Fréttablaðið - 11.12.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 11.12.2007, Síða 2
2 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR REYKJAVÍK Hluti af svæði Háskóla Íslands fylgdi með í kaupunum þegar viljayfirlýsing var undir- rituð í maí um 11.000 fermetra lóð í Vatnsmýrinni til handa Listahá- skóla Íslands. Hvorki skipulagssvið borgar- innar né forsvarsmenn Háskóla Íslands (HÍ) munu hafa gert sér grein fyrir þessu á sínum tíma. Minnisblað frá skipulagssviði til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þáver- andi borgarstjóra, segir landið borgarland. Ragnar Ingimarsson prófessor vék að þessu í ræðu sem hann flutti á hátíðarsamkomu stúdenta 1. desember. Ragnar, sem hefur komið að byggingamálum HÍ um árabil minnti á að reiturinn er frá- tekinn fyrir náttúrugripasafn. „Byggingarreitur G er einungis hugsaður fyrir náttúrufræðasafn og tengda starfsemi Náttúrufræði- stofnunar,“ segir í deiliskipulagi Reykjavíkur, sem enn er í gildi. Því þarf að breyta deiliskipulagi til að Samson Properties, byggingar- félag Björgólfsfeðga, geti byggt þar annað en náttúrugripasafn. Björgólfsfeðgar eignuðust lóð- ina nýverið, í makaskiptum við LHÍ, gegn lóð við Frakkastígsreit. Við undirritun viljayfirlýsingar- innar kom fram að LHÍ mætti skipta lóðinni út fyrir aðra lóð. Rektor LHÍ lýsti þeirri skoðun sinni þá að hann gæti betur hugsað sér skólann í miðbænum. Spurð um hvort Háskólinn hafi farið fram á bætur vegna þessa, segir rektor HÍ, Kristín Ingólfs- dóttir að þegar skólinn láti eftir lóðir sé komið til móts við hann með lóðum annars staðar. Þetta sé „allt í góðu“ og henni hugnist vel ríkur samstarfsvilji borgarstjóra og Samson Properties. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri hefur lýst því við Fréttablað- ið að reitur G verði skipulagður í nánu samstarfi við HÍ. Þar verði háskólatengd starfsemi. Mikið er að gerast í lóða- og byggingamálum skólans, segir rektorinn. Ekki hafi verið ákveðið hvað skólinn vilji helst að Björg ólfs- feðgar byggi á lóðinni. klemens@frettabladid.is Sigmundur, er svona mikið kvalræði að búa í Grafarvogi? „Grafarvogur er paradís fyrir lifendur og dauða. Hvalinn hefur langað í kirkjugarðinn okkar, en ekki komist lengra.“ Höfrungur sást á sundi í Grafarvogi í síð- ustu viku en fannst dauður í flæðarmál- inu á laugardag. Sigmundur Ernir Rúnars- son fjölmiðlamaður býr í Grafarvogi og er stundum kallaður Grafarvogsskáldið. NÝ LJÓÐABÓK EFTIR GALDRAMEISTARANN Eins og forskrift að skáld- skaparfræðum nýrrar aldar. – Sigurður Hróarsson, Fréttabl. Tilnefning 2007 D Y N A M O R EY K JA V ÍK Borgarstjóri gaf eignir Háskólans Lóð í Vatnsmýri sem var gefin Listaháskóla er skilgreind „einungis fyrir náttúru- fræðisafn“ og tilheyrir að hluta Háskóla Íslands. Hvorki HÍ né skipulagssvið borgarinnar gerðu sér grein fyrir því. Listaháskóli hefði ekki komist á reitinn. SKÝR LANDAMÆRI Ofan línu er landsvæði HÍ en borgarland fyrir neðan. Reitur G er á mörkunum, rauður. Náttúrugripasafn átti að rísa á gula reitnum. Svarta svæðið átti að vera bílastæði. Þau verða líklega neðanjarðar, í takt við breytta tíma. Byggingar- magn gæti því aukist mikið frá ríkjandi deiliskipulagi. FRÉTTABLAÐIÐ/LOFTMYNDIR.IS DÝRALÍF Aðventan er sá tími árs þegar náungakærleikurinn svífur yfir vötnum. Þá er einnig mikilvægt að gleyma ekki þeim fáu þröstum