Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 18
18 3. desember 2007 MÁNUDAGUR 38,72 1987 1992 1997 2002 2007 Svona erum við > Meðalgengi bandaríkjadollars á ári í íslenskum krónum fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is 91,82 66,7157,68 71,17 Stefnt er að því að koma upp sjávarfalla- virkjun í Breiðafirði og er verið að rannsaka möguleikana á því. Slík virkjun þykir helst koma til greina í röstinni í Hvammsfirði en í Breiðafirði virðist vera hægt að framleiða mikla raforku með lágum framleiðslukostn- aði á umhverfisvænan og afturkræfan hátt. Fjárfestingin yrði minnst 90 milljarðar króna og myndi framleiðsla vera 11-13 þúsund gígavattstundir á ári. Er hugmyndin um sjávarfallavirkjun ný af nálinni hér á landi? Nei, hún hefur komið fram áður. Brokeyjarbændur voru á sínum tíma með virkjun til eigin nota. Þá hefur íslenskur hagfræðingur til dæmis verið í samstarfi við Imperial College í London og kynnt hugmyndir að sjávarfallavirkjun, til dæmis undir Borgarfjarðarbrúnni og í Gilsfirði. Þær hugmyndir náðu ekki lengra. Fyrirtækið Sjávarorka er nú að vinna að þessu í samstarfi við verkfræðistofur og Rarik. Hvers konar sjávarfallavirkjanir koma til greina? Frakkar, Japanir og Portúgalar hafa gert tilraunir með ölduvirkjanir en Bretar hafa gert tilraunir með þrjár til fjórar tegundir, þar á meðal spaða neðansjávar svipað og vindmyll- uspaða. Hagfræðingurinn í sam- starfi við Imperial College hefur skoðað pípur neðansjávar með vindtúrbínu á landi. Loftið knýr túrbínuna áfram þannig að sog myndast neðansjávar. Einn af göllunum við þessa hugmynd er sú að laxinn myndi fara „rússíbana“-ferð í gegnum pípuna. Er það sams konar virkjun og er til umræðu í Breiðafirði? Nei, hugmynd- in er að nota svokallaða Gor- lov-hverfla í Breiðafirði, virkja alfarið neðansjávar og dreift um svæðið. Virkjunin er þá sett saman úr 100 prömm- um sem hver hefur 41 rafal. Rafalarnir hvíla á pramma sem hægt er að sökkva og ná upp aftur til viðgerða. Hvað með umhverfisáhrif? Breiðafjörður er friðaður og því getur verið erfitt að fá samþykki fyrir virkjun hans. Ekkert er vitað um áhrif virkj- unar á dýralífið. Sjávargróður gæti valdið vandræðum. FBL-GREINING: VIRKJUN SJÁVARFALLA Á ÍSLANDI Breiðafjörðurinn er friðaður Kunnátta íslenskra unglinga í nátt- úrufræðum er undir meðallagi, sam- kvæmt niðurstöðum hins alþjóð- lega PISA-prófs OECD. Rúnar S. Þorvaldsson er formaður Félags raungreinakenn- ara í framhalds- skólum. Er þetta áhyggjuefni? „Allt veldur þetta áhyggjum en ég hef svo sem enga töfralausn. Vanda- málið á rætur sínar að rekja til grunnskólanna. Kerfið vinnur gegn þessum greinum.“ Hvernig vinnur kerfið gegn nátt- úrufræðigreinunum? „Nemendur sem veljast inn í Kennaraháskóla Íslands eru fyrst og fremst af félagsfræðibrautum framhaldsskóla, leyfi ég mér að fullyrða, og sumir af málabrautum. Afar fáir fara af náttúrufræðibrautum í kennaranám. Það veldur því að það eru tiltölulega fáir kennarar að kenna þessi fög sem hafa til þess tilbæra menntun.