Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 22
22 3. desember 2007 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins Einn af öðrum hafa þeir horfið úr starfi með vansæmd, nýkónarnir í stjórn Bush sem öttu Bandaríkjamönnum út í hernaðar- foraðið í Írak sem hvorki er hægt að sigra né tapa heldur bara sökkva, hægt og örugglega. Það eina rétta sem Donald Rumsfeld slampaðist á að gera á endemis- ferli sínum sem varnarmálaráð- herra var að láta kveðja heim herinn héðan af Íslandi – þó vissulega megi finna til með því fólki sem mátti fara héðan og til Írak – það var farið að varða við þjóðaröryggi að tengjast um of þeim hatrömmu öflum sem ráðið hafa ferð í Bandaríkjunum seinustu árin. Og meðreiðarsvein- arnir eru flestir horfnir líka fyrr en þeir ætluðu sér, nú síðast John Howard í Ástralíu. Eiginlega eru þeir bara einir eftir, Dick Cheney og George Bush yngri – og Björn Bjarnason. „Það er urgur í heimamönnum“ Í síðustu stjórn höfðu sjálfstæðis- menn lítinn hægri flokk að styðjast við, svona eins og Kristilegir demókratar hafa löngum haft í Þýskalandi og kallast Frjálsir demókratar – það voru góðu dagarnir. Og nú er einhver urgur. Svo mjög raunar að eindregnasta stjórnarandstaðan virðist vera í Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir. Vinstri græn eru með hugann við baráttumál sitt að fá að flytja sem lengstar ræður sem oftast á þingi en formaður Fram- sóknarflokksins stígur einkum í pontu til að flytja einhvers konar ávarp Fjallkonunnar. Sjálfstæðisflokkurinn er stór og samsettur og þetta er ekki í fyrsta sinn sem vart verður mikillar andstöðu þar við samstarf flokksins við öfl vinstra megin við sig. Á árum Nýsköpunarstjórnar- innar voru nokkrir þingmenn úr röðum gildra bænda sem harðneit- uðu að styðja þetta samstarf við bæjarradikalana. Og á sínum tíma klofnaði flokkurinn þegar Gunnar Thoroddsen hjó á undarlega rammsnúinn hnút sem forysta flokksins hafði flækt sig í. Engum dylst að hávær öfl innan flokksins eru andvíg núverandi stjórnarsamstarfi. Einkum virðist þetta eiga við um fólk þar í sveit sem gert hefur Davíð Oddsson að leiðtoga lífs síns og er óánægt með hlut hans í landstjórninni, en eins og kunnugt er þá biðu hans sömu stjórnmálaleg örlög og annarra þeirra sem gerðust of leiðitamir klerkastjórninni í Washington. Í þeirri sveit hefur Morgunblaðið verið mest áberandi – eða öllu heldur dálkarnir sem gáfaðir menn telja skrifaða af ritstjóra blaðsins og mun þá einkum rýnt í z-notkun, sem er einmitt bókstafur sem hæfir sérlega vel fylgismönnum Davíðs. Morgunblaðið er stundum eins og flokksmálgagn án flokks. En við þessu er náttúrlega ekkert að segja. Eigendur blaðsins virða eflaust þá stefnu að fetta ekki fingur út í stjórnmálaskrif þess og við sjáum merki um að Mogginn er kannski fyrst og fremst málgagn starfsmanna sinna, gamalla og nýrra: einn vitnisburðurinn var á dögunum þegar Jónas Hallgrímsson átti 200 ára afmæli og blaðið birti leiðara þar sem þjóðinni voru færðar þær fréttir að Matthías Johannessen væri þjóðskáld, og svo var vitnað í ljóð eftir hann svo að ekki þurfti frekari vitnanna við um það hver arftakinn væri. Blaðið fer með öðrum orðum sínar eigin leiðir. Og allt gott um það. Það talar máli þeirra sem andvígir eru stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar. Og hefur löngum fylgt að málum þeim armi flokksins sem nefna mætti Íslandsdeild Repúblíkanaflokksins. Til of mikils mælst? Ætli Björn Bjarnason megi ekki teljast leiðtogi þess félagsskapar? Nú hefur hann sem ráðherra kosið að gera opinberlega lítið úr þeim mikla áfanga að raunveruleg leit fór fram í flugvél þar sem grunur hefur leikið á að hafi flutt fanga fyrir bandarísk yfirvöld, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafði lýst yfir eindregnum vilja til þess að slík leit færi fram og ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu hafði rætt um þessi mál við undirmenn dómsmálaráðherra. Björn þvertekur fyrir að leitað hafi verið að föngum og er á honum að skilja að rækileg leit – eins og þarna fór fram