sem ákveða að þrauka með okkur veturinn en frostharkan undanfarnar vikur hefur eflaust fengið þá til að öfunda hina fjölmörgu bræður sína sem hurfu á hlýrri slóðir. „Það er gott að gefa þeim epli eða eitthvert kjötmeti,“ segir Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðing- ur. Þessi heppni þröstur sem varð á vegi ljósmyndara Fréttablaðs- ins á Laugaveginum varð aldeilis ekki útundan í þenslunni sem vill verða í meira lagi fyrir jólin. Meðan mannfólkið vappaði milli verslana gæddi sá vængjaði sér á epli sem væntanlega dugði honum þann daginn enda á stærð við hans eigin búk. - jse Erfitt tíðarfar fyrir þresti: Þröstur í góð- um málum VEISLA VIÐ LAUGAVEGINN Þessi þröstur hugsar eflaust hlýlega til vegfarandans sem henti þessu epli en það er heldur hart í ári hjá þeim litlu vængjuðu í þessu tíðarfari. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Olíuleki í Ártúnsbrekku Engan sakaði þegar þrír bílar lentu í árekstri í Ártúnsbrekku á Vesturlands- vegi um hádegisbilið í gær. Nokkurt magn af olíu lak af einum bílanna og kallaði lögreglan til Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins til þess að hreinsa olíuna af götunni. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögregl- unnar á Suðurnesjum á banaslys- inu á Vesturgötu í Reykjanesbæ stendur enn. Fjögurra ára drengur lést í slysinu. Niðurstöður samanburðarrann- sókna á fatnaði drengsins og trefjum sem fundust á bíl hins grunaða eru væntanlegar í dag. Í kjölfarið verður ákveðið hvort farið verður fram á framlengingu gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir hinum grunaða en gæsluvarðhald yfir honum rennur út í dag. Hann neitar sök í málinu. - þo Banaslysið í Reykjanesbæ: Niðurstöðurnar væntanlegar SLYS Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir umferðaróhapp við Hvera- dalabrekku á Hellisheiði um níuleytið í gærkvöld. Hinn slasaði var ökumaður fólksbíls sem hafði runnið í veg fyrir jeppling sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður jepplingsins hlaut minniháttar meiðsli. Afar slæmt veður var þegar slysið varð; illfært og lélegt skyggni. Loka þurfti veginum eftir slysið og voru bílarnir fluttir brott með kranabíl. Víða var illfært á vegum vegna veðurs í gærkvöld. - þo Umferðaróhapp á Hellisheiði: Einn slasaðist í árekstri í hálku BRUNI Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á eldsvoðanum í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem tíu glæsibílar og einn bátur brunnu til kaldra kola um liðna helgi er enn á frumstigi. Líklegt þykir að kveikt hafi verið í en ekki hefur verið úti- lokað að eldurinn hafi kviknað með öðrum hætti. Í gær var farið yfir vísbendingar og meðal annars voru skoðaðar upptökur úr öryggismyndavélum sem staðsettar voru í grenndinni. Sjónarvottur sem gaf sig fram við lögreglu sagðist hafa séð tvo pilta hlaupa af vettvangi auk þess sem bíl sást ekið frá skemmunni sem bílarnir stóðu við skömmu áður en eldsins varð vart. Jóhannes Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að enginn hafi verið yfir- heyrður vegna málsins. Bílarnir voru í vörslu Annþórs Karlssonar, sem hlotið hefur dóma fyrir ýmis brot. Eigandi bílanna, Ragnar Magnússon, segir ekkert grunsam- legt við veru bílanna í portinu. „Mér sárnar orðrómurinn sem er á kreiki um að ég hafi haft eitthvað með þennan bruna að gera. Það er