“ SPURT & SVARAÐ ÍSLENDINGAR EKKI NÓGU GÓÐIR Í NÁTTÚRUFRÆÐUM Vantar góða kennara RÚNAR S. ÞORVALDSSON Formaður Félags raungreinakennara Vonast er til að á lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst á Balí í Indónesíu í dag, verði leiðin vörðuð að samningum um arftaka Kyoto-bókunar- innar. Þó er varað við of miklum væntingum. Í Kyoto-bókuninni við loftslagssátt- mála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1997 var kveðið á um bindandi tölu- leg markmið um minni losun gróður- húsalofttegunda út í andrúmsloftið. Heildarmarkmiðið var sett á að á árabilinu 2008-2012 yrði losun frá þróuðustu ríkjum heims minnst fimm prósent minni en hún var við- miðunarárið 1990. Veikleiki Kyoto-bókunarinnar var að nokkur ríki sem losa mest staðfestu hana aldrei, og munar þar mestu um Bandaríkin. Þá var ekki kveðið á um hömlur á losun frá þróunarríkjum, en í þeim hópi eru Kína og Indland, sem með hraðri hagþróun auka losun sína gríðar- lega ár frá ári. Nýtt samningsumboð Margir vonast því til að á fundinum á Balí – sem er 13. aðildarríkja- fundur loftslagssamnings SÞ frá því hann var gerður í Rio de Jan- eiro í Brasilíu árið 1992 – verði samþykkt umboð til nýrra víðtækra samningaviðræðna með þátttöku allra aðildarríkja SÞ, og tilgreind helztu viðfangsefni framtíðar- samkomulags. Þeir sem vel til þekkja vara við of miklum væntingum til Balí- fundarins. Þótt á indónesísku orlofs- eyjuna safnist saman fimm tán til tuttugu þúsund stjórnmálamenn, embættismenn, sérfræð ingar, hags- munapotarar, aðgerða sinnar og blaðamenn frá yfir 170 löndum, sem sýnir og sannar að loftslags- málin eru altént álitin mikilvæg í höfuðborgum heimsins, þá eru hagsmunir og markmið ríkja og ríkjahópa einfaldlega það ólík að ekki er við mikið meiru að búast en þvældri málamiðlunar yfirlýsingu um hvert stefna skuli. Eitt og annað skapar ráðstefn- unni þó hagfelldan ramma, ekki síst stjórnarskipti í Ástralíu. Steven Rudd, leiðtogi ástralska Verka- mannaflokksins sem tekur við ríkis- stjórnarforystunni í dag um leið og ráðstefnan hefst, hyggst undirrita Kyoto-bókunina. Það hafði fyrir- rennari hans í embætti, John Howard, staðfastlega neitað að gera og var þar með einn síðasti banda maður Bandaríkjastjórnar í andstöðu við bindandi skuldbind- ingar um að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Reynir á dulmálsrýni „Þjálfaðir dulmálstúlkar,“ eins og vikuritið The Economist orðar það í fréttaskýringu, munu rýna í orða- lag lokaályktunar Balí-fundarins til að meta hvort hann hafi skilað árangri. Þeir eru sagðir fyrst munu líta eftir því hvort kveðið verði á um einhvers konar langtímaskuld- bindingu fyrir öll 192 aðildarríki loftslagssáttmálans um viðbrögð við vandanum, sem feli í sér ein- hvers konar markmið, svo sem að halda hlýnun innan vissra marka eða að þak verði sett á útblástur eða jafnvægisstyrk gróður- húsalofttegunda í andrúmslofti. Þá muni þeir athuga hvort þróuðu ríkin taki á sig frekari skuldbind- ingar til að draga úr losun. Evrópu- sambandið hefur nú þegar einsett sér að heildarlosun aðildarríkja þess verði minnst tuttugu prósent- um minni árið 2020 en hún var árið 1990. Þar til bandarísk stjórnvöld breyta um stefnu þurfa frekari fyr- irheit um minni losun að berast frá öðrum ríkum löndum, svo sem Ástralíu og Japan. Í þriðja lagi verður árangur met- inn