitan er metnaðarfullt
fyrirtæki, ekki síst á umhverfis-
sviðinu. Það verður því farið mjög
vandlega yfir þessar athugasemd-
ir.“
Svandís Svavarsdóttir, staðgeng-
ill borgarstjóra, hefur áður lýst því
yfir að fyrrnefndar athugasemdir
hafi verið „margar, þungar og
afgerandi.“
Náttúruverndarsamtök Íslands
hafa krafist þess að borgarstjórn
„grípi í taumana“ og stöðvi áform-
in. Landvernd hefur lýst yfir
áhyggjum af ýmsu varðandi gerð
samninga Orkuveitunnar og Ölf-
uss, nágrannasveitarfélagsins sem
á landið sem virkjunin rís á og
gefur því út framkvæmdaleyfið.
Talsmenn Orkuveitunnar hafa hins
vegar bent á að hönnun virkjunar-
innar hafi tekið miklum stakka-
skiptum, aðrir kunni að virkja á
svæðinu hverfi Orkuveitan frá.
klemens@frettabladid.is
Áform um Bitru-
virkjun gætu breyst
Borgarstjóri segir að Landsvirkjun hafi létt mjög á þrýstingi sem var á Orkuveit-
unni um að virkja á Bitru. Því hafi borgin óskað eftir upplýsingum um stöðu
allra samninga og framkvæmda. Farið verði vandlega yfir allar athugasemdir.
ÖLKELDUHÁLS Áhöld hafa verið um fyrirhugaða
Bitruvirkjun á Ölkelduhálsi. MYND RAFN HAFNFJÖRÐ
FÓLK Bók um Pólstjörnumálið svo-
kallaða kemur út hjá forlaginu
Skugga í lok vikunnar. Ragnhild-
ur Sverrisdóttir blaðamaður
skrifaði bókina. „Þetta er stærsta
aðgerð sem fíkniefnalögreglan
hefur nokkurn tímann staðið í.
Rannsóknin fór fram hér og þar
um Evrópu og þetta er ótrúleg
spennusaga þegar maður nær að
rekja hana,“ segir Ragnhildur.
Hún segir hugmyndina að bók-
inni hafa kviknað skömmu eftir
að málið, sem er stærsta fíkni-
efnamál Íslandssögunnar, kom
upp. Vinnslutíminn hafi því verið
stuttur, þar sem málið kom upp
20. september síðastliðinn.
Ragnhildur segir margt nýtt
koma fram í bókinni, þó að vissu-
lega hafi eitthvað komið fram í
fréttum af málinu. „Svona bók
hefur mér vitanlega ekki verið
skrifuð áður, um lögreglumál sem
rannsókn stendur yfir á. Menn-
irnir sitja auðvitað enn í gæslu-
varðhaldi,“ segir Ragnhildur. Hún
segir lögregluna hafa veitt sér
upplýsingar um sínar starfsað-
ferðir. „Ég held að það sé mjög
áhugavert fyrir almenning að
lesa um hvernig þeir vinna þessir
menn, þetta er alvöru lið. Við
höldum svo oft að íslenska lög-
reglan sé eitthvað vanmáttug, það
er svo fjarri lagi. Þetta var svo
flott aðgerð. Þetta er sönn spennu-
saga.“
- þeb
Bók um Pólstjörnumálið svokallaða kemur út í næstu viku:
Saga smyglskútunnar gefin út
RAGNHILDUR
SVERRISDÓTTIR
Ný bók hennar
um umfangs-
mestu rannsókn
fíkniefnalögregl-
unnar kemur út í
lok vikunnar.
Sölvi, er það þér að kenna að
markaðurinn missti taktinn?
„Nei, ég myndi ekki missa taktinn
svona.“
Sölvi Blöndal er fyrrverandi trommari og
forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi.
Þegar hljómsveitin hætti skráði hann sig
í hagfræðinám og starfar nú hjá greining-
ardeild Kaupþings.
Bresk sendinefnd mun hitta forseta
Súdans í dag til að ræða mögulega
náðun bresku kennslukonunnar
Gillian Gibbons sem var dæmd í
fimmtán daga fangelsi fyrir að hafa
móðgað íslamstrú eftir að hún leyfði
nemendum sínum að nefna bangsa
Múhammeð. Þúsundir Súdana mót-
mæltu vægum dómi á föstudag og
kröfðust dauðarefsingar.
SÚDAN
Náðun kennslukonu rædd
Þessi ákvörðun gæti haft þau
áhrif að létta verulega á fram-
kvæmdaþrýstingi hjá Orkuveitunni.“
DAGUR B. EGGERTSSON
BORGARSTJÓRI
LÖGREGLUMÁL Lögregla handtók
ungan dreng aðfaranótt sunnu-
dags eftir að hópslagsmál brutust
út við Draugabarinn á Selfossi.
Drengurinn, sem er ekki orðinn
átján ára, var verulega ölvaður að
sögn lögreglu. Við handtökuna
sparkaði hann og beit í lögreglu-
þjóna, auk þess sem hann hafði í
hótunum við þá. Þá virðist sem
drengurinn hafi verið inni á
barnum og hafi getað keypt sér
áfengi þar. Vegna ungs aldurs
hans voru bæði foreldrar hans og
barnaverndaryfirvöld viðstödd
skýrslutöku vegna málsins. - þeb
Ölvaður drengur á Selfossi:
Sparkaði og
beit í lögreglu
SPURNING DAGSINS