Fréttablaðið - 11.12.2007, Síða 34
26 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
AUÐUR HARALDS RITHÖFUNDUR
ER SEXTUG Í DAG.
„Venjulegast kyssa konur
prinsa sem breytast í froska.“
Auður Haralds hefur skrifað
barna- og unglingabækur, smá-
sögur, leikrit og skáldsögur. Hún
hefur auk þess verið með útvarps-
þætti og þykir einkar hnyttin og
orðheppin.
MERKISATBURÐIR
1917 Kvikmyndin Voðastökk er
frumsýnd í Reykjavík með
íslenskum texta.
1930 Verkfall hefst í Garna-
hreinsunarstöð Sam-
bandsins í Reykjavík og
kom til ryskinga. Rætt var
um garnaslaginn.
1941 Þýskaland og Ítalía lýsa
Bandaríkjunum stríð á
hendur í seinni heims-
styrjöldinni.
1981 El Mozote-fjöldamorðin,
vopnaðar hersveitir í El
Salvador myrða um 900
óbreytta borgara í her-
ferð gegn skæruhernaði
í borgarastyrjöldinni sem
þar geisaði.
1994 Boris Jeltsin sendir rúss-
neskar hersveitir til Tsjet-
sjeníu.
Fyrir 22 árum sigldi breski dráttar-
báturinn Lloydsman tvívegis á
varðskipið Þór í mynni Seyðis-
fjarðar og gerðist það innan við
tvær sjómílur frá landi. Þetta
voru alvarlegustu átökin í land-
helgisdeilunni og kærðu Íslend-
ingar Breta fyrir öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna í kjölfarið.
Árið 1948 voru landgrunns-
lögin sett á Íslandi. Fiskveiðilög-
saga Íslendinga var síðan færð úr þremur mílum
í 200 mílur á grundvelli þessara laga. Útfærslan
fór fram í nokkrum skrefum. Fyrst var farið úr
þremur mílum í fjórar úti fyrir Norðurlandi árið
1950 og tveimur árum síðar tók sú útfærsla gildi
umhverfis allt landið. Breytingin var að mestu í
samræmi við óljós alþjóðalög þess tíma en Bret-
ar ákváðu engu síður að mótmæla henni og
settu togaraeigendur í Bretlandi
löndunarbann á íslenskan ís-
fisk. Því banni var ekki aflétt fyrr
en árið 1956. Árið 1958 var fisk-
veiðilögsagan færð út í 12 mílur
og þá sendu Bretar herskip á Ís-
landsmið til að vernda togara
sína gegn löggæsluaðgerðum ís-
lenskra varðskipa og var það í
raun fyrsta þorskastríðið. Árið
1961 létu Bretar hins vegar
undan og viðurkenndu 12 mílurnar. Á árunum
1972-73 og 1975-76 var lögsagan fyrst stækkuð
í 50 mílur og svo í 200 mílur. Í bæði skiptin var
breski sjóherinn sendur á vettvang auk dráttar-
báta og annarra verndarskipa. Þá höfðu Íslend-
ingar tekið í notkun togvíraklippur en harðir
árekstrar urðu milli skipanna. Bretar urðu loks að
láta undan og fallast á vilja Íslendinga.
ÞETTA GERÐIST: 11. DESEMBER 1975
Bretar vega að Íslendingum
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur,
oftast kallaður BÍKR, var stofnaður
árið 1977 og fagnar því þrjátíu ára af-
mæli um þessar mundir.
Klúbburinn hefur hefur staðið fyrir
ýmiskonar starfsemmi í gegnum tíðina
og má þar nefna aksturskeppni á borð
við torfærur, kart-aksturskeppnir, rall-
íkross og rallakstur. Í dag er þó klúbb-
urinn eingöngu með rallakstur.
Vinsældir rallsins hafa aukist þó-
nokkuð síðustu ár. Það er um 30-40 pró-
senta aukning á síðustu tveimur árum
sem er til komið vegna reglubreyt-
inga sem gerir þetta ódýrara,“ segir
Jóhannes V. Gunnarsson, formaður
BÍKR, en breytingarnar fólust í því að
dýrustu tækin voru bönnuð. „Áherslun-
um var breytt til að halda niðri kostn-
aði og jafna keppnina og koma þannig í
veg fyrir fákeppni,“ útskýrir Jóhannes
og bætir við: „Fyrir tveimur til þremur
árum voru kannski tveir bílar á ráslínu
sem gátu unnið en nú eru þeir yfir tíu
og fólk eygir möguleikann á sigri.“
Síðastliðin ár hefur klúbburinn verið
með samning við Max 1 og Pirelli.
„Brimborg hefur stutt okkur dyggi-
lega og Skeljungur hefur líka komið
þar að. Við fjármögnum okkur með því
að selja auglýsingar á keppnirnar en
klúbburinn náttúrlega þrífst og dafnar
af sjálfboðastarfi,“ segir Jóhannes.
Afmælishóf var haldið á dögunum í
félagsheimili Gusts en það var meðal
annars haldið til að hvetja gamla félaga
til að láta sjá sig. „Það vantar svolít-
ið af gömlum reynsluboltum í sportið.
