Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 58
38 3. desember 2007 MÁNUDAGUR
SM
S
LEI
KUR
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
k
FRUMSÝND 30. NÓVEMBER
SJÁÐU MYNDINA OG SPILAÐU LE IK INN!
SENDU SMS JA HMF Á
NÚMERIÐ
1900 OG ÞÚ GÆTIR UN
NIÐ!
V INN INGAR ERU B Í
ÓMIÐAR FYR IR TVO
,
H I TMAN LE IK IR , DV
D MYND IR , VARN IN
GUR
TENGDUR MYND INN
I OG MARGT FLE IRA
!
FÓTBOLTI Verst geymda leyndar-
málið í knattspyrnuheiminum var
afhjúpað í gær þegar Brasilíu-
maðurinn Kaká, sem hefur farið á
kostum með Evrópumeisturum
AC Milan, var valinn besti
knatt spyrnu maður Evrópu.
„Verðlaunin eru mjög sérstök
fyrir mig og fullkomna frábært
ár,“ sagði Brasilíumaðurinn.
Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd
varð annar og Lionel Messi hjá
Barcelona varð þriðji. - hbg
Knattspyrnumaður Evrópu:
Kaká bestur
KAKÁ Kyssir hér verðlaunagripinn í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
RIÐLARNIR Í EM
A-riðill:
Sviss
Tékkland
Portúgal
Tyrkland
B-riðill:
Austurríki
Króatía
Þýskaland
Pólland
C-riðill:
Holland
Ítalía
Rúmenía
Frakkland
D-riðill:
Grikkland
Svíþjóð
Spánn
Rússland
FÓTBOLTI Loftið var lævi blandið
þegar dregið var í riðla fyrir EM
sem fram fer næsta sumar í
Austurríki og Sviss. Óhætt er að
segja að C-riðill sé sannkallaður
dauðariðill en í honum eru Ítalía,
Frakkland, Holland og Rúmenía.
Tvö efstu liðin í hverjum riðli
fara áfram en Frakkland og
Ítalía, sem spiluðu úrslitaleik í
síðustu heimsmeistarakeppni,
mætast í lokaumferðinni. Opn-
unarleikurinn er leikur Sviss-
lendinga og Tékka í Basel 7. júní.
- hbg
Dregið var í riðla fyrir Evrópukeppnina í gær:
C-riðill er dauðariðillinn
ÞEIR MUNU BERJAST Þjálfarar liðanna
í C-riðli halda hér á Evrópu bikarnum.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Liverpool skaust í þriðja
sæti ensku úrvalsdeildarinnar
með öruggum sigri á Bolton, 4-0, á
Anfield. Liverpool er nú búið að
vinna fimm leiki í röð og í þeim
leikjum hefur liðið skorað 21
mark. Rafael Benitez, stjóri Liver-
pool, gat ekki verið annað en sáttur
eftir leikinn.
„Liðið er að spila vel þessa dag-
ana. Við erum að skapa okkur
fjölda færa og hefðum hæglega
getað skorað fleiri mörk hér í dag,“
sagði Benitez en Sami Hyypiä,
Steven Gerrard, Fernando Torres
og Ryan Babel sáu um markaskor-
unina fyrir Liverpool í gær.
„Það er mikilvægt að mörkin
dreifist á leikmenn. Það er auð-
veldara að stöðva lið þar sem sami
maðurinn skorar nánast öll mörk-
in. Við erum að gera andstæðing-
um okkar mjög erfitt fyrir. Við
erum í góðu formi og sjálfstraustið
er ákaflega gott þessa dagana og
vonandi verður það eins gott síð-
ari hluta tímabilsins. Ég tel að við
getum enn bætt okkar leik. Við
höfum marga leikmenn og það er
gott að eiga alltaf óþreytta menn
til taks,“ sagði Benitez, sem hefur
verið óhræddur við að dreifa álag-
inu í vetur við mismiklar vin-
sældir.
Gary Megson, stjóri Bolton,
sagði erfitt að kyngja tapinu, sem
kemur viku eftir að liðið lagði
Manchester United.
„Það er erfitt að útskýra þetta
en tapið hefur náð okkur niður á
jörðina. Svo mikið er víst. Við spil-
uðum ekki vel og börðumst ekki
eins og gegn United. Það var allt
annað lið sem mætti til leiks hér i
dag,“ sagði Megson svekktur.
Alex McLeish fékk óskabyrjun í
sínum fyrsta leik sem stjóri Birm-
ingham þegar hans menn komu til
baka og unnu Tottenham á White
Hart Lane. Gary McSheffrey kom
Birmingham yfir en Robbie Keane
skoraði þá tvívegis og kom Spurs
yfir. Cameron Jerome jafnaði
fyrir Birmingham og Sebastian
Larsson skoraði sigurmarkið með
glæsilegu skoti á lokamínútu leiks-
ins.
„Það var mjög svekkjandi að
lenda undir í síðari hálfleik. Við
sýndum samt frábæran karakter
með því að koma til baka. Þetta
var mitt fyrsta mark í úrvalsdeild-
inni og ég hefði vart getað valið
betri tíma til að skora,“ sagði hetja
Birmingham, Sebastian Larsson.
henry@frettabladid.is
Markaveisla hjá Liverpool
Liverpool heldur áfram að raða inn mörkum en liðið skoraði fjögur mörk þegar
Bolton kom í heimsókn á Anfield. Tottenham tapaði síðan óvænt á heimavelli
fyrir Birmingham í skrautlegum leik þar sem mikið gekk á.
LÍF OG FJÖR Leikmenn Liverpool skemmtu sér konunglega í gær er þeir rúlluðu
Bolton upp. Þeir fagna hér einu af mörkunum sínum fjórum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
HANDBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið lauk leik í undankeppni
fyrir EM 2008 sem fram fer í Lit-
háen með miklum glæsibrag er
það lagði gríðarsterkt lið Hvít-
Rússa, 31-30, í gær. Íslensku
stelpurnur töpuðu fyrsta leik
sínum í riðlinum fyrir heima-
mönnum en unnu hina fjóra leik-
ina og komust örugglega áfram.
Fram undan hjá liðinu eru
umspilsleikir næsta vor um þátt-
tökurétt í sjálfri úrslitakeppn-
inni sem fram fer í Makedóníu í
desember.
„Það er búinn að vera frábær
stígandi í þessu hjá okkur. Ég
hafði trú á að við kæmumst
áfram en þetta góður árangur er
ofar vonum og við náum toppn-
um með þessum sigri. Þarna eru
tíu leikmenn vel yfir 180 senti-
metra en við eigum einn slíkan
leikmann,“ sagði himinlifandi
landsliðsþjálfari, Júlíus Jónas-
son, en Rakel Dögg Bragadóttir
var markahæst með níu mörk.
„Ég er mjög stoltur af liðinu
og ég er i raun með nýtt landslið
í höndunum og meðalaldurinn í
þessum hópi er ekki nema 21 ár.“
- hbg
Kvennalandsliðið lagði Hvít-Rússa í lokaleik sínum:
Mjög stoltur af liðinu
GLEÐI Íslensku stelpurnar fögnuðu mikið í gær. MYND/HLYNUR SIGMARSSON/HANDBOLTI.IS