Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 44
24 3. desember 2007 MÁNUDAGUR Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 UMRÆÐAN Vinaleið Síðastliðinn vetur fengu þjóð-kirkjan og skólayfirvöld í Garðabæ á sig mikla gagnrýni vegna þess að prestur og djákni hófu „kristilega sálgæslu“ í skól- um og á skólatíma. Biskup áleit þetta kjörið sóknarfæri fyrir kirkjuna og Kirkjuþing lýsti markmiðið að frelsa börnin (skv. kristniboðsskipuninni). Innrásin fékk veigrunarheitið „Vinaleið“. Heimili og skóli lýstu yfir að með tilliti til jafnræðissjónar- miða færi betur á að starfsemi þjóðkirkjunnar færi fram utan skóla og skólatíma. Nú er engin Vinaleið í Garðabæ en Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur sagði nýlega í útvarpsviðtali að stjórnendur skólanna biðu eftir mati Kennaraháskóla Íslands á fyrirbærinu. Hún sagði að verk- efnastjórn Vinaleiðar (hún og tveir skólastjórar) hefði ákveðið að panta þetta mat eftir hremm- ingar síðasta vetrar. Hún hvatti þáttastjórnendur eindregið til að hafa samband við sig rúmri viku síðar, þá væri matið tilbúið og hún yrði „voða glöð“ að segja frá niðurstöðunum. Eftir nokkra grennsl- an kom í ljós að bæjar- ráð Garðabæjar fól deildarstjóra skóla- deildar að fá SRR (Símenntun, rannsóknir, ráðgjöf) hjá KHÍ sem „óháðan aðila“ til að meta „réttmæti og gildi Vinaleiðar“. Ég furðaði mig á að ekkert sam- band var haft við helstu gagnrýnendur Vinaleið- ar og ákvað að senda SRR gögn í málinu. Stuttu síðar tjáði for- eldraráðsmaður mér að fulltrúi KHÍ hefði komið að máli við hann vegna þessa mats. Honum þótti spyrjandinn draga heldur taum kirkjunnar og því spurði hann fyrir hvern matið væri unnið. Svarið var að KHÍ ynni matið fyrir kirkjuna! Þetta þótti mér allundarlegt og hafði samband við ábyrgðarmann matsins hjá SRR og spurði hvort gagnrýni mín hefði borist. Hann játti en sagði að hún hefði borist of seint. Ég spurði sakleysislega fyrir hvern matið væri unnið og svarið var: „Fyrir verkefnastjórn Vinaleiðar, en bærinn borgar.“ En svo var mér tjáð að SRR hefði ekki verið falið að meta „rétt- mæti og gildi Vinaleiðar“. Það þóttu mér enn meiri tíðindi svo ég spurði hvað SRR átti að meta. Þá neitaði hann að svara. Ég leitaði þessu næst til Fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar og forstöðumanns SRR og þá var mér boðið til fundar. Á honum kvartaði ég undan að gagn- rýnendur Vinaleiðar virtust huns- aðir í þessu mati og að SRR gæti varla talist óháður aðili ef menn þar á bæ teldu sig vinna matið fyrir kirkjuna eða verkefna- stjórn um Vinaleið. Fulltrúi bæj- arins og SRR töldu eðlilegt að ekki var talað við mig, sem gagn- rýnanda Vinaleiðar og foreldri barns í skóla bæjarins, þar sem ég væri ekki „aðili að málinu“. Fulltrúi SRR sagði að rætt hefði verið við „notendur“ Vinaleiðar. Ég sagði undarlegt að ætla að fjalla um deilumál með því að ræða aðeins við annan deiluaðil- ann. Fulltrúi SRR sagði þá ekki um neina deilu að ræða! Fulltrúi bæjarins sagði að víst væri til- efni matsins deila en SRR væri ekki ætlað að kveða upp úrskurð í henni. Fulltrúi SRR staðfesti að mat á „réttmæti og gildi“ Vinaleiðar væri allt annars eðlis en það sem kveðið var á um í samningi bæj- arins og SRR um matið. Eftir fundinn fékk ég samning- inn sendan og þá varð leyndin ljós. Að vísu er markmið matsins að skilgreina og lýsa hugmynda- fræði, markmiðum og útfærslu Vinaleiðar, varpa ljósi á kosti hennar og galla og benda á leiðir til umbóta. Úttektin beinist sér- staklega að viðhorfum hags- munaaðila skólasamfélagsins. En leiðin að þessu marki er allsér- stök. Skýrslur og skriflegar upplýs- ingar frá starfsmönnum og stjórnendum Vinaleiðar voru skoðaðar. Rætt var við starfs- menn Vinaleiðar, foreldra, kenn- ara og nemendur – en greinilega aðeins þá foreldra og nemendur sem sáu ekkert athugavert við Vinaleiðina, „notendurna“. Drög- um að skýrslu SRR var svo skilað til verkefnastjórnar Vinaleiðar og fékk hún tvær vikur til að gera efnislegar athugasemdir! Úttektin átti m.a. að beinast að viðhorfum foreldra, en ekki var rætt við foreldra sem frábiðu sér Vinaleið, slíkir eru ekki „aðilar að málinu“ né „notendur Vina- leiðar“. Markmið og hugmynda- fræði er væntanlega metin út frá fagurgala prestanna um aðstoð við börn í vanda en kristni- boðs vinklinum ekki hampað að sama skapi. Gallarnir verða eflaust þeir