þar sem farið var fram á að opnuð yrðu ýmis hólf – hafi verið alsiða. Hvað sem því tali líður hljóta Bandaríkjamenn nú að hafa fengið ótvíræð skilaboð um að millilendingar hér á landi í fangaflugi verði ekki liðið. Sumsé stjórnarandstaðan. Þótt sjálfstæðismenn tali stundum um glundroða í röðum vinstri manna þá hafa þeir sjálfir vissa hefð fyrir slíku. En er til of mikils mælst af flokknum að hann hafi stjórnarandstæðingana sína utan stjórnar? Stjórnarandstaðan UMRÆÐAN Breytingar á þingsköpum Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni,“ sagði Kristinn H. Gunnar- son, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins, við umræður á Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um laga- frumvörp. Fyrir sitt leyti hafði þing- flokkur VG minnt á að á undanförnum tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um EES-samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá Íslands, Kárahnjúkavirkjun, Vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn um heilsufarsupplýsingar, einka- væðingu Landsímans og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Einhverju kann ég að gleyma en mergurinn málsins er sá að þetta eru ekki mörg mál. Þetta eru hins vegar hitamál okkar samtíðar. Var löng umræða um þessi mál til ills? Á Kristni H. Gunnarssynni var að skilja að hún hefði verið til einskis. Allavega umræðan um Ríkisútvarpið, sem verið hefði „síðasta málþóf sem hér fór fram… og þá gafst stjórnarandstaðan upp í því málþófi. Hún gafst upp á þriðja degi.“ Þarna reynist Kristinn H. Gunnarsson nokkuð seinheppinn. Staðreyndin er sú að stjórnarfrumvarp um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins kom fram í þrígang á síðasta kjörtímabili, fyrst um sameignarfélag, þá um hlutafélag og að lokum um opinbert hlutafé- lag. Það var samdóma álit allra að stöðugt tók málið framförum. Hvers vegna gerðist þetta? Vegna andstöðu á þingi, langrar og ítarlegrar umræðu. Í rauninni er rangt að kalla allar slíkar umræður málþóf. Stuðningur við langar umræður hefur komið úr óvæntum áttum, til dæmis frá Ómari R. Valdimarssyni, um langt skeið upplýsingafulltrúa Alcoa. Hann segir á bloggi sínu að það sé beinlínis hættulegt lýðræðinu að stytta ræðutíma á Alþingi: „Með því að koma í veg fyrir að þingmenn geti staðið fyrir málþófi er verið að kippa einni stoð undan lýðræðinu. Af hverju? Jú, því að það er stundum sem þingmönnum tekst að vekja athygli á málum með málþófi, sem annars myndu rúlla í gegnum þingið nokkurn veginn athugasemdalaust. Með málþófi eru þingmenn líklegri til þess að vekja athygli fjölmiðla á málum, sem síðan kveikja í almenningi. Sé almenn- ingur einhverju ákveðnu máli mótfallinn, eftir að hafa fengið kynningu á því í gegnum fjölmiðla og hugsanlega með því að afla sér frekari upplýsinga í gegnum t.d. netið, er líklegt að fólk láti óánægju sína í ljós með þeim hætti að þingheimur taki eftir. Aldrei þessu vant styð ég því VG.“ Það er nefnilega það. Höfundur er formaður þingflokks VG. Seinheppinn Kristinn ÖGMUNDUR JÓNASSON Stjórnmálaástandið U mburðarlyndi og siðgæðisvitund verður ekki til í tómarúmi. Við þurfum að ræða gildi okkar og fræðast um sjónarmið annarra til að þroska með okkur lífs- viðhorf sem við byggjum ákvarðanir okkar á. Þetta mótunarferli byrjar strax á unga aldri og er marg- breytilegt. Auðvitað hafa foreldrar mikil áhrif á börn sín enda traust alla jafna mikið þar á milli. En stofnanir hins opinbera, sem hafa freklega tekið að sér stórt hlutverk í uppeldi ungs fólks, gegna einnig stóru hlutverki. Það er jákvætt sem fram kemur í nýju frumvarpi Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að ekki verði lengur talað um að starfshættir skóla mótist af kristilegu sið- gæði. Er þess í stað vísað til jafnréttis, ábyrgðar, umhyggju, sátt- fýsi og virðingar fyrir manngildum. Nauðsynlegt er að taka tillit til hvers einasta einstaklings í hinu opinbera skólakerfi. Trúfrelsið snýst ekki bara um rétt manna til að iðka sína trú. Það snýst líka um rétt fólks til að vera laust undan trúboði ann- arra