Fréttablaðið - 11.12.2007, Qupperneq 6
6 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Þrjár konur um tvítugt voru handteknar
í íbúð í miðborginni á laugardagskvöld. Þar innandyra
fannst talsvert af ætluðum fíkniefnum sem talið er að
séu hass og e-töflur. Í íbúðinni fannst einnig nokkuð af
fjármunum sem taldir eru ágóði af fíkniefnasölu.
Um svipað leyti voru tveir karlar á þrítugsaldri
handteknir skammt frá íbúðinni en þeir eru sömu-
leiðis grunaðir um fíkniefnamisferli.
Á öðrum stað í miðborginni hafði lögreglan afskipti
af hálfþrítugum karli sem var með ætluð fíkniefni í
fórum sínum.
Þá voru þrír karlmenn handteknir á laugardags-
kvöld eftir að lögreglan fann ætluð fíkniefni í bíl í
húsakynnum fyrirtækis í Árbæ.
Mennirnir eru um þrítugt og fertugt. Einum þeirra
var sleppt fljótlega eftir að komið var á lögreglustöð.
Fíkniefnin voru falin í hanskahólfi og farangurs-
geymslu bílsins. Talið er að um sé að ræða amfetamín,
hass og marijúana. Á laugardag var sömuleiðis annar
karl um fertugt tekinn í sama hverfi en hann var
einnig með ætluð fíkniefni í fórum sínum. - jss
FÍKNIEFNI Lögregla lagði hald á margar tegundir fíkniefna um
helgina.
Góður árangur fíkniefnalögreglu á höfuðborgarsvæðinu um helgina:
Tóku tíu manns og fíkniefni
STJÓRNSÝSLA Þróunarfélag Kefla-
víkurflugvallar hefur náð betri
árangri en nokkur þorði að vona,
segir Magnús Gunnarsson, stjórnar-
formaður félagsins. Bandarísk
stjórnvöld mátu eignir sem félagið
fékk í hendur á ellefu milljarða
króna í byrjun árs, en þær eru
taldar um tuttugu milljarða virði í
dag.
Styrr hefur staðið um sölu Þró-
unarfélagsins á eignum á fyrrum
varnarsvæði, og hafa ásakanir
gengið á víxl undanfarna daga og
vikur. Boðað var til fjölmiðla fundar
með stjórn félagsins og fram-
kvæmdastjóra á svæðinu umdeilda
í gær til að kynna
starfsemina.
„Ég hafna öllum
dylgjum um að hér
hafi eitthvað óeðli-
legt farið fram,“
sagði Stefán Þór-
arinsson, einn
þriggja stjórnar-
manna í Þróunar-
félaginu. Hann
segir ógeðfellt
þegar vegið sé að
mannorði stjórnar-
manna og starfsmanna með dylgj-
um og óheiðarlegum vinnubrögð-
um. Slíkt eigi ekki heima í þessari
umræðu.
Stefán segir að þegar hafi skap-
ast um 300 ný störf í stað þeirra
900 sem tapast hafi þegar varnar-
liðið hafi horfið á brott. Að með-
töldum afleiddum störfum hafi því
um 450 störf orðið til tengd varnar-
svæðinu fyrrverandi.
Lagðar voru fram upplýsingar
um tilboð sem borist hafa í eignir á
svæðinu á fundi Þróunarfélagsins í
gær. Þar kemur fram að í 96 pró-
sentum tilvika hafi hæsta tilboði
verið tekið. Magnús segir að í
undan tekningartilvikum hafi hærri
tilboðum verið hafnað, fyrir því
liggi málefnalegar ástæður. Þrír
fjórðu hlutar húsa á svæðinu eru
þegar seldir, 135 byggingar, sam-
tals 194 þúsund fermetrar. Selt var
á 15,8 milljarða króna. Eftir eru 36
skrifstofu- og þjónustubyggingar,
342 íbúðir og mikið land til þróun-
ar, segir Magnús.
Hann segir það ekki sérstakt
áhyggjuefni að það verð sem fékkst
fyrir eignirnar sé lægra en fram
kemur í verðmati sem unnið var
fyrir félagið. Félagið sé einfald-
lega að átta sig á því hvað sé
markaðs verð. Takmörk séu á nýt-
ingu eignanna, og ráðast þurfi í
endurbætur. Það verð sem fáist sé
markaðsverð í dag.
Enn fremur skipti miklu fyrir
ríkið að selja eignirnar sem fyrst,
eignirnar þurfi viðhald fyrir 1.200
til 1.300 milljónir króna á ári. Auk
þess rýrni verðmæti þeirra með
tímanum. Því verði að meta á móti
verðinu þann tíma sem taki að selja
eignirnar. brjann@frettabladid.is
Bandarísk stjórnvöld
vanmátu verðmætið
Áætlun á verðmæti fasteigna á fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli hefur
nær tvöfaldast á árinu. Stjórn Þróunarfélags hafnar dylgjum um störf félagsins.
Stjórnarmaður sakar andstæðinga um að beita óheiðarlegum vinnubrögðum.