helstir að einhverjir óyndismenn eru með leiðindi, ekki að mismunun nemenda vegna trúarbragða stangast á við grunnskólalög, trúboð á við Aðal- námskrá, að brotið er á rétti for- eldra til að ala upp börn sín sam- kvæmt eigin sannfæringu o.s.frv. Tillögur um umbætur snúast líklega um hugmyndir aðstand- enda Vinaleiðar um hvernig auka má umfang hennar en ekki hug- myndir gagnrýnenda, sem benda á að réttara væri að fagmenn, hlutlausir í trúmálum, sinntu ungmennum í skólum. Skýrslan verður tilbúin á næstu dögum. Höfundur er sálfræðingur. Ég panta mat BJARNI SNÆBJÖRNSSON UMRÆÐAN Umferðaröryggi Undanfarnar vikur og mánuði hefur mengun í höfuðborg- inni verið mikið umræðuefni. Ástæður þessarar mengunar eru vissulega nokkrar, til dæmis brennsla olíuefna á farartækj- um. Ljóst er að næsta áratuginn verða olíu- efni ráðandi eldsneyti á bifreiðar og vinnu- vélar. Minnka mætti þessa meng- um stórlega með ýmsum ráðum, skulu hér nefnd nokkur sem snúa að gatnakerfinu og farartækjum: - Lengja aðreinar/fráreinar umtalsvert, því þar sem fjölfarin gatnamót eru má sjá tugi bifreiða bíða alla daga vikunnar. Bílvélar menga tiltölulega mest í hæga- gangi! - Hætta notkun ökuljósa bifreiða að degi til. Það kostar allnokkra orku að hafa ljósin kveikt. Enda er ljósanotkun að degi til ekki í öllum löndum Evrópu. - Flutningar að og frá lands- byggðinni fari fram með skipum eins og hægt er, það mundi draga úr þungaflutningum á þjóðveg- um landsins og drægi þar með úr slysahættu, með minnkandi umferð. - Frítt í almenningsvagna á stór- Reykjavíkursvæðinu. Það gæti dregið úr mengun og fækkað slysum vegna minni umferðar. - Fjarlægja allar „graseyjar“ sem og „netgirðingar“ á milli akreina. En setja eina akrein í staðinn. - Hætta notkun negldra vetrar- dekkja. - Opnunar- og lokunartími allra skóla og stofnana dreifist, til að jafna umferð sem mest yfir dag- inn. - Draga úr einkanotkun stórra bíla (jeppa og pallbíla) á stór- Reykjavíkursvæðinu, með áróðri og/eða umferðarmerkjum - Breyta tollum á bifreiðum svo áhugi aukist fyrir smábílum (t.d. aldrifsbílum) því engin þörf er fyrir negld vetrardekk á slíka bíla - Auka áhuga fólks fyrir því að eiga og reka dísilbíla - Stuðla að notkun reiðhjóla og gera notkun þeirri öruggari, með bættum hjólabrautum. - Breyta umferðarljósum eftir því hvort straumurinn liggur í átt að miðbæ eða frá honum. Ef ekki væru graseyjar eða netgirðingar eins og er í dag væri hægt að láta vera þrjár akreinar í átt að miðbæ og tvær frá honum á morgn- ana, og seinnipartinn væru þá þrjár akrein- ar frá miðbæ og tvær akreinar í átt til mið- bæjar. Enn fremur mætti samhæfa ljós á lengri akstursleiðum, sem mundi draga úr aksturshraða og bið á öllum ljósum á leið- inni. - Þessu væri meðal annars stýrt með umferðarljósum sem væru staðsett yfir akreinum. Með þessari breytingu gengi umferðin léttar, framúrakstur mundi minnka og mengun minnka. - Fjölga þarf umferðarmynda- vélum stórlega svo til umferðar- brjóta náist. Í framhaldi af því þarf að hækka sektir í takt við alvarleika brotsins, eða gera öku- tæki viðkomandi upptæk. Ljóst er að umferð á stærstu gatnamótum verður ekki í lagi, nema með mislægum gatnamót- um. Þau kæmu næstum í veg fyrir umferðarslysin á þeim gatnamótum, og draga mundi umtalsvert úr mengun vegna tafalausrar umferðar. Þetta er dýr framkvæmd, en slysin eru líka dýr. Einhvern veginn finnst mér að smíði umferðarbrúa taki allt of langan tíma, enda hver og ein handsmíðuð á staðnum. Hvernig væri að líta til ann- arra landa eins og t.d. Spánar. Þar virðast flestar umferðarbrýr vera staðlaðar. Undirstöður eru súlur og burðarbitar úr strengja- steypu eins og súlurnar. Það væri þarft verk að einhver snillingur hannaði brúarhluti sem væru síðan til á lager. Og þegar greftri væri lokið og púðar undir brúarsúlurnar væru tilbúnir, væri hægt að raða for- steyptum einingum saman. Meiri- hlutinn af fyrstu þrettán atriðun- um þarf ekki að vera óhóflega dýr, en mundi bæta umferðará- standið og draga úr mengun í höf- uðborginni. Margt hefur verið vel gert í þessum málum, þetta er bara hugleiðing mín sem hættur er akstri í borginni eftir sextán ár. En ljóst er að einhvers staðar þarf að byrja. Höfundur er búfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Vinnu- eftirlitsins. Mengun í Reykjavík REYNIR HARÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.