Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN JÓLIN KOMA MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Balazs Besci kom hingað til lands fyrir ári síðan frá Ungverjalandi og hefur boðið upp á þjálfun í capoeira-bardagalist frá því í janúar síðast- liðnum. „Ég bjó í Brasilíu um nokkurt skeið en flutti svo til baka heim til Ungverjalands fyrir sex árum og hef stundað Capoeira síðan,“ segir Balazs og bætir við: „Það er ekki langur tími en ég ákvað samt að stofna félagið hér á landi vegna þess að mig vantaði æfingafélaga og hef verið að kenna þetta síðan.“ Meistarinn sem kenndi Balazs capoeira kom í janúar og þeir byrjuðu að kenna íþróttina í World Class. „Síðan þá hef ég kennt þetta á nokkrum stöð- um en núna erum við með æfingar fjórum sinnum í viku. Í dag eru um 25-30 iðkendur að íþróttinni hér á landi og það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum,“ segir Balazs, sem á sér gælunafnið Com- brido í capoeira en allir iðkendur eiga sitt gælu- nafn. Balazs segir capoeira-bardagalistina upprunna frá brasilískum þrælum fyrir 3-400 árum. „Þræl- arnir voru að undirbúa uppreisn og æfðu sig fyrir bardagann með bardagalist sem líktist dansi til að villa um fyrir þrælahöldurunum. Þá mátti auðvitað ekki gruna hvað var í bígerð,“ segir hann en bar- dagalistin lítur einmitt út eins og fagur dans. „Þetta er ekki gömul íþrótt en hún á sér mjög ríka sögu,“ segir Balazs og bendir að lokum á að í capoeira þurfi iðkendur að vera örlítið sterkari og liðugri en almennt gerist til að ná tökum á íþróttinni. Frekari upplýsingar um capoeira má nálgast á vefsíðunni capoeira.is. sigridurh@frettabladid.is Dansandi bardagi Balazs Besci hefur kennt bardagalistina capoeira hér á landi frá því í janúar síðastliðnum en sjálfur lærði hann capoeira í heima- landi sínu, Ungverjalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEIMILIÐ SKREYTT Jólatréð er mikilvægasta jóla- skrautið að mati margra en kertaljós og ilmur af appelsín- um eða mandarínum ýtir líka undir jólaskapið. JÓL 2 LJÓSAHÁTÍÐ LÚSÍU Lúsíuhátíðin er nú haldin á Íslandi í fimmtugasta og annað sinn. JÓL 3 Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRABETRA G O LF Arnar M ár Ólafsson og Úlfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.