Fréttablaðið - 03.12.2007, Page 24

Fréttablaðið - 03.12.2007, Page 24
[ ] Gaman er að eiga falleg hús- gögn í stofuna en til þess að þau haldist þannig er mikil- vægt að hugsa vel um þau. Margrét Sigfúsdóttir hússtjórn- arkennari gaf okkur nokkur góð ráð um viðhald húsgagna. Mikilvægt er að hugsa vel um við- arhúsgögn og þarf ýmist að bera reglulega á þau eða bóna. „Ef það er tekk og óvarinn viður skiptir mestu máli að bera á hann viðeigandi olíu. Olían er borin á óvarinn við og hversu oft fer bara eftir því hvað húsgagnið er mikið notað. Tekkolía er notuð á tekk og stund- um þarf maður að nota hreina línolíu. En ef það eru lökk- uð húsgögn er notað mublubón eins og til dæmis Bívax og þá má alls ekki nota tekkolíu, hún er ein- göngu á tekkið og við sem er óvar- inn,“ segir Margrét og bætir við: „Þá er borið á og þurrkað vel af á eftir með hreinum klút svo viður- inn verði ekki fitugur. Það er mjög mikilvægt þegar búið er að nota olíutuskuna og bera olíu á með henni að þvo úr henni eða henda henni út í tunnu því það getur orðið sjálfsíkveikja. Ekki geyma olíu - tuskur inni í íbúðum eða skápum. Þess vegna er passað upp á það á bensín- stöðvum og smurstöðv- um að setja þetta allt ofan í sér- staka fötu og þetta er sett út á hverju kvöldi hjá þeim. Það hitnar svo í þessu og þess vegna er þetta öryggisatriði.“ Stundum koma vatns- hringir eftir glös á við- arborð og eru þess hátt- ar skemmdir afar óskemmtilegar. „Til að forðast hringi eftir glös á borðinu er mikilvægt að venja sig á að hafa glasamottur því að ef hring- ir myndast á póleruð húsgögn er engin leið að ná þeim af en það er hægt að ná þeim af tekkhúsgögn- unum með því að nota stálull númer 00 og nudda blettinn með tekkolíu. Þessi stálull er mjög fín og hún rispar ekki og skemmir því ekki viðinn. Hún fæst bara í byggingavöruverslunum, þetta er ekki Brillo eða svoleiðis,“ útskýrir Margrét ákveðin. Það er því mun einfaldara að verða sér úti um nokkrar glasamottur en að skipta um heilu húsgögnin. Oft eru leðurhúsgögn í stofum landsmanna og þrátt fyrir að leðr- ið sé sterkt og endingargott er nauðsynlegt að dytta að því öðru hverju svo það haldist fallegt. „Leðrið er þrifið með vatni eða mildri sápu og jafnvel uppþvotta- legi. Fyrst er þrifið með blautum klút og svo þurrkað yfir með þurrum á eftir. Það má alls ekki nota sterkar sápur þar sem þær geta skemmt leðrið. Því næst er leður áburður borinn á leðrið og er það oftast gert einu sinni til tvisvar á ári. Svo er það bara blettahreinsir á önnur húsgögn. Fólk lendir oft í því ef það bleytir of mikið að það myndast vatns- blettur og þá er bara nuddað úr með rökum klút og hreinu vatni og passa að þurrka vel,“ segir Margrét, sem hefur ráð undir rifi hverju. hrefna@frettabladid.is Klakabox fást í ýmsum formum og gaman getur verið að útbúa klaka sem eru til dæmis hjartalaga, stjörnur eða jafnvel eins og Ísland í laginu. Það er um að gera að leika sér með þetta og útbúa til dæmis jólalega klaka fyrir hátíðarnar. Húsgögnunum haldið við Margrét á ýmis góð ráð varðandi viðhald húsgagna. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Salerni með hæglokandi setu kr. 9.900.- Skútuvogi 4 - s. 525 0800 Baðdeild Álfaborgar lýsa allt að 30 daga samfleytt. sími 530 1700 / www.rp.is Á leiði í garðinn            ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir G O T T F O L K Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.