Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 12
12 3. desember 2007 MÁNUDAGUR M ynd: H alldór S igurðsson Kryddaðu eldhúsið með heimilistækjum frá Siemens. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Espressó-kaffivélar, bjóðum upp á mikið úrval. Tilvalin jólagjöf handa heimilisfólkinu. Heimilistæki, stór og smá, ljós, símar, pottar og pönnur. SVEITARSTJÓRNIR „Það er töluverð óánægja meðal landeiganda,“ segir Örn Þórðarson, sveitarstjóri Rangárhrepps ytri, sem hefur að undanförnu hafnað umsóknum ýmissa jarðeiganda sem vilja skipuleggja sumarhúsabyggðir á landi sínu. Örn segir ástæðuna fyrir þessari stefnubreytingu vera vatnsverndarmál. „Það hefur verið látið óátalið um allt land að byggja við vatnsból af því að við eigum svo mikið af vatni og við þurfum miklu frekar á fólki að halda en vatni. Nú er þetta að breytast og verðmæti vatns að aukast. Þegar koma inn beiðnir í dag um að fá að byggja sumarhús á vatnsverndarsvæði erum við farnir að segja nei,“ útskýrir sveitarstjórinn. Örn bendir á að undanfarin ár hafi jarðaverð stöðugt hækkað með vaxandi ásókn. Fjárfestar hafi séð sér leik á borði. „Menn hafi kannski keypt jörð á 200 milljónir króna og síðan skipulagt sumarbústaðabyggð á hluta hennar og selt fyrir 100 milljónir. Landeigend- ur eru ósáttir við að ná ekki þeirri nýtingu á landið sem þeir stefndu að. Það er ömurlegt að leggja stein í götu fólks en við verðum að horfa fimmtíu til hundrað ár fram í tímann. Þegar þar að kemur viljum við ekki vera með sumarhúsabyggð beinlínis ofan í miðjum vatnsbólunum eins og dæmi eru um,“ segir Örn. Að sögn Arnar vakna spurningar um skaðabótaá- byrgð þegar sveitarfélag neitar landeiganda um breytt skipulag. „Samkvæmt skipulagslögum er ekki bótaskylda en það er slíkt mál ofan úr Hrunamanna- hreppi í gangi núna fyrir dómstólum sem verður fróðlegt að fylgjast með,“ segir hann Rangárhreppur ytri hefur þegar gengið frá því við landbúnaðarráðuneytið að fá að kaupa landgræðslu- jörðina Gröf sem er norðan við Hellu. Ósamið er um kaupverð en upphæðin á að renna til landgræðslu á Gunnarsholti. Ekki er vatnsverndarsvæði á Gröf en Örn segir jörðina ætlaða til stækkunar sveitarfélags- ins. Örn segir að sveitarfélagið hafi falast eftir fleiri ríkisjörðum, meðal annars Geldingalæk ofan Gunnars- holts. „Þar er gríðarlega stórt vatnsból en á þessu stigi málsins féllst landbúnaðarráðuneytið ekki á að selja okkur þá jörð,“ segir Örn Þórðarson. gar@frettabladid.is Vernda vatnsból og hafna sumarhúsum Sveitarstjóri Rangárþings ytra segir sveitarfélagið farið að sporna fótum við nýj- um sumarhúsbyggðum, landeigendum til vonbrigða. Hann segir heimamenn vilja tryggja vatnsból og uppbyggingu og falast því eftir kaupum á ríkisjörðum. SVEITARSTJÓRNIR Broddanesskóli í Kollafirði í Strandasýslu verður hugsanlega seldur. Hjón sem búa á bænum Miðhúsum þar skammt frá ásamt foreldrum annars þeirra hafa falast eftir skólabyggingunni í Broddanesi, sem ekki hefur verið nýtt til skólahalds í þrjú ár. Hjónin vilja kaupa eða leigja skólann. Sveitarstjórnin sam- þykkti að kanna möguleika á að setja bygginguna á sölu hið fyrsta. Broddanesskóli er samtals um 500 fermetrar með íbúð sem fylgir. Húsið var reist árið 1978. - gar Strandamenn