STEFÁN
ÞÓRARINSSON
SPILIN Á BORÐIÐ Magnús Gunnarsson (til hægri) ræddi við fjölmiðlafólk um árangur
Þróunarfélagsins. Með á myndinni eru þeir Árni Sigfússon, stjórnarmaður í Þróunar-
félaginu, og Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
SAMÞYKKT SALA
Kaupandi Fjöldi bygginga Fermetrar Verðmæti
Base 22 46.230 715 milljónir
Háskólavellir 96 155.707 14.000 milljónir
Keilir 2 6.632 320 milljónir
Þjóðkirkjan 2 1.476 155 milljónir
Atlantic Film Studios 13 13.810 575 milljónir
SAMTALS 135 193.855 15.765 milljónir
STJÓRNSÝSLA Til stendur að fyrstu
skrefin í því að hreinsa upp meng-
un á fyrrum varnarsvæði á Mið-
nesheiði verði tekin á næsta ári.
Magnús Gunnarsson, stjórnarfor-
maður Þróunarfélags Keflavíkur,
segir að fyrstu verkin verði lík-
lega boðin út á komandi ári.
Upphafleg kostnaðaráætlun við
hreinsun svæðisins hljóðaði upp á
um fjóra milljarða króna, segir
Kjartan Eiríksson, framkvæmda-
stjóri Þróunarfélagsins. Hann
segir að ekki sé hægt að segja
nánar til um hver kostnaðurinn
við hreinsunina verði, hann muni í
öllu falli hlaupa á einhverjum
milljörðum króna.
Eitt af hlutverkum Þróunar-
félagsins er að hreinsa alla meng-
un úr jörðu. Við það verður meðal
annars byggt á skýrslu varnarliðs-
ins á umfangi mengurinnar, auk
gagna frá Heilbrigðiseftirliti
Suður nesja, segir Kjartan.
Í dag er verið að skoða þau
svæði sem talin eru menguðust,
taka sýni og gera rannsóknir. Að
þessum rannsóknum er meðal
annarra unnið í Umhverfisstofnun
og hjá Heilbrigðiseftirlitinu.
„Út frá þessari vinnu kemur í
ljós hvar þetta er, hversu mikið að
umfangi, og til hvaða aðgerða þarf
að grípa til að hreinsa þetta, eða
hvernig þarf að bregðast við,“
segir Kjartan. Í framhaldi af því
verði hægt að meta kostnað við
hreinsunarstarfið. - bj
Mikil vinna fram undan við hreinsun á fyrrum varnarsvæði á Miðnesheiði:
Fyrstu útboðin á næsta ári
VARNARSVÆÐI Líf er farið að færast yfir
varnarsvæðið á nýjan leik. Þessi börn
léku sér í snjónum í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Bætt kennsla skilar sér
Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar
á Ísafirði, sagði á bæjarstjórnarfundi
að bætt kennsla væri ástæða þess
að grunnskólabörn á Vestfjörðum
kæmu einna best út á Íslandi í nýrri
Pisa-könnun. Sagði Birna vestfirskum
réttindakennurum hafa fjölgað úr
61 prósent í 77 prósent milli áranna
2003 og 2007.
VESTFFIRÐIR
Saknar þú friðarsúlunnar?
Já 43,3%
Nei 56,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Telur þú að það sé of auðvelt að
falsa lyfseðla?
Segðu þína skoðun á visir.is
Græða á hærra útsvari
Meirihluti Sjálfstæðisflokks í hrepps-
nefnd Rangárþings ytra segir að með
því að hækka útsvar úr 12,99 prósent í
13,03 prósent fáist verulegar viðbótar-
tekjur úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.
Framsóknarmenn, sem eru í minni-
hluta í hreppsnefnd, segja ekkert
haldbært liggja fyrir varðandi auknar
tekjur úr jöfnunar sjóði og þeir hafni
því hækkun útsvarsprósentunnar.
Sjálfstæðismenn segjast byggja á
bestu fáanlegum upplýsingum.
RANGÁRÞING YTRA
PÓLLAND, AP Pólsk stjórnvöld hafa
látið af andstöðu sinni gegn því að
halda árlegan Evrópudag gegn
dauðarefsingum.
Mánuðum saman
hafði pólska
stjórnin neitað að
slást í hóp hinna 26
aðildarríkja
sambandsins í
herferð gegn
dauðarefsingum
og þar með staðið í
vegi fyrir herferðinni.
Þessi afstöðubreyting kom degi
eftir að nýr forsætisráðherra,
Donald Tusk, heimsótti höfuð-
stöðvar ESB í Brussel í tilraun til
að bæta tengslin við sambandið.
Hin íhalds- og þjóðernissinnaða
fyrri ríkisstjórn hafði átt í margs
konar erjum við ESB sem Tusk
vill binda enda á. - sdg
Stefnubreyting Póllandsstjórnar:
ESB loks gegn
dauðarefsingu
DONALD TUSK
STRÆTÓ Kópavogsbær stefnir enn
á að fella niður öll fargjöld í
strætisvagna, þótt hann hafi
nýverið fallist á tillögu stjórnar
Strætós um að fresta því.
Fulltrúar nágrannasveitar-
félaganna í stjórninni vilja bíða
til vors, en þá lýkur tilraun um
ókeypis ferðir fyrir framhalds-
og háskólanema.
„Farið var fram á að verkefnið
yrði klárað fyrst og það síðan
metið í ljósi reynslunnar,“ segir
Ármann Kr. Ólafsson, stjórnar-
formaður Strætós. Hin sveitar-
félögin muni þá gera upp hug
sinn um hvort þau fylgi Kópa-
vogsbæ að máli eða ekki. - kóþ
Kópavogsbær ekki hættur við:
Stefnir enn á
ókeypis strætó
KJÖRKASSINN