hreinlega búið að sverta mannorð mitt,“ segir Ragnar. Bílarnir, sem Ragnar hugðist selja, voru tryggðir hjá Sjóvá almennum og TM. Tjónið nemur rúmum sjötíu milljónum króna en bílarnir voru kaskótryggðir svo Ragnar vonar að fjárhagslegt tjón hans verði ekki mikið. - þo Rannsakað hvort kveikt hafi verið í bílunum sem brunnu í Vogum: Eigandanum gremst umtalið ALLT BRUNNIÐ Í portinu var meðal annars einn Hummer, þrír bílar af gerð- inni BMW og tveir Mercedes Benz auk Dodge Prowler og Dodge Charger sem voru hálfgerðir safngripir. MYND/VÍKURFRÉTTIR NOREGUR, AP „Það sem er að er við sjálf, og það erum við sem verðum að lagfæra það,“ sagði Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, í gær þegar hann tók á móti friðarverðlaunum Nóbels í Ósló ásamt Rajendra Pachauri, formanni milliríkja- nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Gore og milliríkjanefndin deila með sér þessum verðlaunum í ár fyrir að „efla og útbreiða þekkingu um loftslagsbreytingar af mannavöldum, og fyrir að leggja grunn að þeim ráðstöfun- um sem grípa þarf til í því skyni að vinna á móti slíkum breyting- um,“ eins og segir í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar. - gb Friðarverðlaun Nóbels afhent: Gore hvetur til frekari dáða AL GORE OG RAJENDRA PACHAURI Tóku við Friðarverðlaununum í gær. STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis vill að stjórn- endum ríkisstofnana sé gerð grein fyrir þeirri afstöðu fjármálaráðuneytisins að forstöðumenn megi ekki gera starfslokasamninga við starfsfólk nema hafa til þess sérstakar lagaheimildir. Í fyrra gerði utanríkisráðuneytið tvo starfsmenn að sendiherrum gegn því að þeir létu síðan af störfum, annars vegar fimm árum og hins vegar sjö árum áður en þeir hefðu að óbreyttu farið á eftir- laun. Með þessu fengu starfsmennirnir verulega hærri eftirlaun. Kona sem hætti störfum í utanríks- ráðuneytinu á svipuðum tíma leitaði til Umboðs- manns þar sem henni voru boðin miklu lakari kjör en mönnum tveimur við starfslok. Umboðsmaður ákvað af þessu tilefni að skoða starfslokasamninga hjá ríkinu almennt. Fjármálaráðuneytið kvaðst í svarbréfi til umboðs- manns telja að forstöðumönnum væri ekki heimilt að taka ákvörðun um gerð starfslokasamninga. Umboðsmaður segir í áliti sínu að dæmi séu um gagnstæð viðhorf hjá stjórnendum ríkisstofnana. Brýnt sé að farið sé að reglum stjórnsýsluréttar: „Það að leiða starfslok ríkisstarfsmanna til lykta með samningi í stað þess að taka um þau ákvarðanir að loknum undirbúningi í samræmi við lög og reglur stjórnsýsluréttarins víkur frá því réttaröryggi sem þessum reglum er ætlað að tryggja,“ segir umboðs- maður og bætir við: „Þessum reglum er líka ætlað að koma í veg fyrir að ákvarðanir um starfslok ríkisstarfsmanna ráðist af duttlungum eða persónulegum sjónarmiðum viðkomandi forstöðumanns.“ - gar Umboðsmaður Alþingis vill að starfslokasamningar séu óháðir duttlungum: Vill reglu á starfslokasamninga TRYGGVI GUNNARSSON Umboðsmaður Alþingis kallar eftir skýrum reglum um starfsloka- samninga hjá ríkinu. Askja náttúru- fræðihús Náttúrufræðisafn (Listaháskóli) Íslensk erfðagreining VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Þáverandi borgar- stjóri undirritaði viljayfirlýsingu ásamt mennta- málaráðherra í maí um lóð fyrir Listahá- skólann. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.