Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 24
[ ] Gaman er að eiga falleg hús- gögn í stofuna en til þess að þau haldist þannig er mikil- vægt að hugsa vel um þau. Margrét Sigfúsdóttir hússtjórn- arkennari gaf okkur nokkur góð ráð um viðhald húsgagna. Mikilvægt er að hugsa vel um við- arhúsgögn og þarf ýmist að bera reglulega á þau eða bóna. „Ef það er tekk og óvarinn viður skiptir mestu máli að bera á hann viðeigandi olíu. Olían er borin á óvarinn við og hversu oft fer bara eftir því hvað húsgagnið er mikið notað. Tekkolía er notuð á tekk og stund- um þarf maður að nota hreina línolíu. En ef það eru lökk- uð húsgögn er notað mublubón eins og til dæmis Bívax og þá má alls ekki nota tekkolíu, hún er ein- göngu á tekkið og við sem er óvar- inn,“ segir Margrét og bætir við: „Þá er borið á og þurrkað vel af á eftir með hreinum klút svo viður- inn verði ekki fitugur. Það er mjög mikilvægt þegar búið er að nota olíutuskuna og bera olíu á með henni að þvo úr henni eða henda henni út í tunnu því það getur orðið sjálfsíkveikja. Ekki geyma olíu - tuskur inni í íbúðum eða skápum. Þess vegna er passað upp á það á bensín- stöðvum og smurstöðv- um að setja þetta allt ofan í sér- staka fötu og þetta er sett út á hverju kvöldi hjá þeim. Það hitnar svo í þessu og þess vegna er þetta öryggisatriði.“ Stundum koma vatns- hringir eftir glös á við- arborð og eru þess hátt- ar skemmdir afar óskemmtilegar. „Til að forðast hringi eftir glös á borðinu er mikilvægt að venja sig á að hafa glasamottur því að ef hring- ir myndast á póleruð húsgögn er engin leið að ná þeim af en það er hægt að ná þeim af tekkhúsgögn- unum með því að nota stálull númer 00 og nudda blettinn með tekkolíu. Þessi stálull er mjög fín og hún rispar ekki og skemmir því ekki viðinn. Hún fæst bara í byggingavöruverslunum, þetta er ekki Brillo eða svoleiðis,“ útskýrir Margrét ákveðin. Það er því mun einfaldara að verða sér úti um nokkrar glasamottur en að skipta um heilu húsgögnin. Oft eru leðurhúsgögn í stofum landsmanna og þrátt fyrir að leðr- ið sé sterkt og endingargott er nauðsynlegt að dytta að því öðru hverju svo það haldist fallegt. „Leðrið er þrifið með vatni eða mildri sápu og jafnvel uppþvotta- legi. Fyrst er þrifið með blautum klút og svo þurrkað yfir með þurrum á eftir. Það má alls ekki nota sterkar sápur þar sem þær geta skemmt leðrið. Því næst er leður áburður borinn á leðrið og er það oftast gert einu sinni til tvisvar á ári. Svo er það bara blettahreinsir á önnur húsgögn. Fólk lendir oft í því ef það bleytir of mikið að það myndast vatns- blettur og þá er bara nuddað úr með rökum klút og hreinu vatni og passa að þurrka vel,“ segir Margrét, sem hefur ráð undir rifi hverju. hrefna@frettabladid.is Klakabox fást í ýmsum formum og gaman getur verið að útbúa klaka sem eru til dæmis hjartalaga, stjörnur eða jafnvel eins og Ísland í laginu. Það er um að gera að leika sér með þetta og útbúa til dæmis jólalega klaka fyrir hátíðarnar. Húsgögnunum haldið við Margrét á ýmis góð ráð varðandi viðhald húsgagna. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Salerni með hæglokandi setu kr. 9.900.- Skútuvogi 4 - s. 525 0800 Baðdeild Álfaborgar lýsa allt að 30 daga samfleytt. sími 530 1700 / www.rp.is Á leiði í garðinn            ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir G O T T F O L K Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.