kjósi það svo. Í raun má segja að brotið sé á þeim rétti í dag. Vissulega er hverjum Íslendingi frjálst að greiða sóknargjöld til þess trúfélags sem hann kýs eða sleppa því, en þá renna greiðsl- ur til Háskóla Íslands. Hins vegar greiða allir skattgreiðendur, hverrar trúar sem þeir eru, laun presta þjóðkirkjunnar. Hægt er að líta á það sem brot á mannréttindum. Mannréttindi snúast ekki um meirihluta eða minnihluta eins og sumir virðast halda. Mannréttindi eru bundin við hvern og einn einstakling og eru algild. Þó að meirihluti íslensku þjóðarinnar aðhyllist kristna trú er ekki hægt að neyða alla til að taka þátt í boðun hennar. Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar felst ein- mitt vörn minnihlutans gegn ofríki meirihlutans. Biskup Íslands sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins fyrir helgi að hörð atlaga væri nú gerð að áhrifum kristni og kirkju í skólum landsins. Andstæðingar trúarinnar væru duglegir og foreldrar sem aðhylltust kristna trú ættu að láta í sér heyra og láta ekki hrekja sig út. Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, benti réttilega á að þetta væri ekki spurning um magn eða fjölda. Þetta er spurn- ing um rétt hvers og eins einstaklings. Hvorki Siðmennt né aðrir, sem hafa bent á stöðu þjóðkirkjunnar innan menntastofnana, vilja trúna út. Trúarbragðafræðsla á rétt á sér í skólum eins og önnur fræðsla. Þannig lærum við að þekkja viðhorf og lífsgildi annarra. Dauðhreinsun á trúarbrögðum er ekki lausnin. Þá er hægt að fræðast um jólin og páskana eins og hátíðir annarra trú- arbragða en kristinnar. Trúaruppeldi á hins vegar að vera á höndum foreldra en ekki skólanna. Það á ekki að setja börn og forráðamenn þeirra í erfiða stöðu þegar velja skal hvort barnið taki þátt í trúarlegu starfi eða ekki. Utan skólatíma hafa foreldrar val um að sækja fjölbreytta dagskrá þjóðkirkjunnar með börnum sínum. Æskulýðsstarf kirkjunnar er öflugt og þar starfa fjölmargir frábærir prestar sem hafa mikið fram að færa. Það er rétt að flestir Íslendingar tilheyra þjóðkirkjunni. Starf kirkjunnar er síst minna mikilvægt í dag en áður. Boðskapur trúarinnar fær fólk til að staldra við og íhuga gildi sín. Sá boð- skapur á erindi við börn með milligöngu foreldra en ekki opin- berra stofnana. Kristna trú á ekki að boða í opinberum skólum. Trúaruppeldi BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Þáttur kvenna Svo virðist sem Egill Helgason sé farinn að taka mark á þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið frá femínist- um síðustu vikur, að minnsta kosti ef marka má gestaval og umræðu- efni í Silfri Egils í gær. Meðal gesta voru þingkonurnar Kolbrún Halldórsdóttir og Guð- finna Bjarnadóttir sem og Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar. Ekki voru aðeins óvenju margar konur viðmælendur í þættinum í gær heldur var líka eytt óvenju löngum tíma í spjall um stöðu kvenna, kynhlutverkin og svo mætti lengi telja. En ekki hægrimanna? Agli tókst þó að ergja að minnsta kosti einn. Sá heitir Andrés Magnús- son, sem kvartar á bloggsíðu sinni yfir því að Egill hafi sniðgengið heilan þjóðfélagshóp í þætti sínum. „Hvern- ig stendur á því að ekki var einn ein- asti viðmælandi þarna, hægra megin við miðju?“ spyr hann. Í þættinum var þó eins og áður segir flokks- systir hans úr Sjálfstæðisflokkn- um, Guðfinna Bjarnadóttir, og einnig Jón Magnússon, sem seint verður talinn vinstrisinnaður. Andrés dregur raunar í land í athugasemdakerfinu. Jón Magnússon sé hægrimað- ur, þó ekki mikill. En alls ekki Guðfinna. Hettupeysumaður í háskóla Jón Örn Guðbjartsson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2, hefur verið ráðinn sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs Háskóla Íslands. Aðalsmerki Jóns á skjánum var brún hettupeysa sem skrýddi hann jafnan í útsendingu, við misjafnar undirtektir. Peysan var þó víðs fjarri við vígslu Háskólatorgs á laugardag þar sem Jón Örn arkaði prúðbúinn um nýtt gólfið. kristjan@frettabladid.is /stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.