eftir því hvernig staðið verður að því að fá þróunarlönd til þátt- töku í hinu hnattræna átaki gegn loftslagsbreytingunum. Þau munu ekki taka á sig skuldbindingar um minni losun eins og ríku löndin. Verndun skóga á dagskrá Vonir standa til að Balí-fundarins verði minnst fyrir aðgerðir gegn skógareyðingu í hitabeltinu. Regn- skógarnir afkasta langmestu af þeirri síun koltvísýrings úr and- rúmsloftinu sem gróður jarðar annar og eyðing þeirra er talin valda um fimmtungi árlegrar aukn- ingar koltvísýringslosunar í heim- inum. Skógrík þróunarlönd hafa ekki haft neinn hagrænan hvata til að hlífa skógi fyrir eyðingu (í flest- um tilvikum er hann látinn víkja fyrir akuryrkju og iðnaði). Því hafa slík lönd nú tekið sig saman um að fara fram á greiðslu fyrir að hlífa skógi við því að vera höggvinn. Slíkum hugmyndum hefur verið misjafnlega tekið, enda vandasamt að setja á fót kerfi sem greiðir fólki fyrir að gera ekki eitthvað. En þar sem verndun regnskóganna er óhjákvæmilegur liður í hinni hnatt- rænu baráttu gegn gróðurhúsa- áhrifunum verða þessar hugmyndir ræddar af fullri alvöru. Í ljósi þess hve hinn sígræni skógur hitabeltisins er margfalt afkastameiri koltvísýringssía en kyrkingslegur skóggróður norður- hjarans má setja þessar hugmyndir í samhengi við Kolviðarverkefnið hér á landi, sem gengur jú út á að fólk bæti fyrir „kolefnisfótspor“ sitt með því að styrkja skógrækt. Slík kolefnisjöfnun væri mun skil- virkari ef fé sem til hennar er varið færi í verndun hitabeltisskógar. Varað við of miklum væntingum SPRON Fjölskylduvild Skráðu fjölskylduna á spron.is fyrir áramót og þú gætir tryggt henni endurgreiðslu þessa árs! Fær fjölskylda þín endurgreiðslu? © GRAPHIC NEWS SÉRFRÆÐINGAR SÞ KALLA EFTIR AÐGERÐUM GEGN HLÝNUN Í nýfrágenginni skýrslu Sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, sem verður meðal grunngagna loftslagsráðstefnunnar á Balí, er kallað eftir tafarlausum aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda svo að halda megi hlýnun innan 2°C LOSUN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA (GHL) Í HEIMINUM (gígatonn af CO2 ) Hámarkslosun til að jafn- vægisstyrkur GHL verði: IPCC mælir með að jafnvægisstyrkur GHL í andrúmsloftinu verði á bilinu 445-650 eindir á milljón (ppm). Áhrif breytinga á magni losunar koma ekki fram fyrr en eftir áratugi. 0,75 prómill 0,65 prómill 0,55 prómill 0,45 prómill HÆKKUN HITASTIGS Hlutfall GHL í lofti (ppm) Iðnaður: Losunarhömlur, endur- vinnsla Orkuvinnsla: Aukin notkun endur- nýjanlegra orkugjafa og kjarnorku, föngun og geymsla koltvísýrings Skógrækt: Vernda regnskóga, auka skógrækt Heimili: Orku- sparandi hús- hitun og raflýsing Samgöngur: Betri nýtni eldsneytis, lífrænt eldsneyti, raf- og tvinnvélar, reiðhjól AÐGERÐIR GEGN LOFTSLAGSBREYTINGUM Hægt er að draga úr losun með ýmsum aðferðum Landbúnaður: Bættar aðferðir til geymslu kolefnis í jarðvegi, minni losun metans frá hrís- grjónarækt og húsdýrum 3.2-4.0°C 590-710 2.8-3.2°C 535-590 2.4-2.8°C 490-535 2.0-2.4°C 445-490 0. 5 1. 0 1. 5 2. 0 2. 5 3. 0 3. 5 4. 0 Heimild: IPCC 2000 2010 2020 2030 2040 2050 2060 2070 2080 2100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.