Þetta er mikið til nýtt fólk í dag,“ segir
Jóhannes en fagnar þó ætíð nýjum fé-
lögum. „Þeir sem hafa áhuga á að skrá
sig í klúbbinn geta gert það á heima-
síðu okkar, www.bikr.is.“
Haldnar eru sex keppnir á ári og
hafa þær stækkað mjög mikið síðast-
liðin ár. „Við erum farin að keyra meira
inn á að halda mótin í byggðarkjörnun-
um. Það eru þrjú mót haldin í Reykja-
vík og eitt í Reykjanesbæ. Á næsta ári
verður eitt mót haldið á Snæfellsnesi
og annað á Sauðárkróki og við eigum
þann valkost að komast kannski á einn
eða tvo staði í viðbót,“ segir Jóhannes
áhugasamur.
Til að halda mót þarf mikið af sjálf-
boðaliðum og langan undirbúning.
„Það eru margar hendur sem koma að
hverju móti og þarfnast þau margra
mánaða undirbúnings. Við erum þó
íþróttagrein án aðstöðu. Við borg-
um okkar bensín- og vegatoll eins og
aðrir en gamlir malarvegir eru okkar
íþróttamannvirki,“ segir Jóhannes og
bætir við að eitt af helstu baráttumál-
um BÍKR sé að fá að nota malarvegina
meira. „Það er alltaf verið að malbika
og eyðileggja vegina,“ segir Jóhannes
kíminn.
Undir lok níunda áratugarins náði
íþróttin ákveðnum toppi og þá var mikil
gróska í starfi BÍKR. „Það gerðist aftur
í kringum 2000 og núna virðumst við
vera að ná áður óþekktum hæðum, alla
vega hvað félagatal varðar. Efnahagur-
inn í þjóðfélaginu stýrir þátttöku tölu-
vert þar sem tækjabúnaðurinn er dýr,“
útskýrir Jóhannes. En hvað stendur
upp úr? „Það sem stendur upp úr er
líklega bara hvað framtíðin er björt í
sportinu,“ segir Jóhannes ánægður.
hrefna@frettabladid.is
JÓHANNES V. GUNNARSSON, FORMAÐUR BÍKR: 30 ÁRA AFMÆLI FÉLAGSINS
Rallið orðið mun vinsælla
AFMÆLISBÖRN
Fríða Á.
Sigurðardóttir
rithöfundur er
67 ára í dag.
Aleksander
Solzhenitsyn,
rússneskur rit-
höfundur og
sagnfræðing-
ur, er 89 ára
í dag.
Guðmundur
Jónsson arki-
tekt er 54 ára
í dag.
Guðrún
Bjarna dóttir,
fyrrverandi
alheims fegurðar -
drottning, er
65 ára í dag.
VÆRI GOTT AÐ FÁ
NOKKRA BJÖRG ÓLFA
Jóhannes segir að
gott væri að fá góða
bakhjarla til að styrkja
akstursíþróttina.
Nýbúadeild við Grunda-
skóla á Akranesi tók ný-
lega til starfa. Í deildinni
stunda nú fimmtán pólsk-
ir nemendur nám og von er
á fleiri nýjum Íslendingum
á grunnskólaaldri til Akra-
ness um áramót.
Deildin þjónar öllu Akra-
nesi og tekur því á móti
öllum nýjum Íslending-
um á svæðinu. Reiknað
er með að nýir Íslending-
ar á grunnskólaaldri verði
að jafnaði tvö ár í deild-
inni áður en þeir fara inn
í bekkinn sinn. Markmið-
ið er að standa vel að mót-
töku þeirra og koma með
markvissum hætti til móts
við bæði nemendur og for-
eldra. Þetta kemur fram
á vef Akraneskaupstaðar.
Sigurveig Kristjánsdótt-
ir grunnskólakennari veit-
ir deildinni faglega for-
ystu en auk hennar starfar
þar Krystyna Jabluszew-
ska sem stuðningsfulltrúi.
www.akranes.is
Nýbúadeild í Grundaskóla
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Ástráður Valdimarsson
Hraunsholtsvegi 2, Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju, fimmtudaginn
13. desember kl. 13.00.
Kristjana Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Ástráðsdóttir Már Þorvaldsson
Hjördís Ástráðsdóttir Peter Tompkins
Brynja Ástráðsdóttir Pétur Bjarnason
og afabörn.
Elsku hjartans eiginmaður minn, pabbi
okkar, sonur, bróðir og tengdasonur,
Jón Gunnar Grjetarsson
Brunnstíg 4, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardag-
inn 8. desember. Jarðarförin fer fram í Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði mánudaginn 17. desember kl. 15.00.
Anna Borg Harðardóttir
Andri Jónsson
Sandra Jónsdóttir
Tinna Jónsdóttir
Grétar Þorsteinsson
Sandra Jóhannsdóttir
Nína Karen, Hjörtur Þór og Selma Björk Grétarsbörn
Hörður S. Óskarsson Anna Margrét Friðbjarnardóttir
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
Stefanía Stefánsdóttir
lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að morgni
laugardagsins 8. desember.
Dóra Skúladóttir Þorvarður Brynjólfsson
Bergþóra Skúladóttir Sigurður Guðmundsson
Magnús Skúlason Ingunn Jónsdóttir
Jóhanna Skúladóttir Sigurður Pálsson
Sigríður Þyri Skúladóttir Úlfar Hróarsson
Árný Skúladóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Guðný Kristrún Níelsdóttir
áður til heimilis á Stýrimannastíg 14,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn
4. desember verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 13. janúar kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á KRAFT,
félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og
aðstandenda þeirra, s: 540 1990.
Páll Stefánsson Halldóra Viktorsdóttir
Soffía Stefánsdóttir Georg Ólafsson
Hildur Stefánsdóttir Sigurgeir Kjartansson
börn og barnabörn.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N