Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 26
[ ]Aðventuljósin má setja upp þar sem aðventan er gengin í garð. Því er um að gera að grafa upp aðventuljósið eða verða sér úti um eitt slíkt ef það er ekki til.
Margir hafa áhyggjur af
kaloríunum sem þeir innbyrða
yfir jól og áramót en nú er
hægt að gleðjast á ný. Þessar
skemmtilegu kaloríureglur
hafa gengið manna á milli með
tölvupósti undanfarnar vikur
og er alveg tilvalið að hafa þær
til hliðsjónar í kaloríuátinu yfir
hátíðarnar.
1. Maturinn sem þú borðar þegar
enginn sér til hefur engar kaloríur.
2. Þegar þú borðar með öðrum eru
einungis kaloríur í matnum sem þú
borðar umfram þá.
3. Matur, sem er neytt af læknis-
fræðilegum ástæðum til dæmis
jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín
og fleira, inniheldur aldrei kaloríur
því hann er góður fyrir hjartað. Að
minnsta kosti í hófi.
4. Því meira sem þú fitar þá sem þú
umgengst daglega því grennri sýn-
ist þú.
5. Matur á borð við poppkorn, kart-
öfluflögur, hnetur, gos, súkkulaði
og brjóstsykur, sem er borðaður í
kvikmyndahúsi eða þegar horft er
á myndband, er kaloríulaus vegna
þess að hann er hluti af skemmtun-
inni.
6. Kökusneiðar og smákökur inni-
halda ekki kaloríur þar sem þær
molna úr þegar bitið er í þær.
7. Allt sem er sleikt af sleikjum,
sleifum og innan úr skálum eða
sem ratar upp í þig á meðan þú
eldar matinn inniheldur ekki kalor-
íur vegna þess að þetta er liður í
matseldinni.
8. Matur sem hefur sams konar lit
hefur sama kaloríufjölda til dæmis
tómatar = jarðarberjasulta, næpur
= hvítt súkkulaði.
9. Matur sem er frosinn inniheldur
ekki kaloríur því kaloríur eru hita-
einingar. - sig
Engar kaloríur
Samkvæmt kaloríureglunum inniheldur sá matur sem þú borðar þegar enginn sér til
engar kaloríur.
Nú nálgast koma jólasvein-
anna óðum og eru mörg
börn farin að bíða í ofvæni
eftir því að sjá hverju þeir
muni lauma í skóna þeirra.
Hin síðari ár hefur rausnar-
skapur jólasveinanna aukist til
muna og virðist góðærið ná
alla leið upp til fjalla. Ekki er
óalgengt að fíneríið hreinlega
flæði upp úr litl-
um barnaskón-
um þó að það
sé reyndar
misjafnt
efir því
hver við-
komu-
staðurinn
er. Það
ættu jóla-
sveinar ef til
vill að hafa
hugfast og muna
að mandarína og súkku-
laðimoli geta allt eins glatt lítil
hjörtu. - ve
Gjafmildir
jólasveinar
Nú fer að styttast í komu jólasvein-
anna.
Meyjarnar Austurveri • Háaleitisbraut 68 • Sími 553 3305
Sloppar • Náttföt • Náttkjólar
Dalvegi 18 • Kópavogi • s. 5686500 • www.fondra.is
Virkir dagar: 10:00-18:00 & Laugardagar: 11:00- 16:00
Auglýsingasími
– Mest lesið