losa eignir: Broddanesskóli líklega seldur UMHVERFISMÁL Sjö stjórnarmenn Sorpu, einn fyrir hvert byggðar- lag á höfuðborgarsvæðinu, klipptu á borða til að opna formlega nýtt endurvinnslu- svæði hjá Sorpu í Gufunesi á föstudag. Endurvinnslusvæðið hefur hlotið nafnið Straumur til framtíðar. Þar eru mismunandi tegundir úrgangs til endurvinnslu aðgreindar betur en verið hefur. Afkastamiklar vélar sjá um að þjappa úrganginum, hundruðum tonna á dag, áður en baggarnir eru sendir áfram í næsta líf, sem í þeirra tilviki hefst í Svíþjóð. - bj Nýtt endurvinnslusvæði Sorpu í Gufunesi formlega tekið í notkun á föstudag: Bagga hundruð tonna á dag BANDARÍKIN, AP Lát virðist vera á þeirri miklu aukningu í offitu sem orðið hefur meðal fullorð- inna í Bandaríkjunum undanfarin tuttugu ár að því er bandarísk stjórnvöld hafa greint frá. Um 33 prósent karla og 35 prósent kvenna þjáðust af offitu á tímabilinu 2005 til 2006 sam- kvæmt viðamikilli könnun bandarísku sjúkdómavarnastofn- unarinnar. Aukningin frá tímabilinu á undan var um tvö prósentustig sem yfirvöld segja ekki tölfræðilega marktækt. - sdg Ómarktæk aukning milli ára: Of feitum fjölg- ar hægar í BNA ÚKRAÍNA, AP Brothættur meirihluti var myndaður á úkraínska þinginu á fimmtudag milli flokkanna tveggja sem komust til valda í appelsínu- gulu byltingunni árið 2004. Samanstendur meirihlutinn af 227 þingsætum sem er aðeins einu sæti meira en þarf til að ná meirihluta. Leiðtogar flokkanna tveggja, Viktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, og Júlía Týmosjenko, náðu samkomulagi um stjórnarsáttmála þar sem gert er ráð fyrir að Týmosjenko taki við sem forsætis- ráðherra og flokkur Jústsjenkos fái að velja þingforseta. Hafa flokkarnir nú mánuð til að mynda ríkisstjórn. - sdg Fyrrum bandalagsflokkarnir: Nýr þingmeiri- hluti í Úkraínu VIKTOR JÚS- JENKÓ OG JÚLÍA TÝMOSJENKÓ Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa skorað á sveitar- félög að huga í ríkari mæli að framtíðarvatnsbólum og vatnsvernd í kringum þau. Hægt sé að losa verðmætt land undan núverandi vatnsvernd en tryggja um leið öruggt neysluvatn annars staðar frá. „Það á að vera réttur hvers einstaklings að hafa aðgengi að góðu og heilnæmu vatni óháð búsetu hans,“ segir í ályktun frá ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. ÁKLYKTUN UM VATNSBÓL HELLA Sveitarstjórnarmenn í Rang- árhreppi ytri vilja tryggja vatnsból til langrar framtíðar og veita því ekki leyfi fyrir nýrri byggð á vatnsverndar- svæðum. ÖRN ÞÓRÐARSON Sveitar- stjóri Rangárhrepps ytri. KLIPPT Á BORÐA Sjö stjórnarmenn klipptu á borða til að opna svæðið á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR GLERFLAUTA Japanski flautuleikarinn Gazan Watanabe spilar þarna á forláta glerflautu. Það tók ellefu manns þrjá mánuði að smíða flautuna, sem er svokölluð shakuhachi-flauta. Slíkar flautur eru venjulega gerðar úr bamb- us. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nokkur erill hjá lögreglu Nokkur erill var hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu í fyrrinótt. Tveir voru gripnir við ölvunarakstur og upp komu tvö smærri fíkniefnamál. Fjórir gerðust brotlegir við lögreglusamþykktir. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.